Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?

Veðurstofa Íslands

Rannsóknir á ofanflóðum, uppbygging gagnasafns um ofanflóð á Íslandi og ýmis ráðgjöf varðandi hættumat hófst með formlegum hætti á Veðurstofu Íslands á áttunda áratug síðustu aldar með ráðningu starfsmanna sem sinntu þessum málaflokki sérstaklega. Þessari starfsemi var komið á laggir í kjölfar snjóflóðaslysa í Neskaupstað í desember 1974 sem kostuðu 12 manns lífið.

Ofanflóðamál voru þó dreifð milli nokkurra stofnana og ráðuneyta og fólst hlutverk Veðurstofunnar fyrst og fremst í skráningu snjóflóða, útgáfu viðvarana um yfirvofandi snjóflóðahættu á grundvelli veðurspár og ráðgjöf í tengslum við hættumat. Áður höfðu starfsmenn bæði Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar, sem nú eru runnar saman í Veðurstofuna, svo og starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans, stundað rannsóknir á snjóflóðum og snjóflóðaveðrum og birt skýrslur, greinar og bækur um niðurstöður sínar. Má þar meðal annars nefna samstarf Sigurjóns Rists, vatnamælingamanns, Halldórs G. Péturssonar og Jóhannesar Sigvaldasonar við endurútgáfu og uppfærslu hins merka rits Ólafs Jónssonar Skriðuföll og snjóflóð.

Í kjölfar mannskaðaflóðanna í Súðavík og á Flateyri 1995 var skipulagi ofanflóðamála hér á landi breytt og ábyrgð á stjórnsýslu þeirra færð undir umhverfisráðuneytið.

Ofanflóðasjóður, sem stofnaður var 1985 sem liður í endurskipulagningu ofanflóðamála eftir mannskaðaflóðin í Neskaupstað 1974, var styrktur með nýjum tekjustofnum og skyldi hann standa straum af kostnaði við varnarráðstafanir vegna ofanflóða, hættumat og tengdar rannsóknir.



Snjóflóð innst í Sveinsgili á Landmannalaugasvæðinu.

Hlutverk Veðurstofunnar var aukið og var henni meðal annars falið ákvörðunarvald um rýmingu húsnæðis vegna yfirvofandi snjóflóðahættu í samráði við heimamenn en áður höfðu almannavarnanefndir í héraði haft þetta hlutverk með höndum. Einnig var fagleg ábyrgð á hættumati vegna ofanflóða, sem áður var á könnu Almannavarna ríkisins og Ofanflóðanefndar sem starfaði almannavörnum til ráðuneytis, færð til Veðurstofunnar og efldar ýmsar rannsóknir sem tengjast hættumati og ofanflóðum við íslenskar aðstæður.

Snjóathugunarmenn, sem starfað höfðu á vegum sveitarfélaga, sýslumannsembætta og almannavarna á nokkrum stöðum landsins, voru jafnframt færðir undir Veðurstofuna. Eftir þessar breytingar á skipulagi ofanflóðamála fellur starfsemi Veðurstofunnar á þessu sviði í meginatriðum undir fimm verkefnaflokka:
  • Vöktun á snjóflóðahættu, þar með talinn rekstur athugunarmannakerfis.
  • Skráning á upplýsingum um snjóflóð, bæði flóðum sem falla á hverjum vetri og einnig söfnun sögulegra upplýsinga, svo og rekstur tölvutæks ofanflóðagagnasafns í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Hættumat vegna ofanflóða.
  • Rannsóknir á ofanflóðum, meðal annars í samvinnu við erlendar vísindastofnanir.
  • Ráðgjöf til stjórnvalda um varnarvirki og rannsóknir á varnarvirkjum við íslenskar aðstæður.

Á fyrstu árunum eftir 1995 var á Veðurstofunni lögð áhersla á rannsóknir og undirbúning hættumats, viðbúnaðaráætlanir fyrir helstu þéttbýlisstaði sem búa við hættu á ofanflóðum og undirbúning að uppbyggingu varnarvirkja fyrir byggð undir hættulegustu snjóflóðafarvegunum í samráði við sveitarstjórnir viðkomandi byggðarlaga.

Rýmingaráætlanir og rýmingarkort fyrir mikilvægustu byggðarlögin voru gefin út árið 1996. Þessar áætlanir voru síðan endurskoðar og stöðum fjölgað árið eftir og aftur 2008.

