Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland?

Jón Ólafsson

Almennt er fjallað um flæði CO2 milli lofts og sjávar í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og bendum við lesendum á að skoða það svar fyrst.

Rannsóknir á CO2 í sjó við Ísland hófust 1983 í ársfjórðungslegum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar til mælinga á ástandi sjávar umhverfis landið. Niðurstöður hafa gefið glögga mynd af hægfara breytingum á sjónum, súrnun hans, og á flæði CO2 milli lofts og sjávar.

Í ritgerð sem birt var 2021 er lýst árstíðasveiflum í flæði CO2 milli lofts og sjávar og miklum mun á því hvað helstu sjógerðir við landið draga í sig mikið CO2 (Olafsson, Olafsdottir o.fl. 2021). Í 1. töflu koma fram eiginleikar sjógerðanna. Í Atlantssjónum sem berst að landinu og er sunnan við S=35 seltuferilinn á 1. mynd, er hlutþrýstingurinn, pCO2, lægri en lofts á gróðurtíma þörunga vor og sumar. En vindar eru þá tiltölulega hægir og flæði CO2 úr lofti til sjávar í samræmi við það. Á veturna miðlar þessi sjór varma til loftsins, yfirborðið kólnar og sekkur. Kæling og lóðrétt blöndunin nær niður á mörg hundruð metra dýpi. Blöndunin færir einnig sjó af miklu dýpi upp til yfirborðs. Sá sjór er með mun hærri CO2 styrk, pCO2 í yfirborðssjónum verður hærra en er í loftinu og flæði CO2 verður úr sjó til lofts. Sterkir vetrarvindar herða á flæðinu.

Ársuppgjörið í 1. töflu bendir til þess að Atlantssjórinn við landið sé lítilvirkur CO2 svelgur. Segja má að sjór Golfstraumsins sem hefst með flæði 26°C sjávar út Flórídasund kólni um 20°C á leiðinni norður á okkar slóðir og leysni CO2 aukist við það. Þá færist sjórinn í átt að CO2 jafnvægi milli lofts og sjávar með CO2 flæði til sjávar. Á okkar slóðum hefur jafnvægi náðst. Öðru máli gegnir um svalsjóinn norðan landsins og lágseltu pólsjóinn í Austur-Grænlandsstraumi. Báðar sjógerðir eru kaldar og bera einkenni frá Íshafinu. Hlutþrýstingurinn pCO2, er lægri en í lofti allt árið og ársuppgjörið sýnir að Íslandshaf dregur í sig mikið CO2 úr lofti.

1. mynd. Seltuferillinn, S=35, afmarkar útbreiðslu Atlantssjávar sem berst sunnan að og svalsjávar sem er með lægri seltu, S: 34,4-35, og pólsjávar sem er með enn lægri seltu, S < 34,4. Dökku örvarnar sýna yfirborðsstrauma og dökku merkin sýna rannsóknastaði (Olafsson, Olafsdottir o.fl. 2021).

1. tafla. Ársmeðalflæði CO2 (mól C m-2ár-1) milli lofts og helstu sjógerða í grennd við Ísland.

Sjógerð
Flæði CO2 (mól C m-2 ár-1)
Atlantssjór, selta > 35 *
-0,3
svalsjór, selta 34,4-35*
-3,5
pólsjór, selta < 34,4
-4,4

*Meðaltöl aðferða við mælingar.

Heimildir:

Höfundur

Jón Ólafsson

prófessor emeritus í haffræði við HÍ

Útgáfudagur

4.4.2023

Spyrjandi

Snorri, ritstjórn

Tilvísun

Jón Ólafsson. „Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84675.

Jón Ólafsson. (2023, 4. apríl). Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84675

Jón Ólafsson. „Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84675>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland?
Almennt er fjallað um flæði CO2 milli lofts og sjávar í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og bendum við lesendum á að skoða það svar fyrst.

Rannsóknir á CO2 í sjó við Ísland hófust 1983 í ársfjórðungslegum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar til mælinga á ástandi sjávar umhverfis landið. Niðurstöður hafa gefið glögga mynd af hægfara breytingum á sjónum, súrnun hans, og á flæði CO2 milli lofts og sjávar.

Í ritgerð sem birt var 2021 er lýst árstíðasveiflum í flæði CO2 milli lofts og sjávar og miklum mun á því hvað helstu sjógerðir við landið draga í sig mikið CO2 (Olafsson, Olafsdottir o.fl. 2021). Í 1. töflu koma fram eiginleikar sjógerðanna. Í Atlantssjónum sem berst að landinu og er sunnan við S=35 seltuferilinn á 1. mynd, er hlutþrýstingurinn, pCO2, lægri en lofts á gróðurtíma þörunga vor og sumar. En vindar eru þá tiltölulega hægir og flæði CO2 úr lofti til sjávar í samræmi við það. Á veturna miðlar þessi sjór varma til loftsins, yfirborðið kólnar og sekkur. Kæling og lóðrétt blöndunin nær niður á mörg hundruð metra dýpi. Blöndunin færir einnig sjó af miklu dýpi upp til yfirborðs. Sá sjór er með mun hærri CO2 styrk, pCO2 í yfirborðssjónum verður hærra en er í loftinu og flæði CO2 verður úr sjó til lofts. Sterkir vetrarvindar herða á flæðinu.

Ársuppgjörið í 1. töflu bendir til þess að Atlantssjórinn við landið sé lítilvirkur CO2 svelgur. Segja má að sjór Golfstraumsins sem hefst með flæði 26°C sjávar út Flórídasund kólni um 20°C á leiðinni norður á okkar slóðir og leysni CO2 aukist við það. Þá færist sjórinn í átt að CO2 jafnvægi milli lofts og sjávar með CO2 flæði til sjávar. Á okkar slóðum hefur jafnvægi náðst. Öðru máli gegnir um svalsjóinn norðan landsins og lágseltu pólsjóinn í Austur-Grænlandsstraumi. Báðar sjógerðir eru kaldar og bera einkenni frá Íshafinu. Hlutþrýstingurinn pCO2, er lægri en í lofti allt árið og ársuppgjörið sýnir að Íslandshaf dregur í sig mikið CO2 úr lofti.

1. mynd. Seltuferillinn, S=35, afmarkar útbreiðslu Atlantssjávar sem berst sunnan að og svalsjávar sem er með lægri seltu, S: 34,4-35, og pólsjávar sem er með enn lægri seltu, S < 34,4. Dökku örvarnar sýna yfirborðsstrauma og dökku merkin sýna rannsóknastaði (Olafsson, Olafsdottir o.fl. 2021).

1. tafla. Ársmeðalflæði CO2 (mól C m-2ár-1) milli lofts og helstu sjógerða í grennd við Ísland.

Sjógerð
Flæði CO2 (mól C m-2 ár-1)
Atlantssjór, selta > 35 *
-0,3
svalsjór, selta 34,4-35*
-3,5
pólsjór, selta < 34,4
-4,4

*Meðaltöl aðferða við mælingar.

Heimildir:...