Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða deiga láta menn síga?
Orðasambandið að láta deigan síga er notað í merkingunni ‘missa ekki kjarkinn, gefast ekki upp, láta ekki bilbug á sér finna’. Eldri mynd orðasambandsins, sem Orðabók Háskólans á dæmi um frá 19. öld, er að láta ekki deigan á síga í sömu merkingu og sagnarsambandið að vera deigur á e-ð ‘óttast eitthvað, hafa áhyggj...
Hvað er að fúlsa við einhverju og hver er uppruni sagnorðsins?
Spurningin í heild hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins að „fúlsa“, venjulega segir maður að maður fúlsi við einhverju en má maður líka segja að einhver fúlsi yfir einhverju? Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir um sögnina að fúlsa og alltaf með forsetningunni við (fúlsa við einhverju). E...
Er hægt að gera ekki neitt?
Áður en við getum tekist á við þessa spurningu þurfum við að taka afstöðu til þess hvort það að gera ekki neitt megi leggja að jöfnu við að vera ekki að gera neitt. Á svipaðan hátt gætum við spurt hvort það að segja ekki neitt sé það sama og ekki að segja neitt. Sá sem þegir, hann er ekki að segja neitt. En er lík...
Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?
Einfalda svarið við þessari spurningu er vitaskuld nei; það eru örugglega til nokkrir Íslendingar sem vildu ekki slíka lest, jafnvel þótt það kostaði ekkert að leggja brautina og reka lestina, ef svo má að orði komast! Hér verður ekkert fullyrt um það hve margir fylla þann flokk en hafa má í huga að lestirnar mynd...
Hvaða maurategundir hafa fundist hér á landi en ekki náð fótfestu?
Tæplega 20 tegundir maura hafa fundist hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu; húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Um þessar tegundir er fjallað í svari við spurningunni Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi? Í þessu svari er sagt frá nokkrum tegundum sem hafa fundist...
Hvaða Gvend grunaði ekki og hvaðan kemur orðatiltækið?
Merking orðatiltækisins grunaði ekki Gvend er ‛datt mér ekki í hug, ég átti von á þessu’. Það er ekki gamalt, virðist koma fram snemma á 20. öld. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924) er einnig nefnt grunaði ekki gamla Gvend en viðbótin gamla hefur ekki verið mjög algeng. Hugsanlega lig...
Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?
Upprunalega spurningin var: Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs? Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3...
Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett sér einhver tímamörk?
Við þökkum þann staðfasta áhuga á Vísindavefnum sem lýsir sér í þessari spurningu. Svarið er nei: Við settum okkur ekki nein sérstök tímamörk í upphafi - og það var kannski eins gott því að við hefðum aldrei getað haldið þau! Við héldum að við mundum fá nokkrar spurningar á dag, kannski 20 á viku, og við mundum...
Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?
Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri...
Nota þeir sem hafa táknmál að móðurmáli ekki nöfn fólks í samræðum?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona:Heyrandi fólk hefur það gjarnan til siðs að ávarpa hvert annað með nafni (meðan heyrnarlausir gera það ekki) - hvers vegna? Tungumál eru forvitnilegt fyrirbæri og erfitt að alhæfa um margt í þeirra samhengi. Aðstæður, samhengið, menningin sem málið heyrir til og ma...
Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Heil og sæl, við erum nemendur í grunnskóla og erum að vinna verkefni um Jósef Stalín. Við vorum að velta fyrir okkur hvaða hluti hann hefur gert sem hafa leitt til góðs. Jósef Stalín (1879-1953) var leiðtogi Sovétríkjanna í næstum 30 ár. Á Vísindavefnum hefur áður verið f...
Get ég tekið upp ættarnafn afa míns sem foreldrar mínir hafa ekki notað?
Já. Í 5. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn segir að maður, sem samkvæmt Þjóðskrá ber ættarnafn við gildistöku þessara laga eða bar ættarnafn í gildistíð laga nr. 37/1991, megi bera það áfram. Sama gildir um niðja hans hvort heldur er í karllegg eða kvenlegg. Orðalag ákvæðisins er skýrt um það að niðjar man...
Hvort segir maður: „Ég sakna þess að hafa þig hjá mér,“ eða „ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér“?
Hvora setninguna á að nota fer alfarið eftir hvaða merkingu á að gefa til kynna. Segjum sem svo að maður hafi farið til útlanda, þá gæti konan hans sagt: "Ég sakna þess að hafa þig hjá mér!" Í þessu samhengi væri hún að segja að hún saknaði þess að hafa manninn sinn ekki hjá sér, það er hann er í útlöndum og þess ...
Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?
Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur ...
Hverjum er ekki fisjað saman?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „fisjað"? Notað einu sinni í svari hér á Vísindavefnum: „Okkur er ekki fisjað saman!" Sögnin að fisja er aðeins notuð í orðasambandinu einhverjum er ekki fisjað saman í merkingunni ‘einhver er traustur, sterkbyggður’ sem þekkist frá 19. öld. Einnig kemur fyrir...