Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað leggja Bretar sér venjulega til munns í morgunmat?

Þorsteinn G. Berghreinsson

Afar hæpið er að alhæfa upp á heila þjóð eins einstaklingsbundið atferli og neyslu morgunmatar. Engu að síður eru Englendingar þekktir fyrir mjög sérstakar matarhefðir að morgni dags.

Samkvæmt hefðinni er enskur morgunmatur (e. full English breakfast) pönnusteiktur og samanstendur fyrst og fremst af eggi og beikoni. Við þetta er gjarnan bætt steiktum sveppum, pylsum, bökuðum baunum og tómatsneiðum (sem einnig eru hitaðar á pönnu) ásamt ristuðu brauði með marmelaði. Lögð er áhersla á að brauðið sé látið kólna áður en það er smurt svo að það verði áfram stökkt. Í Norður-Englandi er blóðpylsum bætt við herlegheitin en þær eru náskyldar blóðmör okkar Íslendinga. Blóðpylsurnar eru skornar í sneiðar og þeim leyft að snarka á pönnunni með hinu góðgætinu. Öllu er þessu svolgrað niður með appelsínusafa og tei eða kaffi. Svipaðar hefðir fyrirfinnast víða á Bretlandseyjum, þó með svæðisbundnum áherslum.


Ein útgáfa af hefðbundnum enskum morgunmat: Steiktar pylsur, egg, bakaðar baunir, tómatsneiðar og ristað brauð, ásamt tei og appelsínusafa.

Eins og gefur að skilja samræmist orkuríkur morgunmatur af þessu tagi lifnaðarháttum nútímamannsins ekki ýkja vel, enda algengara en áður að fólk vinni kyrrsetuvinnu. Þar sem hefðbundni morgunmaturinn telst heldur óheilsusamlegt fæði hefur hann verið á undanhaldi sem hversdagsleg undirstaða dagsins hjá meginþorra ensku þjóðarinnar. Það er því helst að Englendingar leyfi sér að borða þennan morgunmat á tyllidögum, til dæmis um helgar þegar fólk vill gera vel við sig. Einnig er hefðbundinn enskur morgunmatur nokkuð algengur á hótelum (þar sem komið er til móts við væntingar ferðamanna) og hjá þeim hluta þjóðarinnar sem helst þarf á orkuríkum morgunmat að halda, svo sem fólki sem vinnur erfiðisvinnu. Um allt Bretland má finna veitingastaði sem höfða til verkalýðsstéttarinnar með pönnusteiktum enskum morgunmat samkvæmt hefðinni og teygir sú þjónusta sig reyndar langt fram eftir degi. Þessir staðir eru ýmist kallaðir 'greasy spoon' eða 'caff'.

Aukin meðvitund almennings um heilbrigða lífshætti hefur eflaust ráðið mestu um að Bretar hafa dregið úr neyslu fituríks matar að morgni dags. Einnig má benda á kröfur nútímans um hraða og hagræðingu sem áhrifavald. Með tímanum hefur hefðbundinn enskur morgunmatur því lotið í lægra haldi fyrir tilbúnum matvörum sem hægt er að gleypa í sig fyrirhafnarlaust á leiðinni út. Jógúrt, ávextir og morgunkorn ýmiss konar eru í dag áberandi þáttur í morgunverðarhaldi Breta ásamt hinu hefðbundna tei, kaffi og ristaða brauði. Erlend framleiðsla á borð við svissneskt múslí, franskt hveitihorn (fr. croissant) og amerískar múffur (e. muffins) eru nú einnig aufúsugestir á borði Breta. Vegna sögulegrar tengingar Breta við auðugustu teræktarlönd heims hefur teið skipað öndvegissess á morgunverðarborðinu og gerir það að vissu leyti enn. Kaffidrykkja hefur hins vegar sótt í sig veðrið á síðustu áratugum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Heimildir á netinu

Bækur

  • The Foodlover´s Atlas of the World (1. útg.) : Martha Rose Schulman. Firefly Books Ltd. 2002.
  • Culinaria: European Specialties. Könemann. 2000.
  • Watching the English: The Hidden Rules of English Behaviour. Kate Fox. Hodder & Stoughton Ltd. 2004.

Höfundur

B.A. í mannfræði

Útgáfudagur

29.11.2006

Spyrjandi

Haukur Guðmundsson, f. 1988

Tilvísun

Þorsteinn G. Berghreinsson. „Hvað leggja Bretar sér venjulega til munns í morgunmat?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6410.

