Meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun tilheyrir viðskiptafræði. Eðlilegur og æskilegur undirbúningur undir það er BS-nám í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald og skyldar greinar, svo sem fjármál. Háskóli Íslands býður bæði upp á slíkt BS-nám og tveggja ára meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun, sem lýkur með M.Acc.-gráðu. Þeir sem hafa lokið öðru BS-námi, til dæmis í hagfræði, geta þó í mörgum tilfellum einnig fengið að leggja stund á M.Acc.-nám en þurfa þá alla jafna fyrst að bæta við sig tilteknum námskeiðum á BS-stigi áður en þeir hefja meistaranámið. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hver er munurinn á hagfræði og viðskiptafræði? eftir Gylfa Magnússon
- Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu? eftir Gylfa Magnússon
- Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands? eftir Gylfa Magnússon
- Business Touch. Sótt 29.10.2008.