Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er betra að fara í viðskiptafræði eða hagfræði ef maður hefur áhuga á að verða löggiltur endurskoðandi?

Gylfi Magnússon

Til að verða löggiltur endurskoðandi þarf að uppfylla ýmis skilyrði sem eru tilgreind í nýsamþykktum lögum um endurskoðendur. Meðal annars þarf að ljúka sérstöku prófi, hafa viðeigandi starfsreynslu og hafa lokið meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun. Það er nýmæli að meistaranám þurfi, samkvæmt fyrri lögum þurfti að hafa lokið kandídatsprófi (cand. oecon.) í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald og endurskoðun.



BS-nám í viðskiptafræði er æskilegur undirbúningur undir meistaranám í reikningshaldi.

Meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun tilheyrir viðskiptafræði. Eðlilegur og æskilegur undirbúningur undir það er BS-nám í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald og skyldar greinar, svo sem fjármál. Háskóli Íslands býður bæði upp á slíkt BS-nám og tveggja ára meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun, sem lýkur með M.Acc.-gráðu. Þeir sem hafa lokið öðru BS-námi, til dæmis í hagfræði, geta þó í mörgum tilfellum einnig fengið að leggja stund á M.Acc.-nám en þurfa þá alla jafna fyrst að bæta við sig tilteknum námskeiðum á BS-stigi áður en þeir hefja meistaranámið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.6.2008

Spyrjandi

Laufey Jóhannsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvort er betra að fara í viðskiptafræði eða hagfræði ef maður hefur áhuga á að verða löggiltur endurskoðandi?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2008, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47934.

Gylfi Magnússon. (2008, 3. júní). Hvort er betra að fara í viðskiptafræði eða hagfræði ef maður hefur áhuga á að verða löggiltur endurskoðandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47934

Gylfi Magnússon. „Hvort er betra að fara í viðskiptafræði eða hagfræði ef maður hefur áhuga á að verða löggiltur endurskoðandi?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2008. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47934>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er betra að fara í viðskiptafræði eða hagfræði ef maður hefur áhuga á að verða löggiltur endurskoðandi?
Til að verða löggiltur endurskoðandi þarf að uppfylla ýmis skilyrði sem eru tilgreind í nýsamþykktum lögum um endurskoðendur. Meðal annars þarf að ljúka sérstöku prófi, hafa viðeigandi starfsreynslu og hafa lokið meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun. Það er nýmæli að meistaranám þurfi, samkvæmt fyrri lögum þurfti að hafa lokið kandídatsprófi (cand. oecon.) í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald og endurskoðun.



BS-nám í viðskiptafræði er æskilegur undirbúningur undir meistaranám í reikningshaldi.

Meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun tilheyrir viðskiptafræði. Eðlilegur og æskilegur undirbúningur undir það er BS-nám í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald og skyldar greinar, svo sem fjármál. Háskóli Íslands býður bæði upp á slíkt BS-nám og tveggja ára meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun, sem lýkur með M.Acc.-gráðu. Þeir sem hafa lokið öðru BS-námi, til dæmis í hagfræði, geta þó í mörgum tilfellum einnig fengið að leggja stund á M.Acc.-nám en þurfa þá alla jafna fyrst að bæta við sig tilteknum námskeiðum á BS-stigi áður en þeir hefja meistaranámið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...