Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?

Hallgrímur J. Ámundason

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Bárðarbunga er hæsta fjall á Íslandi utan Öræfajökuls. Hæð þess hefur löngum verið talin um 2000 metrar yfir sjávarmáli en í bókinni Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson frá 2009 kemur fram að hæðin er 2009 metrar. Bungan rís hátt í 1000 metra yfir umhverfi sitt. Undir bungunni er mikil askja með allt að 800 metra þykkum jökli.

Örnefni sem hafa -bunga að síðasta lið eru algeng í jöklum og í heiðalandslagi og lýsa yfirleitt breiðmynduðum hæðum, hvorki bröttum né klettóttum.

Allmörg örnefni á Íslandi eru kennd við Bárð. Bárðarbunga er líklega þekktast þeirra en mörg önnur eru til, til dæmis Bárðarfell og Bárðarfjall, Bárðargata, Bárðardalur, Bárðarkista, Bárðarlaug, Bárðarfoss, Bárðarhellir og Bárðarhaugur. Örnefnin eru að öllum líkindum kennd við menn sem báru nafnið Bárður og raunar í mörgum tilfellum við tvo nafntogaða fornmenn með þessu nafni. Annar var Bárður Snæfellsás, ýkjukenndur fornsagnakappi af ættum risa og trölla. Hann bjó á Snæfellsnesi og þar eru mörg örnefni kennd við hann. Ævi sína endaði hann með því að hverfa í Snæfellsjökul.

Minnismerki um Bárð Snæfellsás. Bárðarbunga er hins vegar kennd við Gnúpa-Bárð. Samkvæmt Bárðarsögu Snæfellsás voru þeir málkunnugir nafnarnir, Bárður og Bárður.

Bárðarbunga er ekki kennd við þennan Bárð heldur annan jarðbundnari mann sem bjó fyrst norður í Bárðardal en seinna í Skaftártungu. Hann var kallaður Gnúpa-Bárður, kemur við sögu þegar í Landnámabók og er nefndur í mörgum Íslendingasögum. Samkvæmt Bárðarsögu Snæfellsás voru þeir málkunnugir nafnarnir, Bárður og Bárður. „Þeir lögðu lag sitt nafnar og urðu á það sáttir að leita til Íslands því að þaðan voru sagðir landkostir góðir“ segir þar. Bárðarsaga þykir raunar ekki mjög áreiðanleg heimild um sögulega viðburði.

Bárðarbungu-Bárður var ekki síður eftirminnilegur náungi en Snæfellsnes-Bárður. Um hann er talsverð saga í Landnámu. Bungu-Bárður var til dæmis fyrsti Norðlendingurinn sem sögur fara af sem áttaði sig á því að betra væri að búa syðra en nyrðra. Þannig tók hann sig upp úr Bárðardal með fé allt og fjölskyldu og flutti suður yfir hálendið, svonefnda Bárðargötu sem við hann er síðan kennd, og nam ekki staðar fyrr en í Skaftártungu.

Bárður, son Heyjangurs-Bjarnar, kom skipi sínu í Skjálfandafljótsós og nam Bárðardal allan upp frá Kálfborgará og Eyjardalsá og bjó að Lundarbrekku um hríð. Þá markaði hann [=dró þá ályktun] að veðrum að landviðri voru betri en hafviðri og ætlaði af því betri lönd fyrir sunnan heiði. Hann sendi sonu sína suður um góu. Þá fundu þeir góubeytla [=eskigras] og annan gróður. En annað vor eftir þá gerði Bárður kjálka [=sleða] hverju kvikindi því er gengt var og lét hvað draga sitt fóður og fjárhlut. Hann fór Vonarskarð, þar er heitir síðan Bárðargata. Hann nam síðan Fljótshverfi og bjó að Gnúpum. Þá var hann kallaður Gnúpa-Bárður. (Landnámabók)

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

21.8.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67918.

