Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 349 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er hælspori?

Fóturinn er eins og spenntur bogi þannig að maður stendur aðallega í hæl og tær. Það sem heldur boganum uppi er sinabreiða sem festist í tærnar að framan og hælbeinið að aftan. Í hvert skipti sem maður stígur í fótinn kemur álag á hælinn sem getur verið allt að því tuttuguföld líkamsþyngdin. Þetta álag dempast af ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um spóa?

Flestir Íslendingar þekkja sjálfsagt spóann (Numenius phaeopus) í sjón enda áberandi fugl í íslenskum móum á varptíma. Spóinn er mjög háfættur og með langt og íbjúgt nef. Hann er um 40 cm á lengd og með 25 cm vænghaf. Spóinn er af ættkvíslinni Numenius, en orðið þýðir hálfmáni á grísku og vísar til hins íbjúgn...

category-iconHugvísindi

Hvert var helsta hlutverk klaustra á miðöldum?

Hér verður aðallega fjallað um nunnuklaustrin tvö á Íslandi: Kirkjubæjarklaustur og Reynistaðarklaustur. Frá því snemma á miðöldum voru klaustur helstu menningarstofnanir í Vestur-Evrópu. Þau geymdu og ávöxtuðu arf frá tímum Grikkja og Rómverja sem fléttaðist svo saman við kristnar kenningar. Sögur af helgum mö...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru LIBOR-vextir?

Skammstöfun LIBOR stendur fyrir London Interbank Offered Rate. Hún vísar til þeirra vaxta sem bjóðast á lánum á millibankamarkaði í London. Reiknaðir eru LIBOR-vextir fyrir nokkra af helstu gjaldmiðlum heims. Sem dæmi má nefna að þann 24. febrúar 2005 voru LIBOR-vextir til eins mánaðar í evrum 2,10%, í pundum 4,85...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?

Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismuna...

category-iconVeðurfræði

Hvers vegna er kaldara í háloftum og á fjöllum en á láglendi?

Rósa Hildur Bragadóttir spurði: "Hvers vegna er kaldara uppi í háloftunum en á jörðu niðri?" Eyvindur Örn Barðason spurði: "Hversvegna er kaldara uppi á fjalli en niður við sjó, þó að fjallið sé nær sólinni?" Á fjöllum og í háloftum er kaldara en á láglendi vegna þess að þar uppi er lægri loftþrýstingur. S...

category-iconUmhverfismál

Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland?

Almennt er fjallað um flæði CO2 milli lofts og sjávar í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og bendum við lesendum á að skoða það svar fyrst. Rannsóknir á CO2 í sjó við Ísland hófust 1983 í ársfjórðungslegum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar til mælinga á ástandi s...

category-iconEfnafræði

Hvað eru mörg saltkorn í einu tári?

Af þeim söltum sem uppleyst eru í vökvum líkamans er lang mest af matarsalti eða natrínklóríði (NaCl). Að jafnaði eru rúmlega 6 millígrömm (mg) af NaCl uppleyst í hverjum millilítra (ml) af tárvökva, þannig að styrkurinn er 6 mg/ml. Nú eru um það bil 20 dropar í hverjum millilítra af vatni og því eru um 0,3 mg a...

category-iconVeðurfræði

Hvenær að hausti hefur hiti fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi?

Það kann að koma einhverjum á óvart hversu snemma hausts frost hefur fyrst farið niður fyrir -10 gráður en það er 9. september. Það gerðist árið 1977 og lágmarkið, -10,2 stig, mældist í veðurstöðinni í Sandbúðum á Sprengisandi. Þá gerði merkilegt landsynningsillviðri þann 27. ágúst sem hreinsaði sumarið út af borð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á rafstraumi og spennu?

Líkja má rafstraumi við rennsli vatns í röri og spennu við þrýstinginn í rörinu. Við vitum að ef mismunandi þrýstingur er við sitthvorn enda rörs leitast vatnið við að flæða frá hærri þrýstingi til lægri. Á sama hátt leitast rafstraumur við að flæða frá hærri spennu til lægri. Þótt mikill spennumunur eða þrý...

category-iconUmhverfismál

Er einhver mengun vegna þeirra tuga tonna af blýsökkum sem tapast í hafið á hverju ári?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Nú tapast tugir tonna af blýsökkum af handfærabátum í hafið á hverju ári. Er í þessu einhver efnafræðileg mengun? Spyrjandi bætir við að hann sé smábátasjómaður.Frumefnið blý (Pb) er náttúrlegt efni sem er í örlitlu magni í flestum bergtegundum, jarðvegi og í seti hafsins. Í...

category-iconÞjóðfræði

Hvað leggja Bretar sér venjulega til munns í morgunmat?

Afar hæpið er að alhæfa upp á heila þjóð eins einstaklingsbundið atferli og neyslu morgunmatar. Engu að síður eru Englendingar þekktir fyrir mjög sérstakar matarhefðir að morgni dags. Samkvæmt hefðinni er enskur morgunmatur (e. full English breakfast) pönnusteiktur og samanstendur fyrst og fremst af eggi og ...

category-iconJarðvísindi

Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?

Ef titringur í jörðu er mældur samfellt í langan tíma með næmum mælitækjum, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Í fyrsta lagi má sjá, að lágtíðnibylgjuhreyfingar (tíðni minni en eitt Hertz (rið)) eru meiri á haustin og yfir vetrarmánuðina heldur en að vori og sumri. Þetta skýrist af því að veðurlag er kröftugra og sjó...

category-iconVeðurfræði

Hvað er dýpsta lægð í mb sem komið hefur yfir Ísland síðan mælingar hófust?

Dýpsta lægð sem komið hefur yfir Ísland síðan mælingar hófust var 919,7 mb. Loftþrýstingur er nú að jafnaði tilfærður í einingu sem nefnist hektópaskal eða hPa og er hún hluti af alþjóðlega einingakerfinu SI. Ástæða þess að forskeytið hektó- er notað er sú að eitt hPa er sama og eldri eining, millibarinn (mb), ...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hvaða rannsóknir hlaut Edmund Phelps Nóbelsverðlaun í hagfræði 2006?

Nú nýlega var tilkynnt að Edmund S. Phelps frá Columbia-háskóla í New York hljóti minningarverðlaun Nóbels í hagfræði 2006. Verðlaunin fær Phelps fyrir rannsóknir sínar á því hvernig hagstjórn getur haft mismunandi áhrif til skamms og langs tíma. Phelps hefur sérstaklega beint sjónum sínum að sambandinu milli ...

Fleiri niðurstöður