Hvað eru háloftavindar? Hvernig verða þeir til? Í hvaða hæð eru þeir?Í stuttu máli þá eru háloftavindar vindar í lofthjúpnum þar sem viðnám yfirborðs jarðarinnar gætir ekki. Þeir myndast vegna þrýstimunar, líkt og allur vindur. Í háloftunum eru vindrastir þar sem vindur er mun meiri en að meðaltali. Yfirleitt þegar talað er um háloftavind og háloftavindrastir er átt við vind í meira en 5 km hæð. Háloftavindar ná yfirleitt mestum styrk við veðrahvörfin.

Háloftavindröstin, þar sem vindhraði er mikill, er gjarnan löng og mjó og vel afmörkuð frá umhverfinu líkt og rastir í straumvatni. Mesti vindhraði er merktur með rauðu, minni vindhraði með bláu. Með því að fara inn á Youtube slóðina í lok svarsins má sjá hreyfimynd af því hvernig röstin liðast um norðurhvelið.

Vindörvar og vindhraði yfir 60 hnútum (30 m/s) í 300 hPa hæð (8-10 km) . Greining Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa 10. janúar 2017 kl. 12.
- NASA Jet Stream Animation - YouTube. (Sótt 15. 8. 2017).
- Veðurstofa Íslands.