Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 53 svör fundust
Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?
Við framleiðslu á rauðvíni eru notuð dökk vínber. Hýði berjanna er látið gerjast, ásamt aldinkjötinu, safanum og steinunum. Ljós vínber eru hins vegar notuð til að búa til hvítvín; þá er hýðið vanalega skilið frá og það sem eftir stendur er látið gerjast. Eiginleikar ólíkra rauðvína koma úr vínberjunum og er le...
Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?
Naflastrengur er strengur sem tengir fóstur í móðurkviði við legköku, en legkakan er sérstakt, tímabundið líffæri í legveggnum. Legkakan tengir saman fóstur og móður, en þar mætast blóðrásir þeirra án þess þó að blandast. Naflastrengurinn er í raun hluti af fóstrinu. Efnið í honum er hlaupkennt og þar er mikil...
Af hverju velja lögfræðingar sér oftar en aðrar starfsstéttir brúna skó í stað svartra við dökk jakkaföt?
Starfsmenn Vísindavefsins ákváðu að taka sér smá pásu frá pappírskasti (e. paper toss) og öðrum hefðbundnum skrifstofuleikjum, svo sem skrifborðsstólakappakstri (eitthvað verða menn jú að gera þegar ritstjórinn er í útlöndum) til að ræða um þessa spurningu. Eftir mikið japl, jaml og fuður voru starfsmennirnir ...
Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?
Á internetinu gengur manna á milli tölvupóstur sem ranglega segir að nú í ágúst, þegar þetta svar er skrifað, eigi Mars að vera álíka stór og tunglið, séð með berum augum. Því er svo bætt við að enginn lifandi maður í dag muni nokkru sinni sjá þetta aftur. Þennan tölvupóst má raunar rekja aftur til ársins 2003...
Hverjir eru litir hesta?
Litafjölbreytni er eitt einkenna íslenska hestsins. Helstu litir og litaafbrigði eru þessi: Rauður: Fjölbreytilegur, frá fölrauðum til nánast bleiks yfir í sótrauðan. Liturinn á tagli og faxi er oft svipaður og á búk en einnig ljósari. Bleikur: Ljósari en rauði liturinn. Munurinn felst í því að húðin er ljós...
Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?
Mörg fyrirbæri í umhverfi okkar virðast svo sjálfsögð að okkur dettur ekki í hug að undrast fyrr en við nánari skoðun. Kaffiblettir eru gott dæmi um slíkt. Þegar kaffi þornar upp skilur það eftir sig bletti sem eru dökkir á jaðrinum en ljósir innan hans. Skýringin á þessu er kannski ekki augljós en þó í raun einfö...
Verpir krían líka á suðlægum slóðum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Verpir krían líka á suðlægum slóðum sem hún heimsækir þegar vetur ríkir á Íslandi? Krían (Sterna paradisaea) verpir einungis á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada, í Alaska og norðarlega á austur...
Hvað er átt við þegar talað er um dökku hlið tunglsins?
Engin hlið tunglsins er alltaf dökk vegna þess að sólarljósið skín jafnmikið á allar hliðar þess í hverjum mánuði. Hins vegar eru hlutar tunglsins sem sjást aldrei frá jörðu og hefur "dökka hlið tunglins" stundum verið látið vísa til þess. Þetta er þó villandi notkun. Spurningin í heild var sem hér segi...
Gæti ég fengið að vita allt um fálka?
Fálkinn (Falco rusticolus) er ein af þremur ránfuglstegundum sem verpir hér á landi. Fálkinn er stærsta fálkategund heims. Karlfuglar eru um 900-1500 grömm og kvenfuglar um 1300-2100 grömm. Minnsta fálkategundin, smyrill (Falco columbriaris) lifir einnig á Íslandi. Heimkynni fálka. Dökk-appelsínugula svæðið sýn...
Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...
Hvernig verða fjöllin til?
Það eru til margar gerðir af fjöllum; há og lág, brött og aflíðandi, hvöss og slétt að ofan, dökk fjöll og ljós, stök og í fjallgörðum og svona mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum fjölbreytileika er sú að fjöllin hafa myndast við mismunandi aðstæður, úr mismunandi kviku og síðan er mismunandi hvernig náttúruöf...
Hvers vegna verður vatn hvítt þegar það fellur niður, eins og í fossum?
Endurkasti ljóss frá flötum er skipt í tvo flokka: speglun og ljósdreifingu. Við speglun (e. spatial reflection) ræðst stefna endurvarpaðs ljósgeisla af stefnu upprunageisla miðað við endurvarpsflötinn. Til að flötur geti framkallað spegilmynd af ljósgjafanum þarf endurkastið að vera af þessu tagi. Endurkast...
Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?
Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni. Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugast...
Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?
Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...
Hvað er fjörulalli?
Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögu...