Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að sigla yfir Kreppu?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Já það er vel hægt, enda er Kreppa á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370).



Kreppa (til vinstri) og Jökulsá á Fjöllum nálægt Herðubreið.

Nafnið Kreppa er ekki upphaflegt á ánni. Pétur Brynjólfsson sem fór um svæðið 1794 kallaði núverandi Kverkhnúka Dyngjufjöll og Kreppu Dyngjufjallaá. Sveinn Pálsson tók það nafn síðan eftir honum (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:262, III:280). Sveinn orðar það þannig í Jöklariti sínu: "og mætti nefna hana Dyngjufjallaá" eins og nafnið sé hans (Ferðabók II:471).

Árið 1835 eða 1836 fór Pétur Pétursson á Hákonarstöðum um Ódáðahraun og yfir Kreppu og virðist hún þá bera það nafn (Þorvaldur, Ferðabók I:264). 1840 er sr. Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað á ferð með dönskum náttúrufræðingi, J.C. Schythe, um Vatnajökulsveg og fóru yfir Kreppu "við illan leik" (Þorvaldur, Ferðabók I:268). Kreppa er nefnd í sóknarlýsingu Hofteigssóknar 1840 (Múlasýslur, 64) og Björn Gunnlaugsson hefur nafnið á Íslandskorti sínu 1844. Nafnið virðist því hafa orðið til á fyrstu áratugum 19. aldar.

Í Noregi er til örnefnið Kreppa "eit smalt sund ved Kragerø" á Þelamörk, og Kreppene er bær í Noregi, þar sem nafnið er fleirtala af nýnorsku kreppe kvk. "innsnevring (i farvatn)" (Norsk stadnamnleksikon, 266).

Nafnið Kreppa er annaðhvort dregið af þeirri mjóu tungu sem áin myndar með Jökulsá, Krepputungu, eða þrengslum í ánni, meðal annars norðan við Fagradalsfjall, samanber sagnorðið kreppa sem merkir eins og kunnugt er 'þrengja að'. Þórhallur Vilmundarson telur að áin dragi sennilega nafn af hinum miklu bugðum árinnar fyrir norðan Fagradalsfjall, skylt kroppur (Grímnir 1:115).

Liggur við Kreppu lítil rúst,

leiðirnar ekki greiðar;

kyrja þar dimman kvæðasón

Kverkfjallavættir reiðar;

fríð var í draumum fjallaþjófs

farsældin norðan heiðar,

þegar hann sá eitt samfellt hjarn

sunnan til Herðubreiðar.

(Jón Helgason, Úr Áföngum)

Heimildir og mynd:

  • Grímnir 1. Reykjavík 1980.
  • Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1874. Finnur N. Karlsson, Indriði Gíslason og Páll Pálsson sáu um útgáfuna. Reykjavík 2000.
  • Norsk stadnamnleksikon. Red. av Jørn Sandnes og Ola Stemshaug. 4. utg. Oslo 1997.
  • Sveinn Pálsson. Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. II. Reykjavík 1983.
  • Uppdráttr Íslands. Suðaustr-fjórðúngr. Reykjavík og Kaupmannahöfn 1844.
  • Þorvaldur Thoroddsen. Ferðabók. 2. útg. Reykjavík 1958.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund


Kreppa er örnefni októbermánaðar 2008 hjá Stofnun Árna Magnússonar og er umfjöllunin birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

28.10.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Er hægt að sigla yfir Kreppu?“ Vísindavefurinn, 28. október 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49775.

Svavar Sigmundsson. (2008, 28. október). Er hægt að sigla yfir Kreppu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49775

Svavar Sigmundsson. „Er hægt að sigla yfir Kreppu?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49775>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að sigla yfir Kreppu?
Já það er vel hægt, enda er Kreppa á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370).



Kreppa (til vinstri) og Jökulsá á Fjöllum nálægt Herðubreið.

Nafnið Kreppa er ekki upphaflegt á ánni. Pétur Brynjólfsson sem fór um svæðið 1794 kallaði núverandi Kverkhnúka Dyngjufjöll og Kreppu Dyngjufjallaá. Sveinn Pálsson tók það nafn síðan eftir honum (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:262, III:280). Sveinn orðar það þannig í Jöklariti sínu: "og mætti nefna hana Dyngjufjallaá" eins og nafnið sé hans (Ferðabók II:471).

Árið 1835 eða 1836 fór Pétur Pétursson á Hákonarstöðum um Ódáðahraun og yfir Kreppu og virðist hún þá bera það nafn (Þorvaldur, Ferðabók I:264). 1840 er sr. Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað á ferð með dönskum náttúrufræðingi, J.C. Schythe, um Vatnajökulsveg og fóru yfir Kreppu "við illan leik" (Þorvaldur, Ferðabók I:268). Kreppa er nefnd í sóknarlýsingu Hofteigssóknar 1840 (Múlasýslur, 64) og Björn Gunnlaugsson hefur nafnið á Íslandskorti sínu 1844. Nafnið virðist því hafa orðið til á fyrstu áratugum 19. aldar.

Í Noregi er til örnefnið Kreppa "eit smalt sund ved Kragerø" á Þelamörk, og Kreppene er bær í Noregi, þar sem nafnið er fleirtala af nýnorsku kreppe kvk. "innsnevring (i farvatn)" (Norsk stadnamnleksikon, 266).

Nafnið Kreppa er annaðhvort dregið af þeirri mjóu tungu sem áin myndar með Jökulsá, Krepputungu, eða þrengslum í ánni, meðal annars norðan við Fagradalsfjall, samanber sagnorðið kreppa sem merkir eins og kunnugt er 'þrengja að'. Þórhallur Vilmundarson telur að áin dragi sennilega nafn af hinum miklu bugðum árinnar fyrir norðan Fagradalsfjall, skylt kroppur (Grímnir 1:115).

Liggur við Kreppu lítil rúst,

leiðirnar ekki greiðar;

kyrja þar dimman kvæðasón

Kverkfjallavættir reiðar;

fríð var í draumum fjallaþjófs

farsældin norðan heiðar,

þegar hann sá eitt samfellt hjarn

sunnan til Herðubreiðar.

(Jón Helgason, Úr Áföngum)

Heimildir og mynd:

  • Grímnir 1. Reykjavík 1980.
  • Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1874. Finnur N. Karlsson, Indriði Gíslason og Páll Pálsson sáu um útgáfuna. Reykjavík 2000.
  • Norsk stadnamnleksikon. Red. av Jørn Sandnes og Ola Stemshaug. 4. utg. Oslo 1997.
  • Sveinn Pálsson. Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. II. Reykjavík 1983.
  • Uppdráttr Íslands. Suðaustr-fjórðúngr. Reykjavík og Kaupmannahöfn 1844.
  • Þorvaldur Thoroddsen. Ferðabók. 2. útg. Reykjavík 1958.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund


Kreppa er örnefni októbermánaðar 2008 hjá Stofnun Árna Magnússonar og er umfjöllunin birt hér með góðfúslegu leyfi. ...