Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?

Kristín Jónsdóttir

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálfta, er þá átt við dýpi frá yfirborði þess landssvæðis þar sem upptök skjálftans eru eða er átt við dýpi miðað við sjávarmál?

Dæmi: Ef jarðskjálfti verður á 0,1 km dýpi undir Bárðarbungu er þá átt við að upptökin séu 100 m undir yfirborðinu (í ca. 1900 m hæð yfir sjávarmáli) eða eru upptökin 100 m undir sjávarmáli (2100 m frá yfirborði fjallsins)?

Það er oftast meiri óvissa í ákvörðun dýpis jarðskjálfta en staðsetningu hans og það getur reynst erfiðara að ákvarða dýpi skjálfta sé hann með upptök í efstu 10 km en ef skjálftinn er á meira dýpi (10-20 km).

Veðurstofan gefur upp dýpi sem fram að þessu hefur verið verið reiknað miðað við plan sem ákvarðast út frá meðaltalshæð (yfir sjávarmáli) þeirra jarðskjálftastöðva sem notaðar eru í staðsetningunni hverju sinni. Á vefnum er ekki gefin upp óvissa í dýpi, en gera má ráð fyrir að minnsta kosti 1-2 km óvissu.

Staðsetning, dýpi og aldur jarðskjálfta við Bárðarbungu 16. – 26. ágúst 2014. Staðsetning á yfirborði er sýnd á landlíkani neðst. Gráu jafnhæðarfletirnir tákna ákveðið dýpi frá yfirborði sem er 0 km, 5 km og 10 km. Litakóði skjálftanna táknar dagafjölda frá 16. ágúst (dagur 0). Stærð skjálfta er ekki sýnd en allir punktar eru af sömu stærð. Athygli er vakin á því að hæð og dýpi eru ýkt fimmfalt til þess að draga betur fram landslag á yfirborði og ná fram betri aðgreiningu á dýpi skjálftanna.

Ef við skoðum skjálfta í Bárðarbungu þá eru stöðvarnar þar í kring að meðaltali í um 1000 metra hæð yfir sjávarmáli. Bárðarbunguaskjan er undir ísnum í um 1200 m hæð yfir sjávarmáli, þannig að túlka má skjálfta í Bárðarbunguöskjunni sem við gefum upp á 0,1 km dýpi sem mjög grunnan, eða með upptök í efsta kílómetranum.

Þess má þó geta að Bárðarbunguskjálftarnir eru sérstaklega erfiðir þar sem fasarnir frá þeim eru óskýrir og staðsetningar og dýpi því ónákvæmari en á mörgum öðrum stöðum á landinu.

Mynd:

Höfundur

Kristín Jónsdóttir

fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

17.2.2016

Spyrjandi

Guðný Unnur Jökulsdóttir

Tilvísun

Kristín Jónsdóttir. „Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71644.

Kristín Jónsdóttir. (2016, 17. febrúar). Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71644

Kristín Jónsdóttir. „Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71644>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálfta, er þá átt við dýpi frá yfirborði þess landssvæðis þar sem upptök skjálftans eru eða er átt við dýpi miðað við sjávarmál?

Dæmi: Ef jarðskjálfti verður á 0,1 km dýpi undir Bárðarbungu er þá átt við að upptökin séu 100 m undir yfirborðinu (í ca. 1900 m hæð yfir sjávarmáli) eða eru upptökin 100 m undir sjávarmáli (2100 m frá yfirborði fjallsins)?

Það er oftast meiri óvissa í ákvörðun dýpis jarðskjálfta en staðsetningu hans og það getur reynst erfiðara að ákvarða dýpi skjálfta sé hann með upptök í efstu 10 km en ef skjálftinn er á meira dýpi (10-20 km).

Veðurstofan gefur upp dýpi sem fram að þessu hefur verið verið reiknað miðað við plan sem ákvarðast út frá meðaltalshæð (yfir sjávarmáli) þeirra jarðskjálftastöðva sem notaðar eru í staðsetningunni hverju sinni. Á vefnum er ekki gefin upp óvissa í dýpi, en gera má ráð fyrir að minnsta kosti 1-2 km óvissu.

Staðsetning, dýpi og aldur jarðskjálfta við Bárðarbungu 16. – 26. ágúst 2014. Staðsetning á yfirborði er sýnd á landlíkani neðst. Gráu jafnhæðarfletirnir tákna ákveðið dýpi frá yfirborði sem er 0 km, 5 km og 10 km. Litakóði skjálftanna táknar dagafjölda frá 16. ágúst (dagur 0). Stærð skjálfta er ekki sýnd en allir punktar eru af sömu stærð. Athygli er vakin á því að hæð og dýpi eru ýkt fimmfalt til þess að draga betur fram landslag á yfirborði og ná fram betri aðgreiningu á dýpi skjálftanna.

Ef við skoðum skjálfta í Bárðarbungu þá eru stöðvarnar þar í kring að meðaltali í um 1000 metra hæð yfir sjávarmáli. Bárðarbunguaskjan er undir ísnum í um 1200 m hæð yfir sjávarmáli, þannig að túlka má skjálfta í Bárðarbunguöskjunni sem við gefum upp á 0,1 km dýpi sem mjög grunnan, eða með upptök í efsta kílómetranum.

Þess má þó geta að Bárðarbunguskjálftarnir eru sérstaklega erfiðir þar sem fasarnir frá þeim eru óskýrir og staðsetningar og dýpi því ónákvæmari en á mörgum öðrum stöðum á landinu.

Mynd:

...