Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er jörðin flöt?

Ritstjórn Vísindavefsins

Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og umbreyttist í þunglyndi (deprimeringu) þegar í ljós kom að engir tveir starfsmenn voru sammála um hvert svarið var í raun og veru.

Ritstjóri vefsins var harður á því að jörðin væri flöt. Bókmenntafræðingurinn okkar hafði alltaf lesið að jörðin væri hnöttótt eins og fótbolti. Líffræðingurinn á staðnum hélt tilkomumikla ræðu um að jörðin væri í laginu eins og kleinuhringur, og að því loknu rökstuddi stærðfræðingur vefsins að jörðin væri ,,óáttanleg Riemann víðátta án jaðars af ætt 17''. Enn veit enginn hvað hann átti við og hann er grunaður um að hafa bara bullað eitthvað til að fá að taka þátt í samtalinu.



Hugmyndir starfsmanna Vísindavefsins um mögulega lögun jarðarinnar.

Eftir því sem fleiri starfsmenn Raunvísindastofnunar tóku þátt í umræðunni kom betur og betur í ljós að enginn vissi í raun og veru hvernig jörðin var í laginu. Þetta var með öllu ótækt ástand og Vísindavefurinn gekk í málið. Fyrsta skrefið var það sama og alltaf þegar að okkur vantar að vita eitthvað: við hringdum í mömmu. Eftir símtalið vissum við að Stína frænka er enn að jafna sig eftir slæma flensu, að við komum ekki nógu oft í heimsókn, og að við ættum að fara að finna okkur góðan mann eða konu (breytilegt eftir kyni og kynhneigð starfsmanna) því að mamma verður jú ekki yngri og hana langar í barnabörn eins og Gunna vinkona hennar á. Við vissum hins vegar ekkert meira um lögun jarðarinnar og rökræður um það héldu því áfram.

Stök skynsemisrödd barst nú yfir kliðinn og benti á að ef maður horfir út um gluggann þá lítur jörðin út fyrir að vera flöt. Eftir að hugrakkur starfsmaður bauðst til að fara út og gá komumst við að því að það sama gildir alveg sama í hvaða átt maður horfir. Í kjölfar þess smíðuðum við þá vísindalegu tilgátu að jörðin sé í raun og veru flöt. Það eina sem var eftir að gera var að prófa þessa tilgátu með tilraunum.

Starfsmaður Vísindavefsins eftir langt samtal við móður sína.

Með fölskum loforðum um sumarstörf tókst okkur að lokka hjörð af framhaldsskólanemum nægilega nálægt skrifstofum Vísindavefsins til að handsama nokkra þeirra. Síðan bundum við prik á bök þeirra og létum hamborgara dangla úr snæri á endanum á prikinu. Þetta var gert til að tryggja að framhaldsskólanemarnir myndu ganga í beina línu án þess að beygja til hægri eða vinstri, eins og hestar með gulrót á stöng fyrir augunum. Því næst slepptum við þeim út í samfélagið og stefndum hverjum þeirra í mismunandi átt. Ef jörðin væri ekki flöt myndi einhver nemanna án efa ná að ganga hringinn í kringum hana og skila sér aftur til okkar innan skamms, en ef jörðin væri flöt myndu þeir allir detta fram af brúninni.

Þegar þetta er skrifað eru tvær vikur liðnar frá því að við slepptum framhaldsskólanemunum út í náttúruna. Enginn þeirra hefur skilað sér aftur heim og því verðum við að gera ráð fyrir að þeir hafi allir dottið fram af. Jörðin er því flöt. Sem stendur eru starfsmenn Vísindavefsins að safna saman leikskólabörnum fyrir tilraun til að komast að hvað sé undir jörðinni. Ríkjandi tilgátan segir að hún standi ofan á fjórum fílum, sem standa ofan á risastórri skjaldböku, sem stendur ofan á annarri skjaldböku, og þannig áfram alla leiðina niður.

Tengt efni á Vísindavefnum:


Við bendum þeim sem ekki hafa áttað sig á því að þetta svar er föstudagssvar. Lesendur sem taka eitthvað í svarinu alvarlega gera það algjörlega á eigin ábyrgð. Þeir sem vilja meiri alvöru í umfjöllun um lögun jarðar ættu að skoða svar við spurningunni Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt?

