Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er einyrki?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðin einvirki og einyrki þekktust þegar í fornu máli. Þau voru notuð um bónda sem býr einn, að minnsta kosti einn karlmanna, á búi sínu og hefur ekki vinnufólk. Sú merking þekkist enn í dag, það er bóndinn sem vinnur á jörð sinni án aðkeypts vinnuafls. Í síðari alda máli hefur orðið einnig verið notað um mann með sjálfstæðan atvinnurekstur án þess að hafa aðra í vinnu hjá sér.


Gísli í Uppsölum er líklega einn þekktasti einyrkinn fyrr og síðar.

Síðari liðurinn -yrki er leiddur af sögninni að yrkja ‘rækta jörð’ en hún er skyld orðinu verk ‘starf, vinna, iðja’. Einyrki merkir því orðrétt ‘sá sem vinnur verk sitt einn, sá sem er einn að verki’. Þetta verður enn ljósara þegar við setjum í staðinn forna samheitið einvirki.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.3.2007

Spyrjandi

Sigurður Gunnarsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er einyrki?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6549.

Guðrún Kvaran. (2007, 22. mars). Hvað er einyrki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6549

Guðrún Kvaran. „Hvað er einyrki?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6549>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er einyrki?
Orðin einvirki og einyrki þekktust þegar í fornu máli. Þau voru notuð um bónda sem býr einn, að minnsta kosti einn karlmanna, á búi sínu og hefur ekki vinnufólk. Sú merking þekkist enn í dag, það er bóndinn sem vinnur á jörð sinni án aðkeypts vinnuafls. Í síðari alda máli hefur orðið einnig verið notað um mann með sjálfstæðan atvinnurekstur án þess að hafa aðra í vinnu hjá sér.


Gísli í Uppsölum er líklega einn þekktasti einyrkinn fyrr og síðar.

Síðari liðurinn -yrki er leiddur af sögninni að yrkja ‘rækta jörð’ en hún er skyld orðinu verk ‘starf, vinna, iðja’. Einyrki merkir því orðrétt ‘sá sem vinnur verk sitt einn, sá sem er einn að verki’. Þetta verður enn ljósara þegar við setjum í staðinn forna samheitið einvirki....