Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?

Gylfi Magnússon

Einfalda svarið við þessari spurningu er vitaskuld nei; það eru örugglega til nokkrir Íslendingar sem vildu ekki slíka lest, jafnvel þótt það kostaði ekkert að leggja brautina og reka lestina, ef svo má að orði komast! Hér verður ekkert fullyrt um það hve margir fylla þann flokk en hafa má í huga að lestirnar myndu væntanlega þurfa að fara um einhver nágrannabyggðarlaga Reykjavíkur og borgina sjálfa og ólíklegt er að allir tækju því fagnandi að fá lestarteina gegnum hverfið sitt. Kannski mætti komast hjá slíkum vandræðum með því að gera neðanjarðarlest en þá eykst kostnaður enn og hann er væntanlega helsti þröskuldurinn.

Hraðlest í Þýskalandi.

Hafa ber í huga að mannvirki eins og járnbraut eru dýr og því verður þjóðfélagið að fórna einhverju öðru til að reisa þau og reka. Nú liggur ekki fyrir hve mikið það myndi kosta að leggja járnbraut á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og fjölmörgum öðrum spurningum er ósvarað, til dæmis um líklegan fjölda farþega og verðið sem þeir væru tilbúnir að greiða fyrir farið. Það liggur því ekki fyrir hver kostnaðurinn yrði við að reisa og reka mannvirkið og ekki heldur hver ábatinn væri. Á meðan svo er ekki er vart hægt að svara spurningunni um það hve margir Íslendingar vilja hraðlest þarna á milli, svo að gagn sé að svarinu. Ekkert er hins vegar því til fyrirstöðu að reyna að meta kostnaðinn og ábatann og aðra kosti í stöðunni ef talið er nógu líklegt að útkoman verði jákvæð til að það réttlæti kostnaðinn við matið.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.9.2000

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?“ Vísindavefurinn, 4. september 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=871.

Gylfi Magnússon. (2000, 4. september). Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=871

Gylfi Magnússon. „Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=871>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?
Einfalda svarið við þessari spurningu er vitaskuld nei; það eru örugglega til nokkrir Íslendingar sem vildu ekki slíka lest, jafnvel þótt það kostaði ekkert að leggja brautina og reka lestina, ef svo má að orði komast! Hér verður ekkert fullyrt um það hve margir fylla þann flokk en hafa má í huga að lestirnar myndu væntanlega þurfa að fara um einhver nágrannabyggðarlaga Reykjavíkur og borgina sjálfa og ólíklegt er að allir tækju því fagnandi að fá lestarteina gegnum hverfið sitt. Kannski mætti komast hjá slíkum vandræðum með því að gera neðanjarðarlest en þá eykst kostnaður enn og hann er væntanlega helsti þröskuldurinn.

Hraðlest í Þýskalandi.

Hafa ber í huga að mannvirki eins og járnbraut eru dýr og því verður þjóðfélagið að fórna einhverju öðru til að reisa þau og reka. Nú liggur ekki fyrir hve mikið það myndi kosta að leggja járnbraut á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og fjölmörgum öðrum spurningum er ósvarað, til dæmis um líklegan fjölda farþega og verðið sem þeir væru tilbúnir að greiða fyrir farið. Það liggur því ekki fyrir hver kostnaðurinn yrði við að reisa og reka mannvirkið og ekki heldur hver ábatinn væri. Á meðan svo er ekki er vart hægt að svara spurningunni um það hve margir Íslendingar vilja hraðlest þarna á milli, svo að gagn sé að svarinu. Ekkert er hins vegar því til fyrirstöðu að reyna að meta kostnaðinn og ábatann og aðra kosti í stöðunni ef talið er nógu líklegt að útkoman verði jákvæð til að það réttlæti kostnaðinn við matið.

Mynd:...