Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 38 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan fær Keflavík nafn sitt?

Nafnið Keflavík er vafalítið dregið af orðinu kefli í merkingunni ‚rekaviðarbútur‘. Allir kannast við Keflavík sem nafn á þéttbýli á Reykjanesi en Keflavíkur eru víðar á landinu, ein á Hellissandi á Snæfellsnesi, önnur vestan við Rauðasand í Vestur-Barðastrandarsýslu, þriðja við Galtarvita í Vestur-Ísafjarðars...

category-iconLandafræði

Hvað tekur um það bil langan tíma að fljúga frá Íslandi til Frakklands?

Þegar ferðatími flugfélaga frá Keflavík til Parísar, höfuðborgar Frakklands, er skoðaður sést að það tekur tæplega 3 klukkustundir og 30 mínútur að fljúga þar á milli. Einnig er hægt að skoða hve langt er á milli Keflavíkur og Parísar og hve hratt farþegaflugvélar fljúga. Hér verður þó að hafa í huga að flugvé...

category-iconHugvísindi

Hvernig varð Keflavíkurflugvöllurinn til, ég þarf að vita allt um hann?

Keflavíkurflugvöllurinn var byggður af hernámsliði Bandaríkjamanna í seinni heimsstyrjöld. Hann var tekinn í notkun árið 1943. Til er upplýsingasíða um flugvöllinn bæði á íslensku og ensku og þar er saga vallarins rakin stuttlega. Þar kemur meðal annars fram að á sinni tíð var flugvöllurinn einn af þeim stærri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið dýflissa?

Upprunalega spurningin var:Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess? Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangel...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru háloftavindar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru háloftavindar? Hvernig verða þeir til? Í hvaða hæð eru þeir? Í stuttu máli þá eru háloftavindar vindar í lofthjúpnum þar sem viðnám yfirborðs jarðarinnar gætir ekki. Þeir myndast vegna þrýstimunar, líkt og allur vindur. Í háloftunum eru vindrastir þar sem vindur er mu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hve hratt fer flugvélin Fokker 50?

Dæmigerður flughraði Fokker 50 vélanna er um 450 km/klst en hámarkshraðinn er 532 km/klst. Hér að neðan má svo sjá ýmsa eiginleika vélanna. Upplýsingarnar eru þó nokkuð mismunandi eftir flugfélögum og því ná tölurnar oft yfir nokkuð stórt bil. Lengd25 mVænghaf29 mHæð8,5 mFlugþol1300-2250 kmFarþegafjöldi46-5...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju dregur Látrabjarg nafn sitt af?

Látrabjarg er svokallað standberg í Vestur-Barðastrandasýslu. Það skiptist í fjóra hluta: Látrabjarg, Bæjarbjarg, Breiðavíkurbjarg og Keflavíkurbjarg. Skiptingin er tilkomin vegna þess að bæir nálægt bjarginu eignuðu sér tiltekna hluta bjargsins. Þetta voru bæirnir Hvallátrar, Saurbær á Rauðasandi, Breiðavík og...

category-iconFélagsvísindi

Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?

Einfalda svarið við þessari spurningu er vitaskuld nei; það eru örugglega til nokkrir Íslendingar sem vildu ekki slíka lest, jafnvel þótt það kostaði ekkert að leggja brautina og reka lestina, ef svo má að orði komast! Hér verður ekkert fullyrt um það hve margir fylla þann flokk en hafa má í huga að lestirnar mynd...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?

Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?

Eldsneytiseyðsla flugvéla er ýmsu háð. Hún fer meðal annars eftir gerð flugvélarinnar sem um ræðir, flughraða og -hæð og útihitastigi. Einnig skiptir vindhraði og vindstefna á hverri flugleið miklu máli, en háloftavindar geta verið mjög sterkir. Algengt er að vindhraði í flughæð sé um 55-65 metrar á sekúndu, sem e...

category-iconVeðurfræði

Af hverju er vindur í lægðum alltaf rangsælis á norðurhveli jarðar?

Í lægðum og hæðum nærri að jafnvægi ríki milli tveggja krafta, þrýstikrafts og svigkrafts jarðar sem er oft kenndur við franska verkfræðinginn og stærðfræðinginn Coriolis. Þrýstikraftur togar loftið inn að lægð. Sem dæmi um loftstraum af völdum þrýstikrafts má nefna vind úr uppblásinni blöðru, en loftið streymi...

category-iconFélagsvísindi

Er til íslensk sérsveit?

Í stuttu máli, já. Íslenska sérsveitin heyrir undir ríkislögreglustjóra og er hún vopnuð sérsveit lögreglunnar, stundum kölluð Víkingasveitin. Hún var stofnuð 19. október árið 1982 en þá höfðu fyrstu sérsveitarmennirnir hlotið viðeigandi þjálfun hjá norsku sérsveitinni. Þá þótti orðið löngu tímabært að hafa vopnað...

category-iconJarðvísindi

Væri höfuðborgarsvæðið í hættu ef gos hefst í Bláfjöllum? Hvaða svæði væru í mestri hættu?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvaða áhrif hefði eldgos í Bláfjöllum á höfuðborgarsvæðið? Ef eldgos kæmi upp í Bláfjöllum myndi það að öllum líkindum tengjast basískri kviku en það er sú bráð sem alla jafna myndar hraun og litla gosmekki. Ætla má að í byrjun yrði gosið öflugt sem gæti leitt til þess að flugu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var veðrið í febrúar 1951?

Á bloggi sínu, Hungurdiskar, fjallar Trausti Jónsson veðurfræðingur iðulega um veður tiltekinna ára undir yfirskriftinni „Hugsað til ársins ....“ Þar er að finna mikinn fróðleik sem tengist veðurari tiltekinna ára. Í þessu svari er birtir nokkrir bútar úr umfjölluninni um árið 1951 og sérstaklega horft til febrúar...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef flugvél leggur af stað til Ameríku kl. 17:30 og lendir kl.17:30 er þá klukkan alls staðar 17:30 þar sem flugvélin flýgur yfir?

Svarið er bæði já og nei. Hægt er að haga flugi þannig að sólartími sé sá sami alla leið. Staðartími sem menn lesa af klukkum í flugvélinni eða á jörðinni fyrir neðan hana breytist samt um hálftíma til eða frá á leiðinni. Í raunverulegri flugvél er breytingin vafalaust meiri en svo enda er flugið þá ekki miðað ein...

Fleiri niðurstöður