Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 138 svör fundust
Er jörðin flöt?
Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og u...
Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?
Rannsóknir á ofanflóðum, uppbygging gagnasafns um ofanflóð á Íslandi og ýmis ráðgjöf varðandi hættumat hófst með formlegum hætti á Veðurstofu Íslands á áttunda áratug síðustu aldar með ráðningu starfsmanna sem sinntu þessum málaflokki sérstaklega. Þessari starfsemi var komið á laggir í kjölfar snjóflóðaslysa í Nes...
Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að starfa við verðbréfaviðskipti?
Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki frá árinu 2002 og reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 2003 þurfa þeir starfsmenn fjármálafyrirtækis, sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga samkvæmt 6. tölulið 1. málsgreinar 3. greinar laga um fjármálafyrirtæki, að haf...
Af hverju velja lögfræðingar sér oftar en aðrar starfsstéttir brúna skó í stað svartra við dökk jakkaföt?
Starfsmenn Vísindavefsins ákváðu að taka sér smá pásu frá pappírskasti (e. paper toss) og öðrum hefðbundnum skrifstofuleikjum, svo sem skrifborðsstólakappakstri (eitthvað verða menn jú að gera þegar ritstjórinn er í útlöndum) til að ræða um þessa spurningu. Eftir mikið japl, jaml og fuður voru starfsmennirnir ...
Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?
Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur! Svarið við þessari spurning breyt...
Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?
Já, á þessu tvennu er munur. Hann felst í því hvernig staðið er að ráðningu viðkomandi, hve lengi hún stendur og hve varanleg hún er. Að sama skapi er staða embættismanna sem hafa verið settir í embætti og skipaðir ekki alfarið sú sama. Almenna reglan er sú að opinberir embættismenn eru skipaðir í embætti. Samk...
Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?
Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ...
Hvaða rétt hafa börn þegar kennarar/starfsmenn skóla þeirra beita þau ofbeldi?
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem fullgiltur var af Íslands hálfu árið 1992, segir í 19. gr. aðaðildarríki skuli gera viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanræksl...
Þjónusta í boði
Vísindavefurinn hefur áralanga reynslu á sviði vísindamiðlunar og allir starfsmenn vefsins eru háskólamenntaðir á sviði vísinda og fræða. Vísindavefurinn tekur að sér stærri sem smærri verkefni á sviði vísindamiðlunar gegn greiðslu. Hér má finna lýsingar á nokkrum verkefnum sem Vísindavefurinn hefur ...
Hvernig varð Vísindavefurinn til og hvenær?
Vísindavefurinn tók til starfa 29. janúar árið 2000. Upphaflega var hann hluti af framlagi Háskóla Íslands til verkefnisins Reykjavík - Menningarborg Evrópu árið 2000. Það er skemmst frá því að segja að Vísindavefurinn sló þegar í gegn og hinn gríðarlegi áhugi sem almenningur hafði á verkefninu fór langt fram úr b...
Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hafa oft orðið tafir eða breytingar á veglagningu á Íslandi vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Þessi mál ha...
Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna?
Upphaflega spurningin var þessi:Af hverju eru hrossabændum ekki gert skylt að hafa þannig aðbúnað hjá hrossum að þau séu ekki á berangri að vetri til?Það er lífsnauðsyn fyrir hross að komast í skjól í verstu vetrarveðrum, sérstaklega ef tíðarfar er mjög umhleypingasamt. Hross sem standa skjóllítil í höm hafa sig e...
Hvaða stéttir á Íslandi hafa ekki verkfallsrétt?
Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna nær heimild til verkfalls ekki til eftirtalinna starfsmanna:Þeirra embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins sem heyra undir lög um Kjaradóm og Kjaranefnd. Starfsmanna Alþingis og stofnana þess, svo og starfsmanna á skrifstofu f...
Hvenær var Háskólinn á Akureyri stofnaður?
Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og í fyrstu voru einungis starfræktar tvær deildir, heilbrigðisdeild sem kenndi hjúkrun og rekstrardeild sem kenndi iðnrekstrarfræði. Fyrsta árið var 31 nemandi skráður í nám við skólann. Eftir því sem tíminn leið jókst námsframboðið og á yfirstandandi skólaári, 17 ...
Ætti að nota hanska þegar gömlum handritum er flett?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna notar fólk ekki hanska þegar íslensk gömul handrit eru handfjötluð? Það sést aftur og aftur í sjónvarpi þegar fræðimenn, fréttamenn og aðrir fletta þessum dýrgripum með berum höndum og strjúka síður og skilja eftir óhreinindi og fitu. Starfsmenn safna hafa löngum nota...