Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 276 svör fundust
Hvert fara flugur á veturna?
Það er eðlilegt að menn spyrji sig hvar flugurnar haldi sig eiginlega á veturna. Við vitum til dæmis að farfuglarnir halda suður á bóginn á haustin. En hvað gera flugurnar? Flugurnar sem við sjáum á vorin og sumrin deyja og þær fara þess vegna ekkert á veturna. Markmið þeirra á meðan þær eru á lífi er hins vega...
Hvað er einyrki?
Orðin einvirki og einyrki þekktust þegar í fornu máli. Þau voru notuð um bónda sem býr einn, að minnsta kosti einn karlmanna, á búi sínu og hefur ekki vinnufólk. Sú merking þekkist enn í dag, það er bóndinn sem vinnur á jörð sinni án aðkeypts vinnuafls. Í síðari alda máli hefur orðið einnig verið notað um mann með...
Hvaða galli var á gjöf Njarðar?
Aðrir spyrjendur eru:Jón Ellingsen, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Gísli Gíslason, Kristjana Sigursteinsdóttir, Trausti Þorgeirsson og Orri Tómasson.Elsta heimild í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið það er sá (sá er) galli á gjöf Njarðar að ... 'sá hængur er á, sá annmarki fylgir' er úr málsháttasaf...
Hvað er trítil- þegar einhver er trítilóður?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað merkir að vera trítilóður? Orðið trítill hefur fleiri en eina merkingu. Það er til dæmis nafn á leikfanginu skopparakringla (einnig trítiltoppur, trítiltopar) en einnig merkir það lítill hnykill, stráksnáði, smávaxinn maður, spónn til að matast með og trýni. Af þess...
Hvað er danskt fet margir sentímetrar?
Eins og fram kemur í Almanaki Háskólans og víðar er danskt fet 31,39 cm. Það er þannig ívið lengra en bresk-bandarískt fet (foot, fleirtala feet, skammstafað ft) sem er 30,48 cm. Tvö dönsk fet eru í danskri alin sem er 62,77 cm. Í bresk-bandarísku feti eru 12 þumlungar eða tommur (inch, fleirtala inches, skammstaf...
Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?
Laxfiskar, þar með talinn urriði og bleikja, éta margvíslega fæðu og oftast það sem er ríkjandi á hverjum tíma. Enginn hefur lagt sig fram um að rannsaka fæðu urriða á vetrum, en snemma á vorin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal éta þeir þá fæðu sem mest er af, það er bitmýi, og í öðru sæti eru vatnabobbar (sniglar...
Eru hnúfubakar í hættu við Ísland?
Í hvalatalningum sem Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í á hafsvæðunum umhverfis Ísland hefur tekist að skrá og fylgjast vel með þeim breytingum sem hafa orðið á stofnum hvala á þessum svæðum. Hnúfubakar teljast ekki í útrýmingarhættu við Ísland. Talning var fyrst framkvæmd árið 1987 og þá reyndust vera um...
Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?
Í orðunum bimbi rimbi rimm bamm er að finna margbreytileika mannlífsins, skala stórbrotinna tilfinninga, átök góðs og ills, efann og vissuna, þekkingarþrána, ástríðuna og neyðina. Því er ekki nema von að við leggjumst í vangaveltur yfir tilvist okkar og spyrjum: “Hvað þýðir bimbi rimbi rimm bamm?” Fyrst skulum ...
Er von á halastjörnunni ATLAS í apríl?
Halastjarnan C/2019 Y4 (ATLAS) verður ekki nógu björt til að sjást með berum augum á næturhimninum í apríl, að minnsta kosti ekki frá Íslandi. Spár benda til þess að hún nái hámarksbirtu í lok maí og verði þá álíka björt og björtustu fastastjörnur. Rætist allra bjartsýnustu spár verður hún álíka björt og Venus á k...
Hvaða heimildir eru til um Vatnsenda-Rósu og hvað er vitað um hana?
Lítið hefur verið skrifað um Rósu Guðmundsdóttur (1795-1855) sem oft er kölluð Vatnsenda-Rósa. Samtímaheimildir um búsetu hennar, störf og getu er einkum að finna í umsögnum presta, en þessar umsagnir eru þó heldur þurrar og ná á engan hátt að fanga persónuna sjálfa. Það er þó einnig skrifað nokkuð um Rósu í Natan...
Hvaða orð önnur en „norðurljós“ hafa verið notuð um þetta fyrirbæri á íslensku?
Orðið norðurljós kemur fyrst fyrir í hinni norsku Konungs skuggsjá sem var skrifuð á bilinu 1250–60, en að auki er þar talað um „svipandi loga“, „eld“ og „geisla“: En sá hlutur er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun það er Grænlendingar kalla norðurljós ... En þessi verður natúra og skipan á norðurljósi, að...
Er íslenska sauðkindin vörn Íslands fyrir moskítóflugum?
Á Íslandi eru ekki moskítóflugur. Ein tegund fannst í flugvél á Keflavíkurflugvelli sumarið 1986 þegar hún var að koma frá Nassaquaq á Grænlandi á leið til Frankfurt í Þýskalandi. Þetta var tegundin Aedes nigripes. Í svari sem ég skrifaði fyrir Vísindavefinn við spurningunni Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Ísl...
Eru Íslendingasögurnar skáldskapur eða voru hetjur þeirra raunverulega til?
Í heild hljóðuðu spurningarnar svona: Teljast Íslendingasögurnar til skáldverka eða eru hetjur þeirra, s.s. Grettir sterki, Gunnar á Hlíðarenda og Gísli Súrsson, raunverulegar persónur sem sannanlega voru til? Eru Íslendingasögurnar sögulegar heimildir eða eru þær skáldskapur? Einfaldast er að skilgreina Ís...
Af hverju er sagt að 1+1=2 ef það er búið að sanna að það sé 1?
Svo virðist sem spurningin vísi í svarið sem við vorum að birta í morgun þar sem gefið var dæmi um "sönnun" á því að 1 = 2. En þetta er að sjálfsögðu ekki raunveruleg sönnun og getur því ekki orðið grundvöllur frjórrar framhaldsumræðu. Þeir lesendur sem halda að við höfum verið að sýna rétta sönnun ættu að lesa sv...
Hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var það? Voru það Súmerar?
Nær víst er talið að menn hafi veitt sér villihesta til matar á síðustu skeiðum ísaldar áður en farið var að temja þá. Hesturinn var svo að öllum líkindum fyrst taminn í Evrasíu við lok nýsteinaldar, eða fyrir 5-6000 árum síðan, af arískum hirðingum sem bjuggu á steppum við Kaspíahaf og Svartahaf. Einnig bendir þó...