Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Get ég tekið upp ættarnafn afa míns sem foreldrar mínir hafa ekki notað?

Halldór Gunnar Haraldsson

Já. Í 5. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn segir að maður, sem samkvæmt Þjóðskrá ber ættarnafn við gildistöku þessara laga eða bar ættarnafn í gildistíð laga nr. 37/1991, megi bera það áfram. Sama gildir um niðja hans hvort heldur er í karllegg eða kvenlegg. Orðalag ákvæðisins er skýrt um það að niðjar manns sem ber ættarnafn geta tekið nafnið upp, ekki aðeins börn hans. Þá er vert að gefa því gaum að ekki skiptir máli hvort maður er niðji viðkomandi í karl- eða kvenlegg.

Ef óskað er breytingar á kenninafni barns þannig að það fái ættarnafn sem það á rétt á eða verði kennt til og foreldrið, sem barnið hefur verið kennt til, er andvígt breytingunni getur dómsmálaráðherra samkvæmt 6. mgr. 14. gr. leyft hana ef sérstaklega stendur á og telja verður að hún verði barninu til verulegs hagræðis. Þá er breyting á kenninafni barns undir 18 ára aldri háð samþykki þess samkvæmt 8. mgr. 14. gr. hafi það náð 12 ára aldri.

Dómsmálaráðherra er heimilt að leyfa manni eldri en 18 ára að taka upp nýtt kenninafn ef telja verður að gildar ástæður mæli með því samkvæmt 16. gr. Gild ástæða er að sjálfsögðu ef afi viðkomandi ber kenninafnið, samanber það sem áður hefur verið nefnt. Þá segir í 17. gr. að nafnbreytingar, hvort sem um er að ræða breytingar tilkynntar Þjóðskrá eða samkvæmt leyfi dómsmálaráðherra, skulu einungis heimilaðar einu sinni nema sérstaklega standi á.

Höfundur

Útgáfudagur

13.9.2002

Spyrjandi

Arngunnur Árnadóttir, f. 1987

Efnisorð

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Get ég tekið upp ættarnafn afa míns sem foreldrar mínir hafa ekki notað?“ Vísindavefurinn, 13. september 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2708.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2002, 13. september). Get ég tekið upp ættarnafn afa míns sem foreldrar mínir hafa ekki notað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2708

Halldór Gunnar Haraldsson. „Get ég tekið upp ættarnafn afa míns sem foreldrar mínir hafa ekki notað?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2708>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Get ég tekið upp ættarnafn afa míns sem foreldrar mínir hafa ekki notað?
Já. Í 5. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn segir að maður, sem samkvæmt Þjóðskrá ber ættarnafn við gildistöku þessara laga eða bar ættarnafn í gildistíð laga nr. 37/1991, megi bera það áfram. Sama gildir um niðja hans hvort heldur er í karllegg eða kvenlegg. Orðalag ákvæðisins er skýrt um það að niðjar manns sem ber ættarnafn geta tekið nafnið upp, ekki aðeins börn hans. Þá er vert að gefa því gaum að ekki skiptir máli hvort maður er niðji viðkomandi í karl- eða kvenlegg.

Ef óskað er breytingar á kenninafni barns þannig að það fái ættarnafn sem það á rétt á eða verði kennt til og foreldrið, sem barnið hefur verið kennt til, er andvígt breytingunni getur dómsmálaráðherra samkvæmt 6. mgr. 14. gr. leyft hana ef sérstaklega stendur á og telja verður að hún verði barninu til verulegs hagræðis. Þá er breyting á kenninafni barns undir 18 ára aldri háð samþykki þess samkvæmt 8. mgr. 14. gr. hafi það náð 12 ára aldri.

Dómsmálaráðherra er heimilt að leyfa manni eldri en 18 ára að taka upp nýtt kenninafn ef telja verður að gildar ástæður mæli með því samkvæmt 16. gr. Gild ástæða er að sjálfsögðu ef afi viðkomandi ber kenninafnið, samanber það sem áður hefur verið nefnt. Þá segir í 17. gr. að nafnbreytingar, hvort sem um er að ræða breytingar tilkynntar Þjóðskrá eða samkvæmt leyfi dómsmálaráðherra, skulu einungis heimilaðar einu sinni nema sérstaklega standi á....