Ástæðan fyrir orðanotkuninni felst í tvenndinni blautt/þurrt. Það sem er blautt og rakt er að öllu jöfnu miklu frjósamara og ræktarlegra en það sem er þurrt. Hugsum okkur til dæmis rjúkandi kjötsúpupott og síðan sama pott nærri tóman, eingöngu með þurrum súpuleifum í botninum. Næringin er öll í volgri súpunni en það er lítið að hafa úr þurrum dreggjunum. Eins er með lífið í fjöruborðinu - það er ríkt og frjósamt en þurr og skorpinn sandur er nærri líflaus. Þegar við segjumst 'ætla að leggja höfuðið í bleyti' gefur myndmálið til kynna að við ætlum að koma seinna með einhver frjó og gefandi svör. Ef við svörum vinkonu okkar með orðunum: "Ja, nú er ég alveg þurrausinn", þá skilur hún okkur þannig að við eigum engin svör við spurningunni hennar. Ýmis önnur orðasambönd skýra þetta einnig. Við segjum til dæmis að einhver sé 'þurr á manninn' eða 'þurr í viðmóti' þegar menn segja fátt og eru stuttir í spuna. Þá er ekki mikið upp úr þeim að hafa. Menn sem eru 'blautir' eru á hinn bóginn oft málgefnir þó ekki sé víst að mikil speki komi upp úr þeim. Þegar við segjumst hafa hlýtt á 'þurran fyrirlestur' þá meinum við að hann hafi verið andlaus og lítið gefandi. Orðasambandið 'að leggja sig í bleyti við eitthvað' notum við hins vegar þegar menn leggja sig alla fram við hlutina. Mynd:
Ástæðan fyrir orðanotkuninni felst í tvenndinni blautt/þurrt. Það sem er blautt og rakt er að öllu jöfnu miklu frjósamara og ræktarlegra en það sem er þurrt. Hugsum okkur til dæmis rjúkandi kjötsúpupott og síðan sama pott nærri tóman, eingöngu með þurrum súpuleifum í botninum. Næringin er öll í volgri súpunni en það er lítið að hafa úr þurrum dreggjunum. Eins er með lífið í fjöruborðinu - það er ríkt og frjósamt en þurr og skorpinn sandur er nærri líflaus. Þegar við segjumst 'ætla að leggja höfuðið í bleyti' gefur myndmálið til kynna að við ætlum að koma seinna með einhver frjó og gefandi svör. Ef við svörum vinkonu okkar með orðunum: "Ja, nú er ég alveg þurrausinn", þá skilur hún okkur þannig að við eigum engin svör við spurningunni hennar. Ýmis önnur orðasambönd skýra þetta einnig. Við segjum til dæmis að einhver sé 'þurr á manninn' eða 'þurr í viðmóti' þegar menn segja fátt og eru stuttir í spuna. Þá er ekki mikið upp úr þeim að hafa. Menn sem eru 'blautir' eru á hinn bóginn oft málgefnir þó ekki sé víst að mikil speki komi upp úr þeim. Þegar við segjumst hafa hlýtt á 'þurran fyrirlestur' þá meinum við að hann hafi verið andlaus og lítið gefandi. Orðasambandið 'að leggja sig í bleyti við eitthvað' notum við hins vegar þegar menn leggja sig alla fram við hlutina. Mynd: