Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að starfa við verðbréfaviðskipti?

Gylfi Magnússon

Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki frá árinu 2002 og reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 2003 þurfa þeir starfsmenn fjármálafyrirtækis, sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga samkvæmt 6. tölulið 1. málsgreinar 3. greinar laga um fjármálafyrirtæki, að hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum. Hér er um að ræða eftirfarandi starfsemi:

Viðskipti og þjónusta með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti:
  1. Móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga og framkvæmd slíkra fyrirmæla fyrir reikning þriðja aðila.
  2. Eignastýring, samanber lög um verðbréfaviðskipti.
  3. Sölutrygging í tengslum við útgáfu eins eða fleiri fjármálagerninga eða markaðssetning slíkrar útgáfu.
  4. Umsjón með útboði verðbréfa.

Einungis þeir sem hafa umsjón með starfseminni þurfa að hafa staðist prófið, ekki einstakir starfsmenn sem undir þá heyra. Það er því hægt að starfa við verðbréfaviðskipti án þess að hafa lokið prófinu ef það er gert hjá fjármálafyrirtæki sem hefur til þess leyfi og undir stjórn einstaklings sem hefur lokið þessu prófi.

Kauphöllin í New York.

Í reynd mun algengast að þeir sem við þetta starfa hafi lokið háskólaprófi, oftast í viðskiptafræði, og margir þeirra hafa auk þess staðist próf í verðbréfaviðskiptum.

Í fyrrnefndri reglugerð er námsefni til prófs og fyrirkomulagi prófanna lýst nánar. Meðal annars kemur þar fram að þeir sem eru viðskiptafræðingar eða lögfræðingar þurfa einungis að taka hluta þeirra prófa sem aðrir þurfa að taka. Ýmsir aðilar hafa boðið upp á námskeið til undirbúnings prófi í verðbréfaviðskiptum, þar á meðal Endurmenntun Háskóla Íslands.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.12.2004

Spyrjandi

Jóhann Bragi Birgisson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að starfa við verðbréfaviðskipti?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4671.

Gylfi Magnússon. (2004, 17. desember). Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að starfa við verðbréfaviðskipti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4671

Gylfi Magnússon. „Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að starfa við verðbréfaviðskipti?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4671>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að starfa við verðbréfaviðskipti?
Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki frá árinu 2002 og reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 2003 þurfa þeir starfsmenn fjármálafyrirtækis, sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga samkvæmt 6. tölulið 1. málsgreinar 3. greinar laga um fjármálafyrirtæki, að hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum. Hér er um að ræða eftirfarandi starfsemi:

Viðskipti og þjónusta með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti:
  1. Móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga og framkvæmd slíkra fyrirmæla fyrir reikning þriðja aðila.
  2. Eignastýring, samanber lög um verðbréfaviðskipti.
  3. Sölutrygging í tengslum við útgáfu eins eða fleiri fjármálagerninga eða markaðssetning slíkrar útgáfu.
  4. Umsjón með útboði verðbréfa.

Einungis þeir sem hafa umsjón með starfseminni þurfa að hafa staðist prófið, ekki einstakir starfsmenn sem undir þá heyra. Það er því hægt að starfa við verðbréfaviðskipti án þess að hafa lokið prófinu ef það er gert hjá fjármálafyrirtæki sem hefur til þess leyfi og undir stjórn einstaklings sem hefur lokið þessu prófi.

Kauphöllin í New York.

Í reynd mun algengast að þeir sem við þetta starfa hafi lokið háskólaprófi, oftast í viðskiptafræði, og margir þeirra hafa auk þess staðist próf í verðbréfaviðskiptum.

Í fyrrnefndri reglugerð er námsefni til prófs og fyrirkomulagi prófanna lýst nánar. Meðal annars kemur þar fram að þeir sem eru viðskiptafræðingar eða lögfræðingar þurfa einungis að taka hluta þeirra prófa sem aðrir þurfa að taka. Ýmsir aðilar hafa boðið upp á námskeið til undirbúnings prófi í verðbréfaviðskiptum, þar á meðal Endurmenntun Háskóla Íslands.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...