Um djúpstrauma í heimshöfunum, neðan 1000 m, gildir annað enda eru þeir knúðir í ferli sem nefnt er hita-seltuhringrás og felur í sér kælingu yfirborðsins og djúpsjávarmyndun. Þetta gerist einkum á tveimur svæðum, við Suðurskautslandið og í Norður-Atlantshafi. Tiltölulega saltur hlýsjór flæðir norður Norður-Atlantshaf (Golfstraumurinn) og miðlar varma til andrúmsloftsins. Við það kólnar hann og kælingin eykur svo eðlismassa þessa sjávar að hann sekkur að lokum og myndar djúpsjó, einkum í Norður-Grænlandshafi (milli Jan Mayen og Svalbarða), Labradorhafi (milli Grænlands og Labrador). Til þess að ná svo mikilli eðlisþyngd við kælinguna að djúpsjór myndist verður selta yfirborðssjávarins að haldast há. Kaldi djúpsjórinn flæðir í djúpinu suður á bóginn en við yfirborðið flyst hlýsjór norður í stað þess sem sökk. Djúpsjávarflæðið yfir hryggina milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Skotlands nemur samtals um 6 Sv. Hita-seltuhringrásin nær um heimshöfin öll, frá Atlantshafi til Indlandshafs og Kyrrahafs. Mynd: Climate Variability - NASA Science
Um djúpstrauma í heimshöfunum, neðan 1000 m, gildir annað enda eru þeir knúðir í ferli sem nefnt er hita-seltuhringrás og felur í sér kælingu yfirborðsins og djúpsjávarmyndun. Þetta gerist einkum á tveimur svæðum, við Suðurskautslandið og í Norður-Atlantshafi. Tiltölulega saltur hlýsjór flæðir norður Norður-Atlantshaf (Golfstraumurinn) og miðlar varma til andrúmsloftsins. Við það kólnar hann og kælingin eykur svo eðlismassa þessa sjávar að hann sekkur að lokum og myndar djúpsjó, einkum í Norður-Grænlandshafi (milli Jan Mayen og Svalbarða), Labradorhafi (milli Grænlands og Labrador). Til þess að ná svo mikilli eðlisþyngd við kælinguna að djúpsjór myndist verður selta yfirborðssjávarins að haldast há. Kaldi djúpsjórinn flæðir í djúpinu suður á bóginn en við yfirborðið flyst hlýsjór norður í stað þess sem sökk. Djúpsjávarflæðið yfir hryggina milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Skotlands nemur samtals um 6 Sv. Hita-seltuhringrásin nær um heimshöfin öll, frá Atlantshafi til Indlandshafs og Kyrrahafs. Mynd: Climate Variability - NASA Science