Ef maður bíður einhverjum birginn,(sem ég held að þýði að standa í hárinu á einhverjum, sem vekur svo aftur upp spurninguna hvaða hári?) hvaða birg er maður þá að bjóða?Orðasambandið að bjóða einhverjum byrginn/birginn merkir að ‘standa fast á sínu gegn einhverjum eða einhverju, þverskallast við einhvern, veita viðnám’. Uppruni er óviss og ritháttur sömuleiðis. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:97) er flettiorðið byrgin(n) og orðasambandið sagt frá 18. öld. Ásgeir telur upprunann óljósan og óvíst hvort rita skuli orðið með i eða y. Hann segir að giskað hafi verið á að upphafleg mynd orðtaksins sé að bjóða einhverjum byrgin ‘bjóða einhverjum að sækja á virkið’ eða að það væri leitt af orðinu *byrgir ‘hnefi’ eða að um sé að ræða styttingu úr bjóða einhverjum byrginn kost þar sem lýsingarorðið byrginn/birginn merki ‘harður, óvæginn’. Ekki kemur fram hverjir hafi giskað á þessar skýringar. * merkir að engin dæmi hafi fundist um orðið byrgir í þessari mynd.

Upphafleg mynd orðtaksins að bjóða einhverjum byrgin gæti verið að ‘bjóða einhverjum að sækja á virkið’. Teikningin er eftir Edward Mason af árásinni á Sackville-virkið árið 1779 í Bandaríska frelsisstríðinu.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Halldór Halldórsson. 1954. Íslenzk orðtök. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
- Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. 2. útg. Mál og menning, Reykjavík.
- Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík.
- Wikimedia Commons - Attack on Fort Sackville. (Sótt 4.7.2018).