Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Þorvaldur Þórðarson

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu sig umhverfis allt norðurhvel jarðar.

Umhverfisáhrif Skaftárelda voru mest á Íslandi. Hraunið þakti dýrmætt nytjaland og lagði meira en 20 bújarðir í eyði, en enginn fórst af völdum gjóskufalls eða hraunflæðis. Aftur á móti fundu landsmenn og búpeningur heldur betur fyrir brennisteinsmóðunni og flúormengun sem kom með fíngerðu öskufalli yfir mestallt landið. Súrt regn sem fylgdi gjóskufallinu frá Lakagígum í eldsveitunum, brenndi göt á laufblöð og sveið húð manna og dýra. Í öðrum landshlutum var megn brennisteinsfnykur samfara móðunni og askan bar með sér brennisteinssambönd svo féll á málma. Fólk kvartað yfir kraftleysi og öndunarerfiðleikum, sviða í augum og örum hjartslætti.[2] Móðan eyddi einnig birkikjarri og mosa sem hvarf af sumum svæðum í þrjú til tíu ár og í sumum tilvikum fyrir fullt og allt. Mjög dró úr grasvexti og grös visnuðu á slægjulöndum og haglendi. Flúoreitrun þjakaði búfénað og kom fram sem gaddur og afmyndun á beinum útlima. Innan árs voru meira en 60% fjárins fallin.[3] Þetta hrun búfjárstofnsins, ásamt óvenjulega köldu sumri og vetri, var aðalorsök móðuharðindanna þegar meira en 20% landsmanna (um 10.000 manns) biðu bana. Sú staðreynd að margir Íslendingar voru jarðaðir í fjöldagröfum er kannski raunhæfasti mælikvarðinn á umfang og afleiðingar harðindanna.[4]

Mynd af Skaftáreldum eftir Ásgrím Jónsson (1876-1958).

Áhrif Skaftárelda teygðu sig langt út fyrir landsteinana. Gosmekkirnir dældu 165-200 milljón tonnum af brennisteinsmóðu upp í háloftastrauma heiðhvolfsins sem dreifðu móðunni fyrst í austur yfir meginland Evrasíu, síðan yfir norðurheimskautssvæðið og síðast Norður-Ameríku. Þegar mest var, myndaði móðan samfellt ský yfir norðurhveli jarðar, frá 30. til 90. breiddargráðu. Niðurstreymi lofts í miðju háþrýstikerfa olli því að nálgægt 80% móðunnar drógust niður í veðrahvolfið, þar sem móðan dreifðist yfir stór svæði með vindum. Þá myndaðist hin alræmda „þurraþoka“ sem lá eins og þungur drómi yfir meginlandi Evrópu með tilheyrandi mengunaráhrifum. Styrkur brennisteinssýru í móðunni var langt yfir hættumörkum (meira en 1000 míkrógrömm á rúmmetra) og er líklegasta orsök öndunarerfiðleika sem hrjáðu marga og lýst er í samtímaheimildum.[5] Önnur afleiðing þurraþokunnar var súrt regn sem talið er að hafi samsvarað meira en 1000 kílóum af brennisteinssýru á hvern ferkílómetra sem móðan náði til. Þetta úrfelli olli talsverðum skemmdum á gróðri og uppskeru um alla Evrópu og dró úr trjávexti í Skandinavíu og Alaska. Sem dæmi má nefna að í júní féll lauf af trjám í Hollandi, svo ásýnd þeirra var eins og síðla hausts.

Tilvísanir:
  1. ^ Sigurður Steinþórsson, 1992. Annus mirabilis: 1783 í erlendum heimildum. Skírnir, 166 (vor), 133-155.
  2. ^ Sigurður Þórarinsson, 1979. On the damage caused by volcanic eruptions with special reference to tephra and gases. Volcanic Activity and Human Geology (P. D. Sheets og D. K. Grayson ritstjórar). Academic Press, New York, 125-159.
    Thordarson, T. og S. Self, 2003. Atmospheric and environmental effects of the 1783-1784 Laki eruption: a review and reassessment. Journal of Geophysical Research, 108(D1), 4011; doi: 10.1029/2001JD002042.
  3. ^ Guðmundur Á. Gunnlaugsson og fleiri, 1984. Skaftáreldar 1783-1784. Ritgerðir og heimildir. Mál og menning, Reykjavík. 442 bls.
  4. ^ Jón Steingrímsson, 1907-1915 (1788). Um Kötlugjá. Safn til sögu Íslands IV (Þorvaldur Thoroddsen ritstjóri). Hið íslenzka bókmenntafélag, Kaupmannahöf og Reykjavík, 216-219.
  5. ^ Thordarson, T. og S. Self, 2003. Atmospheric and environmental effects of the 1783-1784 Laki eruption: a review and reassessment. Journal of Geophysical Research, 108(D1), 4011; doi: 10.1029/2001JD002042.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

22.4.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þorvaldur Þórðarson. „Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67315.

