Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Naflastrengur er strengur sem tengir fóstur í móðurkviði við legköku, en legkakan er sérstakt, tímabundið líffæri í legveggnum. Legkakan tengir saman fóstur og móður, en þar mætast blóðrásir þeirra án þess þó að blandast.

Naflastrengurinn er í raun hluti af fóstrinu. Efnið í honum er hlaupkennt og þar er mikil uppspretta stofnfruma fóstursins. Að meðaltali er naflastrengurinn við fæðingu um 50 cm að lengd og um 2 cm í þvermál. Í naflastrengnum liggja bæði slagæðar og bláæð. Slagæðarnar flytja koltvísýring (CO2) og úrgangsefni frá fóstrinu, en bláæðin flytur súrefni og næringarefni frá móðurinni.



Hér sést þegar verið er að klippa á naflastrenginn á nýfæddu barni.

Þegar barn er komið í heiminn er sett klemma á naflastrenginn og hann er síðan klipptur til að rjúfa þessi tengsl milli móður og barns. Þá hættir barnið að fá súrefni og næringarefni „beint í æð“. Lungu barnsins verða nú að vera tilbúin til öndunar og sogviðbragð þarf að vera fyrir hendi til að barnið geti aflað sér næringar með því að sjúga brjóst.

Naflinn er því í raun ör á kviði fólks sem myndaðist þegar leifar af naflastrengnum duttu af.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

16.7.2007

Spyrjandi

Tómas Freyr

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6720.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 16. júlí). Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6720

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6720>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?
Naflastrengur er strengur sem tengir fóstur í móðurkviði við legköku, en legkakan er sérstakt, tímabundið líffæri í legveggnum. Legkakan tengir saman fóstur og móður, en þar mætast blóðrásir þeirra án þess þó að blandast.

Naflastrengurinn er í raun hluti af fóstrinu. Efnið í honum er hlaupkennt og þar er mikil uppspretta stofnfruma fóstursins. Að meðaltali er naflastrengurinn við fæðingu um 50 cm að lengd og um 2 cm í þvermál. Í naflastrengnum liggja bæði slagæðar og bláæð. Slagæðarnar flytja koltvísýring (CO2) og úrgangsefni frá fóstrinu, en bláæðin flytur súrefni og næringarefni frá móðurinni.



Hér sést þegar verið er að klippa á naflastrenginn á nýfæddu barni.

Þegar barn er komið í heiminn er sett klemma á naflastrenginn og hann er síðan klipptur til að rjúfa þessi tengsl milli móður og barns. Þá hættir barnið að fá súrefni og næringarefni „beint í æð“. Lungu barnsins verða nú að vera tilbúin til öndunar og sogviðbragð þarf að vera fyrir hendi til að barnið geti aflað sér næringar með því að sjúga brjóst.

Naflinn er því í raun ör á kviði fólks sem myndaðist þegar leifar af naflastrengnum duttu af.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...