Verpir krían líka á suðlægum slóðum sem hún heimsækir þegar vetur ríkir á Íslandi?Krían (Sterna paradisaea) verpir einungis á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada, í Alaska og norðarlega á austurströnd Bandaríkjanna. Á haustin flýgur hún í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á Suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur til baka á varpstöðvarnar.
- Kristinn Haukur Skarphéðinsson. (2018). Kría (Sterna paradisaea). Náttúrufræðistofnun Íslands. (Sótt 29.6.2022).
- BirdLife International. 2018. Sterna paradisaea. The IUCN Red List of Threatened Species 2018. (Sótt 29.6.2022).
- Kort: BirdLife International and Handbook of the Birds of the World (2018) 2018. Sterna paradisaea. The IUCN Red List of Threatened Species. Version 2021-3. (Sótt 29.6.2022).
- Mynd: Arctic tern (Sterna paradisaea) attacking, Amsterdam island, Svalbard.jpg. Höfundur myndar: AWeith. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 4.0 International (CC BY-SA 4.0) leyfi. (Sótt 29.6.2022).