Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til íslensk sérsveit?

ÍDÞ

Í stuttu máli, já. Íslenska sérsveitin heyrir undir ríkislögreglustjóra og er hún vopnuð sérsveit lögreglunnar, stundum kölluð Víkingasveitin. Hún var stofnuð 19. október árið 1982 en þá höfðu fyrstu sérsveitarmennirnir hlotið viðeigandi þjálfun hjá norsku sérsveitinni. Þá þótti orðið löngu tímabært að hafa vopnaða sérsveit til taks. Meðal annars gerðist það árið 1976 að vopnaðir flugræningjar lentu á Keflavíkuflugvelli en þeir stoppuðu þó stutt.

Sérsveitin er meðal annars kölluð til þegar vopnum er beitt og lífi er ógnað. Valdbeiting er þó ávallt síðasta úrræði hennar en áður en til hennar kemur skipar samningatækni veigamikinn sess í úrlausn vandamála sveitarinnar. Hún sinnir vopnaðri gæslu þegar þess er þörf, þá helst þegar erlendir þjóðhöfðingjar eða aðrir háttsettir einstaklingar heimsækja landið. Sérsveitarmenn sinna þó mest megnis hefðbundnum löggæslustörfum, óvopnaðir, og koma auk þess að þjálfun og fræðslu lögreglumanna. Síðustu ár hafa liðsmenn úr sérsveitinni verið nokkuð áberandi vegna tíðra mótmæla, ekki síst í Búsáhaldabyltingunni svokölluðu.


Meðlimir úr sérsveitinni komu meðal annars að vörubílamótmælunum svokölluðu.

Í ársáætlun ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009 kemur fram að markmið sérsveitarinnar séu meðal annars að verjast og bregðast við hryðjuverkum og sjá um gerð áætlunar vegna öryggismála ríkisins, til dæmis vegna mikilvægra mannvirkja. Auk þess vinna að áætlun komi til skot- eða sjálfsmorðssprengjuárása og hafa eftirlit með þekktum afbrotamönnum.

Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur haft starfsstöð á Suðurnesjum frá 1. janúar 2007 eftir að lögregluembætti þar voru sameinuð. Nú starfa 40 manns hjá sérsveit ríkislögreglustjóra.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

28.6.2010

Spyrjandi

Bjarni Barkarson

Tilvísun

ÍDÞ. „Er til íslensk sérsveit?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22262.

ÍDÞ. (2010, 28. júní). Er til íslensk sérsveit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22262

ÍDÞ. „Er til íslensk sérsveit?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22262>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til íslensk sérsveit?
Í stuttu máli, já. Íslenska sérsveitin heyrir undir ríkislögreglustjóra og er hún vopnuð sérsveit lögreglunnar, stundum kölluð Víkingasveitin. Hún var stofnuð 19. október árið 1982 en þá höfðu fyrstu sérsveitarmennirnir hlotið viðeigandi þjálfun hjá norsku sérsveitinni. Þá þótti orðið löngu tímabært að hafa vopnaða sérsveit til taks. Meðal annars gerðist það árið 1976 að vopnaðir flugræningjar lentu á Keflavíkuflugvelli en þeir stoppuðu þó stutt.

Sérsveitin er meðal annars kölluð til þegar vopnum er beitt og lífi er ógnað. Valdbeiting er þó ávallt síðasta úrræði hennar en áður en til hennar kemur skipar samningatækni veigamikinn sess í úrlausn vandamála sveitarinnar. Hún sinnir vopnaðri gæslu þegar þess er þörf, þá helst þegar erlendir þjóðhöfðingjar eða aðrir háttsettir einstaklingar heimsækja landið. Sérsveitarmenn sinna þó mest megnis hefðbundnum löggæslustörfum, óvopnaðir, og koma auk þess að þjálfun og fræðslu lögreglumanna. Síðustu ár hafa liðsmenn úr sérsveitinni verið nokkuð áberandi vegna tíðra mótmæla, ekki síst í Búsáhaldabyltingunni svokölluðu.


Meðlimir úr sérsveitinni komu meðal annars að vörubílamótmælunum svokölluðu.

Í ársáætlun ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009 kemur fram að markmið sérsveitarinnar séu meðal annars að verjast og bregðast við hryðjuverkum og sjá um gerð áætlunar vegna öryggismála ríkisins, til dæmis vegna mikilvægra mannvirkja. Auk þess vinna að áætlun komi til skot- eða sjálfsmorðssprengjuárása og hafa eftirlit með þekktum afbrotamönnum.

Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur haft starfsstöð á Suðurnesjum frá 1. janúar 2007 eftir að lögregluembætti þar voru sameinuð. Nú starfa 40 manns hjá sérsveit ríkislögreglustjóra.

Heimildir:

Mynd:...