Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna?

Eggert Gunnarsson

Upphaflega spurningin var þessi:
Af hverju eru hrossabændum ekki gert skylt að hafa þannig aðbúnað hjá hrossum að þau séu ekki á berangri að vetri til?
Það er lífsnauðsyn fyrir hross að komast í skjól í verstu vetrarveðrum, sérstaklega ef tíðarfar er mjög umhleypingasamt. Hross sem standa skjóllítil í höm hafa sig ekki að fóðri og leggja því fljótt af. Við það minnkar fitulagið undir húðinni og þau verða enn ver varin fyrir illviðrum en áður. Þá hættir þeim til að fá svokallaða holdhnjósku sem er bólgusjúkdómur í húðinni. Það vessar úr húðinni, hárin kleprast saman og þau verða opinhærð og verjast illa votviðri og hrakningum.

Þegar mikill fjöldi hrossa er hafður á útigangi er mikilvægt að skipta stóðinu í smærri hópa þannig að eldri og frekari hrossin aféti ekki þau yngri. Útigangshrossum ætti aðeins að gefa vel verkað úrvalshey. Því miður hefur komið fyrir að útigangshross hafi drepist af völdum listeriosis (Hvanneyrarveiki) eða botulisma (hræeitrunar) vegna þess að menn hafa ekki vandað nógu vel til þess fóðurs sem þeim er gefið. Listeriosis er sýking af völdum bakteríu sem getur fjölgað sér í illa verkuðu heyi og heymoði en botulismi er eitrun af völdum botulinum-bakteríunnar. Því má aldrei gefa útigangshrossum skemmt hey.

Öllum hrossum sem er ætlað að vera á útigangi ætti að gefa ormalyf á haustin til að tryggja að þau nýti það fóður sem þeim er gefið og þrífist almennilega. Þá er mikilvægt að þeim sé komið á grösugt beitiland smemma hausts þannig að þau nái að safna góðum holdum áður en verstu haust- og vetrarveðrin skella á. Þó að þeim sé síðan gefið úti yfir vetrartímann verða þau jafnframt að hafa aðgang að góðu beitilandi. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar fer að líða að vori því að þá er oft mest hætta á að þau fari að leggja af.

Um aðbúnað hrossa gildir reglugerð nr. 132 gefin út af landbúnarráðuneytinu 19. febrúar 1999. Fimmta grein hennar fjallar um útigang hrossa. Þar segir:
Hross sem ganga úti að vetri til skulu geta leitað skjóls í sérstöku húsi eða skýli sem hefur þrjá veggi hið minnsta nema jafngilt náttúrulegt skjól sé fyrir hendi að mati eftirlitsaðila, sbr. 1. gr. Þar skal vera nægilegt fóður og vatn. Umhverfi, hönnun og viðhald húsa og skýla skal vera þannig að ekki valdi slysum og gripir haldist hreinir. Ætíð skal vera aðstaða innanhúss fyrir hross á útigangi sem þurfa sérstaka aðhlynningu. Á vetrum skal fylgjast daglega með hrossum í girðingum í heimalöndum og vikulega á sumrum. Þar sem hross eru í hagagöngu, skal eigandi þeirra tilkynna viðkomandi sveitarsstjórn skriflega um nafn þess aðila innan sveitarfélagins, sem er ábyrgur fyrir eftirliti og umsjá hrossa hans, og skal sá aðili vera samþykktur af sveitastjórninni. Sveitarstjórn er heimilt að fengnum tillögum búfjáreftirlitsmanns og héraðsdýralæknis að banna útigöngu á svæðum þar sem framangreind skilyrði eru ekki uppfyllt.
Frestur til að uppfylla ákvæði greinarinnar er til ársloka 2000.

Um eftilit segir í 1. gr.: " Héraðsdýralæknar og búfjáreftirlitsmenn skulu hver í sínu umdæmi hafa eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé fylgt".

Það er sem sagt ótvírætt að hrossaeigendum ber að sjá til þess að hross hafi skjól fyrir vondum veðrum og að opinberir aðilar eiga að hafa eftirlit með því að þessir hlutir séu í lagi.

Höfundur

dósent í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

26.2.2000

Spyrjandi

Gunndór Sigurðsson

Tilvísun

Eggert Gunnarsson. „Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=146.