Þorvaldur Þórðarson. (2014, 22. apríl). Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67315

Þorvaldur Þórðarson. „Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67315>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?
Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu sig umhverfis allt norðurhvel jarðar.

Umhverfisáhrif Skaftárelda voru mest á Íslandi. Hraunið þakti dýrmætt nytjaland og lagði meira en 20 bújarðir í eyði, en enginn fórst af völdum gjóskufalls eða hraunflæðis. Aftur á móti fundu landsmenn og búpeningur heldur betur fyrir brennisteinsmóðunni og flúormengun sem kom með fíngerðu öskufalli yfir mestallt landið. Súrt regn sem fylgdi gjóskufallinu frá Lakagígum í eldsveitunum, brenndi göt á laufblöð og sveið húð manna og dýra. Í öðrum landshlutum var megn brennisteinsfnykur samfara móðunni og askan bar með sér brennisteinssambönd svo féll á málma. Fólk kvartað yfir kraftleysi og öndunarerfiðleikum, sviða í augum og örum hjartslætti.[2] Móðan eyddi einnig birkikjarri og mosa sem hvarf af sumum svæðum í þrjú til tíu ár og í sumum tilvikum fyrir fullt og allt. Mjög dró úr grasvexti og grös visnuðu á slægjulöndum og haglendi. Flúoreitrun þjakaði búfénað og kom fram sem gaddur og afmyndun á beinum útlima. Innan árs voru meira en 60% fjárins fallin.[3] Þetta hrun búfjárstofnsins, ásamt óvenjulega köldu sumri og vetri, var aðalorsök móðuharðindanna þegar meira en 20% landsmanna (um 10.000 manns) biðu bana. Sú staðreynd að margir Íslendingar voru jarðaðir í fjöldagröfum er kannski raunhæfasti mælikvarðinn á umfang og afleiðingar harðindanna.[4]

Mynd af Skaftáreldum eftir Ásgrím Jónsson (1876-1958).

Áhrif Skaftárelda teygðu sig langt út fyrir landsteinana. Gosmekkirnir dældu 165-200 milljón tonnum af brennisteinsmóðu upp í háloftastrauma heiðhvolfsins sem dreifðu móðunni fyrst í austur yfir meginland Evrasíu, síðan yfir norðurheimskautssvæðið og síðast Norður-Ameríku. Þegar mest var, myndaði móðan samfellt ský yfir norðurhveli jarðar, frá 30. til 90. breiddargráðu. Niðurstreymi lofts í miðju háþrýstikerfa olli því að nálgægt 80% móðunnar drógust niður í veðrahvolfið, þar sem móðan dreifðist yfir stór svæði með vindum. Þá myndaðist hin alræmda „þurraþoka“ sem lá eins og þungur drómi yfir meginlandi Evrópu með tilheyrandi mengunaráhrifum. Styrkur brennisteinssýru í móðunni var langt yfir hættumörkum (meira en 1000 míkrógrömm á rúmmetra) og er líklegasta orsök öndunarerfiðleika sem hrjáðu marga og lýst er í samtímaheimildum.[5] Önnur afleiðing þurraþokunnar var súrt regn sem talið er að hafi samsvarað meira en 1000 kílóum af brennisteinssýru á hvern ferkílómetra sem móðan náði til. Þetta úrfelli olli talsverðum skemmdum á gróðri og uppskeru um alla Evrópu og dró úr trjávexti í Skandinavíu og Alaska. Sem dæmi má nefna að í júní féll lauf af trjám í Hollandi, svo ásýnd þeirra var eins og síðla hausts.

Tilvísanir:
  1. ^ Sigurður Steinþórsson, 1992. Annus mirabilis: 1783 í erlendum heimildum. Skírnir, 166 (vor), 133-155.
  2. ^ Sigurður Þórarinsson, 1979. On the damage caused by volcanic eruptions with special reference to tephra and gases. Volcanic Activity and Human Geology (P. D. Sheets og D. K. Grayson ritstjórar). Academic Press, New York, 125-159.
    Thordarson, T. og S. Self, 2003. Atmospheric and environmental effects of the 1783-1784 Laki eruption: a review and reassessment. Journal of Geophysical Research, 108(D1), 4011; doi: 10.1029/2001JD002042.
  3. ^ Guðmundur Á. Gunnlaugsson og fleiri, 1984. Skaftáreldar 1783-1784. Ritgerðir og heimildir. Mál og menning, Reykjavík. 442 bls.
  4. ^ Jón Steingrímsson, 1907-1915 (1788). Um Kötlugjá. Safn til sögu Íslands IV (Þorvaldur Thoroddsen ritstjóri). Hið íslenzka bókmenntafélag, Kaupmannahöf og Reykjavík, 216-219.
  5. ^ Thordarson, T. og S. Self, 2003. Atmospheric and environmental effects of the 1783-1784 Laki eruption: a review and reassessment. Journal of Geophysical Research, 108(D1), 4011; doi: 10.1029/2001JD002042.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi....