Hver er uppruni orðsins að „fúlsa“, venjulega segir maður að maður fúlsi við einhverju en má maður líka segja að einhver fúlsi yfir einhverju?Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir um sögnina að fúlsa og alltaf með forsetningunni við (fúlsa við einhverju). Elstu heimildirnar eru frá lokum 19. aldar. Sögnin er leidd af lýsingarorðinu fúll ‘úldinn, þefillur, fýldur í skapi, þegjandalegur’.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 25.6.2023).
- No, I don't like it! - Flickr. Höfundur myndar Crystal Hendrix Hirschorn. Birt undir Creative Commons Attribution-NonCommercial 2.0 Generic leyfi. (Sótt 3.7.2023).