Eggert Gunnarsson. (2000, 26. febrúar). Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=146

Eggert Gunnarsson. „Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=146>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna?
Upphaflega spurningin var þessi:

Af hverju eru hrossabændum ekki gert skylt að hafa þannig aðbúnað hjá hrossum að þau séu ekki á berangri að vetri til?
Það er lífsnauðsyn fyrir hross að komast í skjól í verstu vetrarveðrum, sérstaklega ef tíðarfar er mjög umhleypingasamt. Hross sem standa skjóllítil í höm hafa sig ekki að fóðri og leggja því fljótt af. Við það minnkar fitulagið undir húðinni og þau verða enn ver varin fyrir illviðrum en áður. Þá hættir þeim til að fá svokallaða holdhnjósku sem er bólgusjúkdómur í húðinni. Það vessar úr húðinni, hárin kleprast saman og þau verða opinhærð og verjast illa votviðri og hrakningum.

Þegar mikill fjöldi hrossa er hafður á útigangi er mikilvægt að skipta stóðinu í smærri hópa þannig að eldri og frekari hrossin aféti ekki þau yngri. Útigangshrossum ætti aðeins að gefa vel verkað úrvalshey. Því miður hefur komið fyrir að útigangshross hafi drepist af völdum listeriosis (Hvanneyrarveiki) eða botulisma (hræeitrunar) vegna þess að menn hafa ekki vandað nógu vel til þess fóðurs sem þeim er gefið. Listeriosis er sýking af völdum bakteríu sem getur fjölgað sér í illa verkuðu heyi og heymoði en botulismi er eitrun af völdum botulinum-bakteríunnar. Því má aldrei gefa útigangshrossum skemmt hey.

Öllum hrossum sem er ætlað að vera á útigangi ætti að gefa ormalyf á haustin til að tryggja að þau nýti það fóður sem þeim er gefið og þrífist almennilega. Þá er mikilvægt að þeim sé komið á grösugt beitiland smemma hausts þannig að þau nái að safna góðum holdum áður en verstu haust- og vetrarveðrin skella á. Þó að þeim sé síðan gefið úti yfir vetrartímann verða þau jafnframt að hafa aðgang að góðu beitilandi. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar fer að líða að vori því að þá er oft mest hætta á að þau fari að leggja af.

Um aðbúnað hrossa gildir reglugerð nr. 132 gefin út af landbúnarráðuneytinu 19. febrúar 1999. Fimmta grein hennar fjallar um útigang hrossa. Þar segir:
Hross sem ganga úti að vetri til skulu geta leitað skjóls í sérstöku húsi eða skýli sem hefur þrjá veggi hið minnsta nema jafngilt náttúrulegt skjól sé fyrir hendi að mati eftirlitsaðila, sbr. 1. gr. Þar skal vera nægilegt fóður og vatn. Umhverfi, hönnun og viðhald húsa og skýla skal vera þannig að ekki valdi slysum og gripir haldist hreinir. Ætíð skal vera aðstaða innanhúss fyrir hross á útigangi sem þurfa sérstaka aðhlynningu. Á vetrum skal fylgjast daglega með hrossum í girðingum í heimalöndum og vikulega á sumrum. Þar sem hross eru í hagagöngu, skal eigandi þeirra tilkynna viðkomandi sveitarsstjórn skriflega um nafn þess aðila innan sveitarfélagins, sem er ábyrgur fyrir eftirliti og umsjá hrossa hans, og skal sá aðili vera samþykktur af sveitastjórninni. Sveitarstjórn er heimilt að fengnum tillögum búfjáreftirlitsmanns og héraðsdýralæknis að banna útigöngu á svæðum þar sem framangreind skilyrði eru ekki uppfyllt.
Frestur til að uppfylla ákvæði greinarinnar er til ársloka 2000.

Um eftilit segir í 1. gr.: " Héraðsdýralæknar og búfjáreftirlitsmenn skulu hver í sínu umdæmi hafa eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé fylgt".

Það er sem sagt ótvírætt að hrossaeigendum ber að sjá til þess að hross hafi skjól fyrir vondum veðrum og að opinberir aðilar eiga að hafa eftirlit með því að þessir hlutir séu í lagi....