Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni er sem hér segir:
Líffræði og útlit skötuorms? Hversu mikilvægur er skötuormur fyrir tilvist urriða og bleikju? Er hægt að sjá mynd af dýrinu?
Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er eini fulltrúi barðskjöldunga (Notostraca) í íslenskri náttúru.



Skötuormurinn

Skötuormurinn er einnig stærsta krabbadýrið sem lifir í íslensku ferskvatni. Hann er venjulega um 15 mm á lengd en getur orðið rúmir 22 mm. Um helmingur af lengd ormsins er hali en búkurinn er þakinn breiðum og flötum skjöld sem nær yfir höfuð og frambol og að nokkru leyti afturbolinn. Dýrið er brúnt að lit en hefur dökka flekki með grænum blæ sem svipar til lits leðju á vatnsbotni. Skötuormurinn er botnlægt rándýr sem veiðir dýr sem lifa í leðju hálendisvatna, svo sem skordýralirfur og orma. Skötuormurinn leitar að bráð með því að róta upp leðjunni og hefur hann fjölmörg fótapör til þess.

Útbreiðsla skötuormsins hérlendis er bundin við hálendisvötn. Hann finnst í vötnum sem eru frá 300 metrum yfir sjávarmáli og allt upp í 1000 metra hæð. Hann er afar sjaldgæfur á láglendi. Rannsóknir hafa sýnt að hann er sjaldgæfur í heiðarvötnum á Vestfjörðum og einnig á Austurlandi. Erlendis finnst hann meðal annars á Grænlandi, N-Noregi og N-Rússlandi.

Sennilega er skötuormurinn mikilvæg fæða fyrir bleikju og annan fisk seinni hluta sumars í heiðarvötnum. Hversu mikilvægur skötuormurinn er fyrir tilvist bleikju og urriða er ekki nákvæmlega vitað vegna skorts á rannsóknum á þessu sambandi tegundanna.

Teikningin af skötuorminum er fengin á norskri náttúrufræðisíðu.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.11.2002

Spyrjandi

Elvar Lund

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2843.

Jón Már Halldórsson. (2002, 8. nóvember). Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2843

Jón Már Halldórsson. „Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2843>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?
Spurningin í heild sinni er sem hér segir:

Líffræði og útlit skötuorms? Hversu mikilvægur er skötuormur fyrir tilvist urriða og bleikju? Er hægt að sjá mynd af dýrinu?
Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er eini fulltrúi barðskjöldunga (Notostraca) í íslenskri náttúru.



Skötuormurinn

Skötuormurinn er einnig stærsta krabbadýrið sem lifir í íslensku ferskvatni. Hann er venjulega um 15 mm á lengd en getur orðið rúmir 22 mm. Um helmingur af lengd ormsins er hali en búkurinn er þakinn breiðum og flötum skjöld sem nær yfir höfuð og frambol og að nokkru leyti afturbolinn. Dýrið er brúnt að lit en hefur dökka flekki með grænum blæ sem svipar til lits leðju á vatnsbotni. Skötuormurinn er botnlægt rándýr sem veiðir dýr sem lifa í leðju hálendisvatna, svo sem skordýralirfur og orma. Skötuormurinn leitar að bráð með því að róta upp leðjunni og hefur hann fjölmörg fótapör til þess.

Útbreiðsla skötuormsins hérlendis er bundin við hálendisvötn. Hann finnst í vötnum sem eru frá 300 metrum yfir sjávarmáli og allt upp í 1000 metra hæð. Hann er afar sjaldgæfur á láglendi. Rannsóknir hafa sýnt að hann er sjaldgæfur í heiðarvötnum á Vestfjörðum og einnig á Austurlandi. Erlendis finnst hann meðal annars á Grænlandi, N-Noregi og N-Rússlandi.

Sennilega er skötuormurinn mikilvæg fæða fyrir bleikju og annan fisk seinni hluta sumars í heiðarvötnum. Hversu mikilvægur skötuormurinn er fyrir tilvist bleikju og urriða er ekki nákvæmlega vitað vegna skorts á rannsóknum á þessu sambandi tegundanna.

Teikningin af skötuorminum er fengin á norskri náttúrufræðisíðu.

...