Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hvora setninguna á að nota fer alfarið eftir hvaða merkingu á að gefa til kynna. Segjum sem svo að maður hafi farið til útlanda, þá gæti konan hans sagt: "Ég sakna þess að hafa þig hjá mér!" Í þessu samhengi væri hún að segja að hún saknaði þess að hafa manninn sinn ekki hjá sér, það er hann er í útlöndum og þess vegna saknar hún hans.
Þessi saknar eflaust einhvers.
Ef hins vegar óvildarmaður konunnar væri nýkominn frá útlöndum gæti hún sagt: "Ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér!" Hér væri konan að gefa til kynna að hún vildi fremur hafa hann einhvers staðar annars staðar en hjá sér.
Notkunin í fyrra dæminu er eðlilegri í því samhengi að flestir vilja nota setninguna til að sýna jákvæða afstöðu til einhvers. Í seinna dæminu gæti hins vegar falist ákveðinn orðaleikur. Hann gæti þó farið fyrir ofan garð og neðan.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
ÍDÞ. „Hvort segir maður: „Ég sakna þess að hafa þig hjá mér,“ eða „ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér“?“ Vísindavefurinn, 7. ágúst 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56591.
ÍDÞ. (2014, 7. ágúst). Hvort segir maður: „Ég sakna þess að hafa þig hjá mér,“ eða „ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56591
ÍDÞ. „Hvort segir maður: „Ég sakna þess að hafa þig hjá mér,“ eða „ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér“?“ Vísindavefurinn. 7. ágú. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56591>.