Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju velja lögfræðingar sér oftar en aðrar starfsstéttir brúna skó í stað svartra við dökk jakkaföt?

Ritstjórn Vísindavefsins

Starfsmenn Vísindavefsins ákváðu að taka sér smá pásu frá pappírskasti (e. paper toss) og öðrum hefðbundnum skrifstofuleikjum, svo sem skrifborðsstólakappakstri (eitthvað verða menn jú að gera þegar ritstjórinn er í útlöndum) til að ræða um þessa spurningu.

Eftir mikið japl, jaml og fuður voru starfsmennirnir alls ekki svo sammála. Sjálfskipuð tískulögga Vísindavefsins vildi nú meina að lögfræðingar þyrftu bara algjört „meikóver“ eins og hann orðaði það. Það væri ekki hægt að lifa með þessu lengur.

Starfsmenn Vísindavefsins í góðra vina hópi. Ef til vill eru starfsmennirnir að kasta steinum úr glerhúsi í þessu föstudagssvari!

Annar starfsmaður vildi þó kafa dýpra og sagði að ef til vill væru lögfræðingar orðnir svo rosalega vanir því að röfla og vera ósammála að þegar einhver segði þeim að skórnir pössuðu ekki við jakkafötin þá færu þeir bara að snúa út úr og beita ýmsum lögfræðilegum bolabrögðum til að fá sínu fram. Það væri því draumórar einir að ætla að breyta þessu. Menn þyrftu bara að læra að lifa með þessu.

Sá þriðji var nú ekkert að kippa sér of mikið upp við þetta. Hann var raunar bara mjög ánægður með fataval lögfræðinga miðað við fataval margra annarra stétta, svo sem eðlisfræðinga. Það væri allt betra en að ganga í jakkafötum úr gömlu gardínuefni móður sinnar!

Mynd:


Hafi einhverjir lesendur ekki þegar áttað sig þá er rétt að taka fram að þetta er föstudagssvar. Ef einhver sannleikskorn finnast í því lentu þau þar fyrir misskilning.

Útgáfudagur

27.7.2012

Spyrjandi

Hafdís Huld Björnsdóttir

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju velja lögfræðingar sér oftar en aðrar starfsstéttir brúna skó í stað svartra við dökk jakkaföt?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53915.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2012, 27. júlí). Af hverju velja lögfræðingar sér oftar en aðrar starfsstéttir brúna skó í stað svartra við dökk jakkaföt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53915

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju velja lögfræðingar sér oftar en aðrar starfsstéttir brúna skó í stað svartra við dökk jakkaföt?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53915>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju velja lögfræðingar sér oftar en aðrar starfsstéttir brúna skó í stað svartra við dökk jakkaföt?
Starfsmenn Vísindavefsins ákváðu að taka sér smá pásu frá pappírskasti (e. paper toss) og öðrum hefðbundnum skrifstofuleikjum, svo sem skrifborðsstólakappakstri (eitthvað verða menn jú að gera þegar ritstjórinn er í útlöndum) til að ræða um þessa spurningu.

Eftir mikið japl, jaml og fuður voru starfsmennirnir alls ekki svo sammála. Sjálfskipuð tískulögga Vísindavefsins vildi nú meina að lögfræðingar þyrftu bara algjört „meikóver“ eins og hann orðaði það. Það væri ekki hægt að lifa með þessu lengur.

Starfsmenn Vísindavefsins í góðra vina hópi. Ef til vill eru starfsmennirnir að kasta steinum úr glerhúsi í þessu föstudagssvari!

Annar starfsmaður vildi þó kafa dýpra og sagði að ef til vill væru lögfræðingar orðnir svo rosalega vanir því að röfla og vera ósammála að þegar einhver segði þeim að skórnir pössuðu ekki við jakkafötin þá færu þeir bara að snúa út úr og beita ýmsum lögfræðilegum bolabrögðum til að fá sínu fram. Það væri því draumórar einir að ætla að breyta þessu. Menn þyrftu bara að læra að lifa með þessu.

Sá þriðji var nú ekkert að kippa sér of mikið upp við þetta. Hann var raunar bara mjög ánægður með fataval lögfræðinga miðað við fataval margra annarra stétta, svo sem eðlisfræðinga. Það væri allt betra en að ganga í jakkafötum úr gömlu gardínuefni móður sinnar!

Mynd:


Hafi einhverjir lesendur ekki þegar áttað sig þá er rétt að taka fram að þetta er föstudagssvar. Ef einhver sannleikskorn finnast í því lentu þau þar fyrir misskilning....