Aðferðir til þess að meta ofanflóðahættu hér á landi voru þróaðar í samstarfi Veðurstofunnar og Háskóla Íslands á árunum 1995 til 2000 í samráði við snjóflóðasérfræðinga í Noregi og Austurríki og áætlun um uppbyggingu varnarvirkja var unnin árið 1996 í samvinnu við sérfræðinga frá Noregi og Sviss.

Reglugerð um ofanflóðahættumat var sett árið 2000 og var hættumat fyrir helstu ofanflóðabyggðarlög gefið út á næstu árum eftir það. Síðan hefur verið unnið að hættumati fyrir ýmsa staði þar sem hætta er talin tiltölulega lítil en þó einhver og hafa alls verið gefin út hættumatskort fyrir 20 þéttbýlisstaði og þéttbýliskjarna. Eftir er að meta hættu á nokkrum minni stöðum og er miðað við að því starfi ljúki á árinu 2011.

Ofanflóðahættumat felur einnig í sér mat á hættu vegna skriðufalla auk snjóflóða og hefur skriðuþáttur hættumatsins verið unninn í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands auk þess sem sérfræðingur um skriður starfar á Veðurstofunni.

Hættumat þarf að endurskoða þegar reist eru varnarvirki, þegar einhverjar forsendur breytast, til dæmis ef snjóflóð eða skriður falla nærri byggð, og eftir því sem nýjar aðferðir eru þróaðar. Hættumat er því að vissu marki sívinnsluverkefni þó hætta hafi nú verið metin fyrir flesta þéttbýlisstaði landsins þar sem talin er ástæða til.



Snjóflóð í Hlíðarfjalli.

Eins og áður var minnst á þá þarf að huga að ofanflóðahættu víðar en í þéttbýli. Undirbúningur hættumats fyrir skíðasvæði hófst á Veðurstofunni árið 2004 og var það verkefni vistað á nýstofnuðu Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði. Hættumat fyrir skíðasvæðin í Oddsskarði milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar (Fjarðabyggð) og Skarðsdal í Siglufirði (Fjallabyggð) hefur verið kynnt fyrir rekstraraðilum og unnið er að mati á hættu á nokkrum öðrum skíðasvæðum landsins.

Snjóflóðasetrið á Ísafirði tók við ýmsum ofanflóðaverkefnum sem áður var sinnt í höfuðstöðvum Veðurstofunnar í Reykjavík, meðal annars umsjón athugunarmannakerfis, og starfsmenn setursins taka þátt í vöktun snjóflóðahættu að vetrarlagi með starfsmönnum ,,Reykjavíkurseturs". Einnig eru stundaðar ýmsar rannsóknir á snjóflóðum á Ísafjarðarsetrinu, þar með talið snjóflóðalíkanreikningar, mælingar á snjóflóðum sem komið er að stað með sprengingum og fleira.

Vinna er einnig hafin á Veðurstofunni við kerfisbundna könnun á ofanflóðahættu í dreifbýli en talið er að umtalsverð hætta sé á nokkur hundruð sveitabæjum hér á landi. Auk þessara nýju verkefna við hættumat, á skíðasvæðum og í dreifbýli, verða starfsmenn Veðurstofunnar varir við þörf á bættri þjónustu á nokkrum sviðum til viðbótar sem huga þarf að á næstu árum. Sem dæmi má nefna bættar snjóflóðaspár fyrir vegi og vegna ferðalaga í óbyggðum. Þar kemur til greina stigskipt greining á snjóflóðahættu fyrir ákveðin landsvæði eins og tíðkast í sumum nágrannalöndunum.

Einnig er þörf á bættri miðlun upplýsinga til almennings um snjóflóð jafnóðum og fregnir berast til snjóflóðavaktar um fallin flóð og aukna samvinnu við starfsmenn Vegagerðar, skíðasvæða, veitufyrirtækja og almenning um skráningu snjóflóða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:
  • Sveinsgil: Lexi.is. Sótt 25. 11. 2010.
  • Hlíðarfjall: Gallery. Höfundur myndar: Benedikt Barðason. Sótt 25. 11. 2010.

Þetta svar er lítillega stytt útgáfa af pistli um ofanflóð á vef Veðurstofunnar og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

26.11.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Veðurstofa Íslands. „Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57840.

Veðurstofa Íslands. (2010, 26. nóvember). Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57840

Veðurstofa Íslands. „Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57840>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?
Rannsóknir á ofanflóðum, uppbygging gagnasafns um ofanflóð á Íslandi og ýmis ráðgjöf varðandi hættumat hófst með formlegum hætti á Veðurstofu Íslands á áttunda áratug síðustu aldar með ráðningu starfsmanna sem sinntu þessum málaflokki sérstaklega. Þessari starfsemi var komið á laggir í kjölfar snjóflóðaslysa í Neskaupstað í desember 1974 sem kostuðu 12 manns lífið.

Ofanflóðamál voru þó dreifð milli nokkurra stofnana og ráðuneyta og fólst hlutverk Veðurstofunnar fyrst og fremst í skráningu snjóflóða, útgáfu viðvarana um yfirvofandi snjóflóðahættu á grundvelli veðurspár og ráðgjöf í tengslum við hættumat. Áður höfðu starfsmenn bæði Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar, sem nú eru runnar saman í Veðurstofuna, svo og starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans, stundað rannsóknir á snjóflóðum og snjóflóðaveðrum og birt skýrslur, greinar og bækur um niðurstöður sínar. Má þar meðal annars nefna samstarf Sigurjóns Rists, vatnamælingamanns, Halldórs G. Péturssonar og Jóhannesar Sigvaldasonar við endurútgáfu og uppfærslu hins merka rits Ólafs Jónssonar Skriðuföll og snjóflóð.

Í kjölfar mannskaðaflóðanna í Súðavík og á Flateyri 1995 var skipulagi ofanflóðamála hér á landi breytt og ábyrgð á stjórnsýslu þeirra færð undir umhverfisráðuneytið.

Ofanflóðasjóður, sem stofnaður var 1985 sem liður í endurskipulagningu ofanflóðamála eftir mannskaðaflóðin í Neskaupstað 1974, var styrktur með nýjum tekjustofnum og skyldi hann standa straum af kostnaði við varnarráðstafanir vegna ofanflóða, hættumat og tengdar rannsóknir.



Snjóflóð innst í Sveinsgili á Landmannalaugasvæðinu.

Hlutverk Veðurstofunnar var aukið og var henni meðal annars falið ákvörðunarvald um rýmingu húsnæðis vegna yfirvofandi snjóflóðahættu í samráði við heimamenn en áður höfðu almannavarnanefndir í héraði haft þetta hlutverk með höndum. Einnig var fagleg ábyrgð á hættumati vegna ofanflóða, sem áður var á könnu Almannavarna ríkisins og Ofanflóðanefndar sem starfaði almannavörnum til ráðuneytis, færð til Veðurstofunnar og efldar ýmsar rannsóknir sem tengjast hættumati og ofanflóðum við íslenskar aðstæður.

Snjóathugunarmenn, sem starfað höfðu á vegum sveitarfélaga, sýslumannsembætta og almannavarna á nokkrum stöðum landsins, voru jafnframt færðir undir Veðurstofuna. Eftir þessar breytingar á skipulagi ofanflóðamála fellur starfsemi Veðurstofunnar á þessu sviði í meginatriðum undir fimm verkefnaflokka:
  • Vöktun á snjóflóðahættu, þar með talinn rekstur athugunarmannakerfis.
  • Skráning á upplýsingum um snjóflóð, bæði flóðum sem falla á hverjum vetri og einnig söfnun sögulegra upplýsinga, svo og rekstur tölvutæks ofanflóðagagnasafns í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Hættumat vegna ofanflóða.
  • Rannsóknir á ofanflóðum, meðal annars í samvinnu við erlendar vísindastofnanir.
  • Ráðgjöf til stjórnvalda um varnarvirki og rannsóknir á varnarvirkjum við íslenskar aðstæður.

Á fyrstu árunum eftir 1995 var á Veðurstofunni lögð áhersla á rannsóknir og undirbúning hættumats, viðbúnaðaráætlanir fyrir helstu þéttbýlisstaði sem búa við hættu á ofanflóðum og undirbúning að uppbyggingu varnarvirkja fyrir byggð undir hættulegustu snjóflóðafarvegunum í samráði við sveitarstjórnir viðkomandi byggðarlaga.

Rýmingaráætlanir og rýmingarkort fyrir mikilvægustu byggðarlögin voru gefin út árið 1996. Þessar áætlanir voru síðan endurskoðar og stöðum fjölgað árið eftir og aftur 2008.

