Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?

Harpa Grímsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurlandi og á Austfjörðum skapast oftast snjóflóðahætta í byggð.


Snjóflóð í Kirkjubólshlíð, ofan Ísafjarðarflugvallar. Myndin er tekin þann 8. janúar 2008 en talið að flóðin hafi fallið 2. þess mánaðar. Svartur blettur í miðju flóðinu til vinstri er snjóflóðaathugunarmaður við mælingar en allt að 6 metra snjódýpt mældist þarna.

Hjá Veðurstofu Íslands er upplýsingum haldið til haga um snjóflóð. Þar hefur landinu öllu verið skipt upp í misstór svæði og þau flóð skráð sem vitað er um á hverju svæði. Þegar þessi gögn eru skoðuð kemur í ljós að flest flóð eru skráð í nágrenni Ísafjarðar, Bolungarvíkur og Flateyrar, í nágrenni Siglufjarðar, í Svarfaðardal, Seyðisfirði og Neskaupstað.

SvæðiFjöldi skráðra flóða
Siglufjörður og nágrenni437
Flateyri og nágrenni (Önundarfjörður)392
Ísafjörður og nágrenni (Skutulsfjörður)314
Í nágrenni Dalvíkur (Svarfaðardalur)295
Bolungarvík og nágrenni275
Neskaupstaður og Norðfjörður utan þéttbýlis215
Seyðisfjörður og nágrenni188
Fnjóskadalur150
Ólafsfjörður og nágrenni102
Hnífsdalur101

Fjöldi snjóflóða sem vitað er um á nokkrum helstu svæðum landsins þar sem mörg flóð hafa verið skráð. Hins vegar segir taflan ekkert til um hvar raunverulega hafa fallið flest snjóflóð á Íslandi því mörg flóð eru aldrei skráð vegna þess að enginn veit af þeim.

Til þess að flóð séu skráð þarf einhver að taka eftir þeim og tilkynna um þau. Á flestum ofangreindum stöðum starfa snjóathugunarmenn á vegum Veðurstofunnar og eitt af hlutverkum þeirra er að skrá flóð. Það má því segja að það sé ein ástæðan fyrir því að flóðin eru flest á þessum svæðum. En engu að síður voru snjóathugunarmenn ráðnir á þessi svæði vegna þess að þar er snjóflóðahættan talin einna mest í byggð. Þá þarf einnig að taka fram að þetta eru staðir þar sem unnið hefur verið snjóflóðahættumat. Liður í slíku hættumati er að afla upplýsinga á ýmsan hátt um snjóflóð á svæðinu.

Allsstaðar þar sem snjór safnast saman í bröttum fjöllum getur skapast snjóflóðahætta. Fyrir ferðamenn á fjöllum felst hættan helst í því að viðkomandi setji af stað flóð sjálfir og er sú hætta því annars eðlis en snjóflóðahætta í byggð.

Hægt er að lesa meira um snjóflóð í svari Hörpu Grímsdóttur við spurningunni: Af hverju falla snjóflóð?

Mynd: Eiríkur Gíslason.

Höfundar

Harpa Grímsdóttir

forstöðumaður Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.1.2009

Spyrjandi

6. og 7. EH í Sæmundarskóla

Tilvísun

Harpa Grímsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49372.

Harpa Grímsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2009, 14. janúar). Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49372

Harpa Grímsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49372>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?
Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurlandi og á Austfjörðum skapast oftast snjóflóðahætta í byggð.


Snjóflóð í Kirkjubólshlíð, ofan Ísafjarðarflugvallar. Myndin er tekin þann 8. janúar 2008 en talið að flóðin hafi fallið 2. þess mánaðar. Svartur blettur í miðju flóðinu til vinstri er snjóflóðaathugunarmaður við mælingar en allt að 6 metra snjódýpt mældist þarna.

Hjá Veðurstofu Íslands er upplýsingum haldið til haga um snjóflóð. Þar hefur landinu öllu verið skipt upp í misstór svæði og þau flóð skráð sem vitað er um á hverju svæði. Þegar þessi gögn eru skoðuð kemur í ljós að flest flóð eru skráð í nágrenni Ísafjarðar, Bolungarvíkur og Flateyrar, í nágrenni Siglufjarðar, í Svarfaðardal, Seyðisfirði og Neskaupstað.

SvæðiFjöldi skráðra flóða
Siglufjörður og nágrenni437
Flateyri og nágrenni (Önundarfjörður)392
Ísafjörður og nágrenni (Skutulsfjörður)314
Í nágrenni Dalvíkur (Svarfaðardalur)295
Bolungarvík og nágrenni275
Neskaupstaður og Norðfjörður utan þéttbýlis215
Seyðisfjörður og nágrenni188
Fnjóskadalur150
Ólafsfjörður og nágrenni102
Hnífsdalur101

Fjöldi snjóflóða sem vitað er um á nokkrum helstu svæðum landsins þar sem mörg flóð hafa verið skráð. Hins vegar segir taflan ekkert til um hvar raunverulega hafa fallið flest snjóflóð á Íslandi því mörg flóð eru aldrei skráð vegna þess að enginn veit af þeim.

Til þess að flóð séu skráð þarf einhver að taka eftir þeim og tilkynna um þau. Á flestum ofangreindum stöðum starfa snjóathugunarmenn á vegum Veðurstofunnar og eitt af hlutverkum þeirra er að skrá flóð. Það má því segja að það sé ein ástæðan fyrir því að flóðin eru flest á þessum svæðum. En engu að síður voru snjóathugunarmenn ráðnir á þessi svæði vegna þess að þar er snjóflóðahættan talin einna mest í byggð. Þá þarf einnig að taka fram að þetta eru staðir þar sem unnið hefur verið snjóflóðahættumat. Liður í slíku hættumati er að afla upplýsinga á ýmsan hátt um snjóflóð á svæðinu.

Allsstaðar þar sem snjór safnast saman í bröttum fjöllum getur skapast snjóflóðahætta. Fyrir ferðamenn á fjöllum felst hættan helst í því að viðkomandi setji af stað flóð sjálfir og er sú hætta því annars eðlis en snjóflóðahætta í byggð.

Hægt er að lesa meira um snjóflóð í svari Hörpu Grímsdóttur við spurningunni: Af hverju falla snjóflóð?

Mynd: Eiríkur Gíslason.

...