
Ljósgeisli sem fellur á vatn í fossi klofnar upp á fyrsta dropa. Lítill hluti geislans speglast en stærstur hluti fer í gegnum dropann og lendir á næsta dropa þar sem sagan endurtekur sig. Myndin er af Gullfossi.

Þoka verður hvít ef þú ert með vasaljós eða annan ljósgjafa og skynjar endurvarp frá þokunni frekar en gegnskin.
Um skýin gildir annað þar sem þau eru baklýst og við horfum á gegnskin frekar en endurvarp. Þunnar skýjaslæður eru hvítar (ljósar), meðan þykkari og þéttari óveðursský eru grárri (dekkri). Svipað gildir um þokuna. Þétt þoka er dökk og kallast svartaþoka ef hún lokar fyrir dagsbirtuna en verður hvít ef þú ert með vasaljós eða annan ljósgjafa og skynjar endurvarp frá þokunni frekar en gegnskin.