Aðferðir til þess að meta ofanflóðahættu hér á landi voru þróaðar í samstarfi Veðurstofunnar og Háskóla Íslands á árunum 1995 til 2000 í samráði við snjóflóðasérfræðinga í Noregi og Austurríki og áætlun um uppbyggingu varnarvirkja var unnin árið 1996 í samvinnu við sérfræðinga frá Noregi og Sviss.

Reglugerð um ofanflóðahættumat var sett árið 2000 og var hættumat fyrir helstu ofanflóðabyggðarlög gefið út á næstu árum eftir það. Síðan hefur verið unnið að hættumati fyrir ýmsa staði þar sem hætta er talin tiltölulega lítil en þó einhver og hafa alls verið gefin út hættumatskort fyrir 20 þéttbýlisstaði og þéttbýliskjarna. Eftir er að meta hættu á nokkrum minni stöðum og er miðað við að því starfi ljúki á árinu 2011.

Ofanflóðahættumat felur einnig í sér mat á hættu vegna skriðufalla auk snjóflóða og hefur skriðuþáttur hættumatsins verið unninn í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands auk þess sem sérfræðingur um skriður starfar á Veðurstofunni.

Hættumat þarf að endurskoða þegar reist eru varnarvirki, þegar einhverjar forsendur breytast, til dæmis ef snjóflóð eða skriður falla nærri byggð, og eftir því sem nýjar aðferðir eru þróaðar. Hættumat er því að vissu marki sívinnsluverkefni þó hætta hafi nú verið metin fyrir flesta þéttbýlisstaði landsins þar sem talin er ástæða til.



Snjóflóð í Hlíðarfjalli.

Eins og áður var minnst á þá þarf að huga að ofanflóðahættu víðar en í þéttbýli. Undirbúningur hættumats fyrir skíðasvæði hófst á Veðurstofunni árið 2004 og var það verkefni vistað á nýstofnuðu Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði. Hættumat fyrir skíðasvæðin í Oddsskarði milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar (Fjarðabyggð) og Skarðsdal í Siglufirði (Fjallabyggð) hefur verið kynnt fyrir rekstraraðilum og unnið er að mati á hættu á nokkrum öðrum skíðasvæðum landsins.

Snjóflóðasetrið á Ísafirði tók við ýmsum ofanflóðaverkefnum sem áður var sinnt í höfuðstöðvum Veðurstofunnar í Reykjavík, meðal annars umsjón athugunarmannakerfis, og starfsmenn setursins taka þátt í vöktun snjóflóðahættu að vetrarlagi með starfsmönnum ,,Reykjavíkurseturs". Einnig eru stundaðar ýmsar rannsóknir á snjóflóðum á Ísafjarðarsetrinu, þar með talið snjóflóðalíkanreikningar, mælingar á snjóflóðum sem komið er að stað með sprengingum og fleira.

Vinna er einnig hafin á Veðurstofunni við kerfisbundna könnun á ofanflóðahættu í dreifbýli en talið er að umtalsverð hætta sé á nokkur hundruð sveitabæjum hér á landi. Auk þessara nýju verkefna við hættumat, á skíðasvæðum og í dreifbýli, verða starfsmenn Veðurstofunnar varir við þörf á bættri þjónustu á nokkrum sviðum til viðbótar sem huga þarf að á næstu árum. Sem dæmi má nefna bættar snjóflóðaspár fyrir vegi og vegna ferðalaga í óbyggðum. Þar kemur til greina stigskipt greining á snjóflóðahættu fyrir ákveðin landsvæði eins og tíðkast í sumum nágrannalöndunum.

Einnig er þörf á bættri miðlun upplýsinga til almennings um snjóflóð jafnóðum og fregnir berast til snjóflóðavaktar um fallin flóð og aukna samvinnu við starfsmenn Vegagerðar, skíðasvæða, veitufyrirtækja og almenning um skráningu snjóflóða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:
  • Sveinsgil: Lexi.is. Sótt 25. 11. 2010.
  • Hlíðarfjall: Gallery. Höfundur myndar: Benedikt Barðason. Sótt 25. 11. 2010.

Þetta svar er lítillega stytt útgáfa af pistli um ofanflóð á vef Veðurstofunnar og birt hér með góðfúslegu leyfi....