Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeimspeki

Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?

Þessu hafa ýmsir velt fyrir sér, meðal annars heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) í riti sínu Hugleiðingar um frumspeki. Descartes varpar fram þeirri hugmynd að hugsanlegt sé að hann sé bara að dreyma eða að kannski sé illur andi að beita hann stöðugum blekkingum og hlutirnir kringum hann séu ekki til í r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sigla yfir Kreppu?

Já það er vel hægt, enda er Kreppa á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370). Kreppa (til vinstri) og Jökulsá á Fjöllum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjum er hægt að bjóða birginn?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Ef maður bíður einhverjum birginn,(sem ég held að þýði að standa í hárinu á einhverjum, sem vekur svo aftur upp spurninguna hvaða hári?) hvaða birg er maður þá að bjóða? Orðasambandið að bjóða einhverjum byrginn/birginn merkir að ‘standa fast á sínu gegn einhverjum eða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „að komast í hann krappan“?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: "Að komast í hann krappan" þýðir að koma sér í vandræði. En hvaðan kemur þetta orðatiltak? Hvaða krappi er þetta sem við komum okkur í? Maður hefur heyrt "að komast í/stíga krappan dans" en það útskýrir tiltækið ekkert betur. Lýsingarorðið krappur merkir ‘þröngur, knapp...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'pæling' og 'að pæla'?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan eru orðið pæling og sögnin að pæla upprunnin og hvenær koma þessi orð fyrst fram í íslenskri tungu? Hafa þau alltaf haft sömu merkingu? Sögnin að pæla hefur tvær aðalmerkingar í íslensku. Annars vegar er hún notuð um að stinga mold upp með pál eða skóflu en páll er s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðtiltækið ‘að ganga ekki heill til skógar’?

Merking orðatiltækisins að ganga ekki heill til skógar er að ‘vera ekki við góða heilsu, eiga við meiðsl eða veikindi að stríða’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er fengið úr Safni af íslenzkum orðskviðum eftir Guðmund Jónsson sem gefið var út árið 1830. Þar er orðatiltækið prentað: ,,Hann gengr ekki heill til ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er maður í "essinu sínu"?

Orðasambandið að vera í essinu sínu ‘vera mjög vel fyrir kallaður, njóta sín vel’ er erlent að uppruna og þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Nafnorðið ess í merkingunni ‘gott ástand’ þekkist hins vegar frá því á 17. öld. Orðasambandið hefur sennilega borist í íslensku úr dönsku være ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða deiga láta menn síga?

Orðasambandið að láta deigan síga er notað í merkingunni ‘missa ekki kjarkinn, gefast ekki upp, láta ekki bilbug á sér finna’. Eldri mynd orðasambandsins, sem Orðabók Háskólans á dæmi um frá 19. öld, er að láta ekki deigan á síga í sömu merkingu og sagnarsambandið að vera deigur á e-ð ‘óttast eitthvað, hafa áhyggj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á takmarki og markmiði?

Ekki er mikill merkingarmunur á orðunum takmark og markmið. Í Íslenskri orðabók er markmið skýrt sem ‛eitthvað sem keppt er að, tilgangur’ en takmark ‛mark, mið, eitthvað til að keppa að’. Menn setja sér markmið, markmiðið getur verið skammt (eða langt) undan og að lokum ná menn markmiðinu eða ná því e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?

Orðasambandið að vera á mála hjá einhverjum er haft um það þegar maður er samningsbundinn til að vinna fyrir einhvern með því að vera hluti af liði hans. Í íþróttafréttum er þetta stundum notað um samninga leikmanna. Eiður Smári var á mála hjá Barcelona áður en hann gerði samning við Monaco. Orðið máli merkir a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir að biðja í tungum?

Spurningin til Vísindavefsins var í fullri lengd þessi: Hvað merkir að biðja í tungum? Það er vitnað í svipað orðalag á nokkrum stöðum í Biblíunni. T.d. 1. Korintubréf 14:13-15 Líka Korintubréf 14:4. Fyrra Korintubréf, 14. kafli, vers 13–14 eru svona í nýjustu biblíuþýðingu: Biðji því sá, er talar tungum, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða þönum er fólk alltaf?

Upprunalega spurningin var: Hvaða þanir eru þetta sem fólk er endalaust á og hvers vegna alltaf fleirtalan? Orðið þön þekkist allt frá fornu máli. Það hefur fleiri en eina merkingu: ‘spjálk eða teinn til að þenja e-ð út með; tálkn, tálknbogi; beintindur í ugga; fjaðurgeisli eða fön á fjöðurstaf, …’. Orð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru þeir sem vinna „að heiman“ heima hjá sér?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þýðir að vinna að heiman? Margir segjast nú á dögum vera að vinna að heiman og eiga við að þeir séu að vinna heima hjá sér. Er þetta rétt? Getur ekki verið að „að heiman“ þýði fjarri heimili. Ég er að vinna fjarri heimili mínu. Í atviksorðinu heiman er fólgin hreyf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur máltækið „hver hefur sinn djöful að draga“?

Máltækið hver hefur sinn djöful að draga merkir ‘allir þurfa að glíma við erfiðleika’ og þekkist frá fyrri hluta 18. aldar samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Djöfull vísar alltaf til einhvers sem er neikvætt og eru fjölmörg dæmi í Nýja testamentinu um að menn þurfi að gæta sín á því að láta djöfulinn ekki ...

category-iconVísindi almennt

Hvað gerist ef maður andar að sér ósoni?

Óson getur, jafnvel í litlu magni, verið skaðlegt barka og lungum. Hversu alvarlegur skaðinn verður veltur bæði á styrk ósonsins í loftinu og hversu lengi maður verður fyrir áhrifum þess. Þó getur hlotist alvarlegur og varanlegur skaði á lungum eða dauði af því að anda að sér tiltölulega litlu ósoni í mjög stuttan...

Fleiri niðurstöður