Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru þeir sem vinna „að heiman“ heima hjá sér?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað þýðir að vinna að heiman?

Margir segjast nú á dögum vera að vinna að heiman og eiga við að þeir séu að vinna heima hjá sér. Er þetta rétt? Getur ekki verið að „að heiman“ þýði fjarri heimili. Ég er að vinna fjarri heimili mínu.

Í atviksorðinu heiman er fólgin hreyfing og merkingin er ‘burt frá heimkynnum’. Ef einhver er að heiman er hann ekki heima hjá sér heldur annars staðar. Að búa einhvern að heiman er að búa einhvern til dvalar annars staðar. Ef hann vinnur heima hjá sér getur hann sent vinnuna að heiman, það er frá heimilinu og til dæmis til vinnustaðarins. Ef einhver vinnur að heiman þá er hann ekki heima hjá sér heldur vinnur annars staðar. Þetta er að ég hygg almennasti skilningurinn á atviksliðnum að heiman.

Ef einhver vinnur að heiman þá er hann ekki heima hjá sér heldur vinnur annars staðar.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.7.2020

Spyrjandi

Sólveig Hrönn Sigurðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru þeir sem vinna „að heiman“ heima hjá sér?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79108.

Guðrún Kvaran. (2020, 15. júlí). Eru þeir sem vinna „að heiman“ heima hjá sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79108

Guðrún Kvaran. „Eru þeir sem vinna „að heiman“ heima hjá sér?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79108>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru þeir sem vinna „að heiman“ heima hjá sér?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvað þýðir að vinna að heiman?

Margir segjast nú á dögum vera að vinna að heiman og eiga við að þeir séu að vinna heima hjá sér. Er þetta rétt? Getur ekki verið að „að heiman“ þýði fjarri heimili. Ég er að vinna fjarri heimili mínu.

Í atviksorðinu heiman er fólgin hreyfing og merkingin er ‘burt frá heimkynnum’. Ef einhver er að heiman er hann ekki heima hjá sér heldur annars staðar. Að búa einhvern að heiman er að búa einhvern til dvalar annars staðar. Ef hann vinnur heima hjá sér getur hann sent vinnuna að heiman, það er frá heimilinu og til dæmis til vinnustaðarins. Ef einhver vinnur að heiman þá er hann ekki heima hjá sér heldur vinnur annars staðar. Þetta er að ég hygg almennasti skilningurinn á atviksliðnum að heiman.

Ef einhver vinnur að heiman þá er hann ekki heima hjá sér heldur vinnur annars staðar.

Mynd:...