Útgáfudagur

10.7.2009

Síðast uppfært

19.6.2018

Spyrjandi

Helga Jóhannsdóttir

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er jörðin flöt?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2009, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51578.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2009, 10. júlí). Er jörðin flöt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51578

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er jörðin flöt?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2009. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51578>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er jörðin flöt?
Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og umbreyttist í þunglyndi (deprimeringu) þegar í ljós kom að engir tveir starfsmenn voru sammála um hvert svarið var í raun og veru.

Ritstjóri vefsins var harður á því að jörðin væri flöt. Bókmenntafræðingurinn okkar hafði alltaf lesið að jörðin væri hnöttótt eins og fótbolti. Líffræðingurinn á staðnum hélt tilkomumikla ræðu um að jörðin væri í laginu eins og kleinuhringur, og að því loknu rökstuddi stærðfræðingur vefsins að jörðin væri ,,óáttanleg Riemann víðátta án jaðars af ætt 17''. Enn veit enginn hvað hann átti við og hann er grunaður um að hafa bara bullað eitthvað til að fá að taka þátt í samtalinu.



Hugmyndir starfsmanna Vísindavefsins um mögulega lögun jarðarinnar.

Eftir því sem fleiri starfsmenn Raunvísindastofnunar tóku þátt í umræðunni kom betur og betur í ljós að enginn vissi í raun og veru hvernig jörðin var í laginu. Þetta var með öllu ótækt ástand og Vísindavefurinn gekk í málið. Fyrsta skrefið var það sama og alltaf þegar að okkur vantar að vita eitthvað: við hringdum í mömmu. Eftir símtalið vissum við að Stína frænka er enn að jafna sig eftir slæma flensu, að við komum ekki nógu oft í heimsókn, og að við ættum að fara að finna okkur góðan mann eða konu (breytilegt eftir kyni og kynhneigð starfsmanna) því að mamma verður jú ekki yngri og hana langar í barnabörn eins og Gunna vinkona hennar á. Við vissum hins vegar ekkert meira um lögun jarðarinnar og rökræður um það héldu því áfram.

Stök skynsemisrödd barst nú yfir kliðinn og benti á að ef maður horfir út um gluggann þá lítur jörðin út fyrir að vera flöt. Eftir að hugrakkur starfsmaður bauðst til að fara út og gá komumst við að því að það sama gildir alveg sama í hvaða átt maður horfir. Í kjölfar þess smíðuðum við þá vísindalegu tilgátu að jörðin sé í raun og veru flöt. Það eina sem var eftir að gera var að prófa þessa tilgátu með tilraunum.

Starfsmaður Vísindavefsins eftir langt samtal við móður sína.

Með fölskum loforðum um sumarstörf tókst okkur að lokka hjörð af framhaldsskólanemum nægilega nálægt skrifstofum Vísindavefsins til að handsama nokkra þeirra. Síðan bundum við prik á bök þeirra og létum hamborgara dangla úr snæri á endanum á prikinu. Þetta var gert til að tryggja að framhaldsskólanemarnir myndu ganga í beina línu án þess að beygja til hægri eða vinstri, eins og hestar með gulrót á stöng fyrir augunum. Því næst slepptum við þeim út í samfélagið og stefndum hverjum þeirra í mismunandi átt. Ef jörðin væri ekki flöt myndi einhver nemanna án efa ná að ganga hringinn í kringum hana og skila sér aftur til okkar innan skamms, en ef jörðin væri flöt myndu þeir allir detta fram af brúninni.

Þegar þetta er skrifað eru tvær vikur liðnar frá því að við slepptum framhaldsskólanemunum út í náttúruna. Enginn þeirra hefur skilað sér aftur heim og því verðum við að gera ráð fyrir að þeir hafi allir dottið fram af. Jörðin er því flöt. Sem stendur eru starfsmenn Vísindavefsins að safna saman leikskólabörnum fyrir tilraun til að komast að hvað sé undir jörðinni. Ríkjandi tilgátan segir að hún standi ofan á fjórum fílum, sem standa ofan á risastórri skjaldböku, sem stendur ofan á annarri skjaldböku, og þannig áfram alla leiðina niður.

Tengt efni á Vísindavefnum:


Við bendum þeim sem ekki hafa áttað sig á því að þetta svar er föstudagssvar. Lesendur sem taka eitthvað í svarinu alvarlega gera það algjörlega á eigin ábyrgð. Þeir sem vilja meiri alvöru í umfjöllun um lögun jarðar ættu að skoða svar við spurningunni Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt?...