Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1352 svör fundust
Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar?
Tannkrem eru hönnuð til að halda tönnunum hreinum og hvítum og í þeim eru ýmis efni sem gegna þeim tilgangi. Kannski er ofmælt að sykurinn geri tennurnar svartar en hann veldur tannskemmdum og þær verða oftast dökkar á litinn af fæðu eða öðru sem í munninn fer. Sykurinn er mikilvæg næring fyrir sýklana sem valda t...
Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?
Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa. F...
Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?
Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...
Lásu 18. aldar Íslendingar engin fornrit?
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um landið þvert og endilangt árin 1752–1757 á kostnað Danakonungs og í mikilfenglegri ferðabók, sem ekki kom út fyrr en árið 1772, lýstu þeir náttúru og dýralífi, en líka íslensku samfélagi og alþýðumenningu. Í frásögn um Kjósarsýslu segja þeir: „Því verður ekki móti mælt, að...
Hvað er gas?
Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...
Hver eru helstu frumefni líkamans?
Helstu frumefni líkamans eru súrefni (O), kolefni (C), vetni (H) og nitur (N). Samtals eru þessi fjögur efni um 96% af heildarmassa líkamans. Ef við skoðum nánar hvar þau koma fyrir og hlutfall hvers efnis af heildar líkamsmassa er röðin eftirfarandi:Súrefni (O) 65,0% - Er í vatni og lífrænum efnum, nauðsynlegt fy...
Hvaða áhrif hefur Hekla þegar hún gýs?
Tjón af völdum Heklugosa getur orðið af ýmsum orsökum. Helstar eru gjóskufall, flóð, hraunrennsli, jarðskjálftar og gasútstreymi. Gjóskufall hefur verið mesti skaðvaldurinn fyrr og síðar. Stóru forsögulegu gjóskugosin breyttu stórum svæðum í vikurauðnir sem voru lengi að gróa upp, og gjóskan veldur enn skaða me...
Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?
Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...
Hvernig varð íslenski hesturinn til?
Hér verður reynt að svara því hvernig íslenski hesturinn breyttist eftir komuna til landsins fyrir meira en eitt þúsund árum. Um uppruna og forfeður íslenska hestsins hefur sami höfundur skrifað á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn uppruninn? Ekki er vitað til þess að hestar hafi v...
Verður Leoníta-loftsteinaregnið sýnilegt frá Íslandi, 18. nóvember?
Svarið er tvímælalaust já, ef veður leyfir. Skömmu eftir miðnætti dagana 17. til 19. nóvember, þegar stjörnumerkið Ljónið er fyrir ofan sjóndeildarhringinn hér á landi, mun Leoníta-loftsteinaregnið, eða loftsteinadrífan, gera vart við sig. Talið er að regnið nái hámarki hjá okkur aðfaranótt 19. nóvember, milli klu...
Hvað er rafgas (plasma)? Er hægt að framleiða það á rannsóknarstofu?
Rafgas er gas sem er jónað að hluta eða að fullu og inniheldur rafeindir, jónir, hlutlausar frumeindir og sameindir. Fulljónað rafgas inniheldur einungis rafeindir og jónir en hlutjónað rafgas inniheldur jafnframt hlutlausar agnir. Megnið af alheiminum er rafgas. Iður stjarna og gufuhvolf þeirra, gaskennd geimþoka...
Af hverju heldur Alþingi hátíðarfund á Þingvöllum 18. júlí í sumar?
Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júlí er liður í því að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Hinn 1. desember 2018 verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Hefð er fyrir því að Alþingi minnist merkra tímamóta í sögu landsins með því að funda á Þingvö...
Hvað eru steinefni?
Steinefni eru nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Steinefnin nýtast líkamanum yfirleitt best á því formi sem þau koma fyrir í matvælum. Stundum er steinefnum skipt niður í aðalsteinefni og snefilsteinefni. Munurinn á þessum tveimur flokkum felst eingöngu í þv...
Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?
Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu. Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Ísle...
Hvað hafa orðið mörg gos í Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi á sögulegum tíma og nútíma og hvaða ár urðu þessi gos?
Eldstöðvakerfi kennt við Eyjafjallajökul nær yfir jökulinn sjálfan og fjalllendið sem hann situr á. Gos í eldstöðvakerfinu hafa verið fátíð og öll þekkt gos fremur lítil. Erfitt hefur reynst að tímasetja hraunin sem liggja hátt. Þau eru jarðvegsvana, og í mörgum tilvikum hefur jökulhlaup farið yfir þau eða jökull ...