Hallgrímur J. Ámundason. (2014, 21. ágúst). Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67918

Hallgrímur J. Ámundason. „Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67918>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?
Bárðarbunga er hæsta fjall á Íslandi utan Öræfajökuls. Hæð þess hefur löngum verið talin um 2000 metrar yfir sjávarmáli en í bókinni Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson frá 2009 kemur fram að hæðin er 2009 metrar. Bungan rís hátt í 1000 metra yfir umhverfi sitt. Undir bungunni er mikil askja með allt að 800 metra þykkum jökli.

Örnefni sem hafa -bunga að síðasta lið eru algeng í jöklum og í heiðalandslagi og lýsa yfirleitt breiðmynduðum hæðum, hvorki bröttum né klettóttum.

Allmörg örnefni á Íslandi eru kennd við Bárð. Bárðarbunga er líklega þekktast þeirra en mörg önnur eru til, til dæmis Bárðarfell og Bárðarfjall, Bárðargata, Bárðardalur, Bárðarkista, Bárðarlaug, Bárðarfoss, Bárðarhellir og Bárðarhaugur. Örnefnin eru að öllum líkindum kennd við menn sem báru nafnið Bárður og raunar í mörgum tilfellum við tvo nafntogaða fornmenn með þessu nafni. Annar var Bárður Snæfellsás, ýkjukenndur fornsagnakappi af ættum risa og trölla. Hann bjó á Snæfellsnesi og þar eru mörg örnefni kennd við hann. Ævi sína endaði hann með því að hverfa í Snæfellsjökul.

Minnismerki um Bárð Snæfellsás. Bárðarbunga er hins vegar kennd við Gnúpa-Bárð. Samkvæmt Bárðarsögu Snæfellsás voru þeir málkunnugir nafnarnir, Bárður og Bárður.

Bárðarbunga er ekki kennd við þennan Bárð heldur annan jarðbundnari mann sem bjó fyrst norður í Bárðardal en seinna í Skaftártungu. Hann var kallaður Gnúpa-Bárður, kemur við sögu þegar í Landnámabók og er nefndur í mörgum Íslendingasögum. Samkvæmt Bárðarsögu Snæfellsás voru þeir málkunnugir nafnarnir, Bárður og Bárður. „Þeir lögðu lag sitt nafnar og urðu á það sáttir að leita til Íslands því að þaðan voru sagðir landkostir góðir“ segir þar. Bárðarsaga þykir raunar ekki mjög áreiðanleg heimild um sögulega viðburði.

Bárðarbungu-Bárður var ekki síður eftirminnilegur náungi en Snæfellsnes-Bárður. Um hann er talsverð saga í Landnámu. Bungu-Bárður var til dæmis fyrsti Norðlendingurinn sem sögur fara af sem áttaði sig á því að betra væri að búa syðra en nyrðra. Þannig tók hann sig upp úr Bárðardal með fé allt og fjölskyldu og flutti suður yfir hálendið, svonefnda Bárðargötu sem við hann er síðan kennd, og nam ekki staðar fyrr en í Skaftártungu.

Bárður, son Heyjangurs-Bjarnar, kom skipi sínu í Skjálfandafljótsós og nam Bárðardal allan upp frá Kálfborgará og Eyjardalsá og bjó að Lundarbrekku um hríð. Þá markaði hann [=dró þá ályktun] að veðrum að landviðri voru betri en hafviðri og ætlaði af því betri lönd fyrir sunnan heiði. Hann sendi sonu sína suður um góu. Þá fundu þeir góubeytla [=eskigras] og annan gróður. En annað vor eftir þá gerði Bárður kjálka [=sleða] hverju kvikindi því er gengt var og lét hvað draga sitt fóður og fjárhlut. Hann fór Vonarskarð, þar er heitir síðan Bárðargata. Hann nam síðan Fljótshverfi og bjó að Gnúpum. Þá var hann kallaður Gnúpa-Bárður. (Landnámabók)

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...