Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs?Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3. kafla (Íslendinga sögur:2015; Johan Fritzner I:168):
Það var einn dag að Þórður var að leik og Ásbjörn og skyldu þeir á leikast. Og einn tíma felldi Þórður hann Ásbjörn allmikið fall svo að bops kvað í skrokkinum á honum.Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar eru bæði fletturnar bofs (69) og bops (72). Skýring hans við bofs er ‘gelt, gjamm’ en við bops ‘uh. (um dynk eða fallhljóð)’. Heimildir:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Íslendinga sögur og þættir. 1986. Síðara bindi. (Þórðar saga hreðu). Svart á hvítu. Reykjavík.
- Johan Fritzner. Ordbog over Det gamle norske Sprog. 1886. I. Den norske Forlagsforening. Kristiania.
- Pixabay. (Sótt 3.7.2018).