Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir orðtiltækið ‘að ganga ekki heill til skógar’?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Merking orðatiltækisins að ganga ekki heill til skógar er að ‘vera ekki við góða heilsu, eiga við meiðsl eða veikindi að stríða’.

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er fengið úr Safni af íslenzkum orðskviðum eftir Guðmund Jónsson sem gefið var út árið 1830. Þar er orðatiltækið prentað: ,,Hann gengr ekki heill til skógar, sem af er höndin“, og virðist átt við að sá sem á vantar höndina nýtist ekki að fullu við skógarhögg eða aðra vinnu sem sinna þarf þar sem viður vex. Merkingin hefur síðar færst yfir á hvers kyns veikindi óháð skógarvinnu ef sú gerð sem Guðmundur birtir er hin upphaflega.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.6.2006

Spyrjandi

Eyþór Sigurðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðtiltækið ‘að ganga ekki heill til skógar’?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6035.

Guðrún Kvaran. (2006, 27. júní). Hvað þýðir orðtiltækið ‘að ganga ekki heill til skógar’? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6035

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðtiltækið ‘að ganga ekki heill til skógar’?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6035>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðtiltækið ‘að ganga ekki heill til skógar’?
Merking orðatiltækisins að ganga ekki heill til skógar er að ‘vera ekki við góða heilsu, eiga við meiðsl eða veikindi að stríða’.

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er fengið úr Safni af íslenzkum orðskviðum eftir Guðmund Jónsson sem gefið var út árið 1830. Þar er orðatiltækið prentað: ,,Hann gengr ekki heill til skógar, sem af er höndin“, og virðist átt við að sá sem á vantar höndina nýtist ekki að fullu við skógarhögg eða aðra vinnu sem sinna þarf þar sem viður vex. Merkingin hefur síðar færst yfir á hvers kyns veikindi óháð skógarvinnu ef sú gerð sem Guðmundur birtir er hin upphaflega. ...