Þorsteinn G. Berghreinsson. (2006, 29. nóvember). Hvað leggja Bretar sér venjulega til munns í morgunmat? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6410

Þorsteinn G. Berghreinsson. „Hvað leggja Bretar sér venjulega til munns í morgunmat?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6410>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað leggja Bretar sér venjulega til munns í morgunmat?
Afar hæpið er að alhæfa upp á heila þjóð eins einstaklingsbundið atferli og neyslu morgunmatar. Engu að síður eru Englendingar þekktir fyrir mjög sérstakar matarhefðir að morgni dags.

Samkvæmt hefðinni er enskur morgunmatur (e. full English breakfast) pönnusteiktur og samanstendur fyrst og fremst af eggi og beikoni. Við þetta er gjarnan bætt steiktum sveppum, pylsum, bökuðum baunum og tómatsneiðum (sem einnig eru hitaðar á pönnu) ásamt ristuðu brauði með marmelaði. Lögð er áhersla á að brauðið sé látið kólna áður en það er smurt svo að það verði áfram stökkt. Í Norður-Englandi er blóðpylsum bætt við herlegheitin en þær eru náskyldar blóðmör okkar Íslendinga. Blóðpylsurnar eru skornar í sneiðar og þeim leyft að snarka á pönnunni með hinu góðgætinu. Öllu er þessu svolgrað niður með appelsínusafa og tei eða kaffi. Svipaðar hefðir fyrirfinnast víða á Bretlandseyjum, þó með svæðisbundnum áherslum.


Ein útgáfa af hefðbundnum enskum morgunmat: Steiktar pylsur, egg, bakaðar baunir, tómatsneiðar og ristað brauð, ásamt tei og appelsínusafa.

Eins og gefur að skilja samræmist orkuríkur morgunmatur af þessu tagi lifnaðarháttum nútímamannsins ekki ýkja vel, enda algengara en áður að fólk vinni kyrrsetuvinnu. Þar sem hefðbundni morgunmaturinn telst heldur óheilsusamlegt fæði hefur hann verið á undanhaldi sem hversdagsleg undirstaða dagsins hjá meginþorra ensku þjóðarinnar. Það er því helst að Englendingar leyfi sér að borða þennan morgunmat á tyllidögum, til dæmis um helgar þegar fólk vill gera vel við sig. Einnig er hefðbundinn enskur morgunmatur nokkuð algengur á hótelum (þar sem komið er til móts við væntingar ferðamanna) og hjá þeim hluta þjóðarinnar sem helst þarf á orkuríkum morgunmat að halda, svo sem fólki sem vinnur erfiðisvinnu. Um allt Bretland má finna veitingastaði sem höfða til verkalýðsstéttarinnar með pönnusteiktum enskum morgunmat samkvæmt hefðinni og teygir sú þjónusta sig reyndar langt fram eftir degi. Þessir staðir eru ýmist kallaðir 'greasy spoon' eða 'caff'.

Aukin meðvitund almennings um heilbrigða lífshætti hefur eflaust ráðið mestu um að Bretar hafa dregið úr neyslu fituríks matar að morgni dags. Einnig má benda á kröfur nútímans um hraða og hagræðingu sem áhrifavald. Með tímanum hefur hefðbundinn enskur morgunmatur því lotið í lægra haldi fyrir tilbúnum matvörum sem hægt er að gleypa í sig fyrirhafnarlaust á leiðinni út. Jógúrt, ávextir og morgunkorn ýmiss konar eru í dag áberandi þáttur í morgunverðarhaldi Breta ásamt hinu hefðbundna tei, kaffi og ristaða brauði. Erlend framleiðsla á borð við svissneskt múslí, franskt hveitihorn (fr. croissant) og amerískar múffur (e. muffins) eru nú einnig aufúsugestir á borði Breta. Vegna sögulegrar tengingar Breta við auðugustu teræktarlönd heims hefur teið skipað öndvegissess á morgunverðarborðinu og gerir það að vissu leyti enn. Kaffidrykkja hefur hins vegar sótt í sig veðrið á síðustu áratugum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Heimildir á netinu

Bækur

  • The Foodlover´s Atlas of the World (1. útg.) : Martha Rose Schulman. Firefly Books Ltd. 2002.
  • Culinaria: European Specialties. Könemann. 2000.
  • Watching the English: The Hidden Rules of English Behaviour. Kate Fox. Hodder & Stoughton Ltd. 2004.
...