Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?

Ritstjórn Vísindavefsins

Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ekki nammi nema einu sinni í viku. Pabbi Andrésar á Eskifirði harðneitar að leysa fyrir hann heimaverkefnin og mamma Gunnu á Stokkseyri gefur henni bara tíuþúsundkall á mánuði í vasapening. Þarna er svo sannarlega um foreldravandamál að ræða og full þörf á róttækri meðferð fyrir foreldrana. Þeir foreldrar sem hér voru nefndir vildu því miður ekki tjá sig við starfsfólk Vísindavefsins um málið.

Fram kom að ekki ríkti einhugur um hvaða aðferðir væru árangursríkastar og virtist talsverð fylgni milli aldurs og skoðana á þessu máli. Þannig töldu flestir tveggja ára þátttakendur að heppilegast væri að leggjast á gólfið, baða út öllum öngum og öskra af öllum lífs og sálar kröftum. 13 ára þátttakendur voru hins vegar hrifnari af í-fýlu-inni-í-herbergi-aðferðinni sem og því að telja viðkomandi foreldrum trú um að þeir væru ströngustu foreldrarnir í hverfinu og að allir hinir krakkarnir mættu gera miklu meira.

Á þinginu var rætt um möguleikann á sérstökum hlýðninámskeiðum fyrir foreldra. Meðal annars var samþykkt tillaga um að fara út í viðræður um samstarf um námskeiðahald við Hundaræktarfélagið. Einnig þótti líklegt að atvinnurekendur gætu haft áhuga á einhvers konar samstarfi, enda eiga börn og atvinnurekendur augljóslega sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessum efnum. Til dæmis var talað um að hrinda af stað átaki með slagorðinu "Hlýðnir foreldrar, undirgefnir starfsmenn."

Börn á Íslandi leita nú að fyrirtæki sem vill styrkja gerð límmiðabókar fyrir foreldra. Hugmyndin er sú að foreldrar séu verðlaunaðir með límmiðum fyrir góða hegðun og límmiðarnir verði svo færðir inn í sérstaka bók. Foreldrar geta svo keppt hver við annan um að hafa sem flesta límmiða, jafnvel væri hægt að halda Íslandsmeistaramót í límmiðasöfnun og einnig gætu fjölmennir vinnustaðir birt mánaðarlegt yfirlit yfir þá starfsmenn sem hefðu flesta límmiða.

Fulltrúar úr ungbarnahópi og smábarnahópi ársþingsins lýstu þó yfir efasemdum um þessa aðferð þar sem þeir sögðust ekki kunna að telja og sáu því fram á að lenda í vandræðum við að deila út límmiðunum. Þessir hópar voru hrifnari af refsingum fyrir óhlýðni en verðlaunum fyrir hlýðni og reiknuðu með að halda áfram að beita hefðbundnum aðferðum á borð við að æla framan í foreldra og pissa eða kúka á gólfið.

Útgáfudagur

28.5.2004

Spyrjandi

Auður Hreinsdóttir

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4299.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2004, 28. maí). Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4299

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4299>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?
Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ekki nammi nema einu sinni í viku. Pabbi Andrésar á Eskifirði harðneitar að leysa fyrir hann heimaverkefnin og mamma Gunnu á Stokkseyri gefur henni bara tíuþúsundkall á mánuði í vasapening. Þarna er svo sannarlega um foreldravandamál að ræða og full þörf á róttækri meðferð fyrir foreldrana. Þeir foreldrar sem hér voru nefndir vildu því miður ekki tjá sig við starfsfólk Vísindavefsins um málið.

Fram kom að ekki ríkti einhugur um hvaða aðferðir væru árangursríkastar og virtist talsverð fylgni milli aldurs og skoðana á þessu máli. Þannig töldu flestir tveggja ára þátttakendur að heppilegast væri að leggjast á gólfið, baða út öllum öngum og öskra af öllum lífs og sálar kröftum. 13 ára þátttakendur voru hins vegar hrifnari af í-fýlu-inni-í-herbergi-aðferðinni sem og því að telja viðkomandi foreldrum trú um að þeir væru ströngustu foreldrarnir í hverfinu og að allir hinir krakkarnir mættu gera miklu meira.

Á þinginu var rætt um möguleikann á sérstökum hlýðninámskeiðum fyrir foreldra. Meðal annars var samþykkt tillaga um að fara út í viðræður um samstarf um námskeiðahald við Hundaræktarfélagið. Einnig þótti líklegt að atvinnurekendur gætu haft áhuga á einhvers konar samstarfi, enda eiga börn og atvinnurekendur augljóslega sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessum efnum. Til dæmis var talað um að hrinda af stað átaki með slagorðinu "Hlýðnir foreldrar, undirgefnir starfsmenn."

Börn á Íslandi leita nú að fyrirtæki sem vill styrkja gerð límmiðabókar fyrir foreldra. Hugmyndin er sú að foreldrar séu verðlaunaðir með límmiðum fyrir góða hegðun og límmiðarnir verði svo færðir inn í sérstaka bók. Foreldrar geta svo keppt hver við annan um að hafa sem flesta límmiða, jafnvel væri hægt að halda Íslandsmeistaramót í límmiðasöfnun og einnig gætu fjölmennir vinnustaðir birt mánaðarlegt yfirlit yfir þá starfsmenn sem hefðu flesta límmiða.

Fulltrúar úr ungbarnahópi og smábarnahópi ársþingsins lýstu þó yfir efasemdum um þessa aðferð þar sem þeir sögðust ekki kunna að telja og sáu því fram á að lenda í vandræðum við að deila út límmiðunum. Þessir hópar voru hrifnari af refsingum fyrir óhlýðni en verðlaunum fyrir hlýðni og reiknuðu með að halda áfram að beita hefðbundnum aðferðum á borð við að æla framan í foreldra og pissa eða kúka á gólfið....