Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert fara flugur á veturna?

JGÞ

Það er eðlilegt að menn spyrji sig hvar flugurnar haldi sig eiginlega á veturna. Við vitum til dæmis að farfuglarnir halda suður á bóginn á haustin. En hvað gera flugurnar?

Flugurnar sem við sjáum á vorin og sumrin deyja og þær fara þess vegna ekkert á veturna. Markmið þeirra á meðan þær eru á lífi er hins vegar að fjölga sér. Afkomendur flugnanna eru á svokölluðu eggja- eða lirfustigi á veturna, eins og flest skordýr, og sumar eru í dvala sem púpur. Það fer aðallega eftir því hvar flugurnar og skordýrin lifa á hvaða stigi þau eru á veturna.

Gísli Már Gíslason útskýrir þetta fyrir okkur í svari við spurningunni Hvar eru flugurnar á veturna? Þar segir hann:
Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreytast lirfur í fullorðin dýr. Þá liggja dýrin hreyfingarlaus og miklar breytingar eiga sér stað á útliti þeirra, líffæri skipta um hlutverk og ný líffæri, eins og æxlunarfærin, vaxa í dýrunum.
Úr púpunni koma síðan fullvaxin skordýr sem hafa það að markmiði að æxlast og dreifa sér.

Reyndar er það svo að stundum sjáum við flugur á veturna. Ástæðan fyrir því er að á Íslandi er umhleypingasamt. Stundum er hlýtt hér á veturna og þá geta púpur klakist út og þá sjáum við flugur.

Umhleypingarnar hér á landi eru líklega ástæðan fyrir því að moskítóflugur (Culicidae) sem finnast á Grænlandi eru ekki hér. Í svari við spurningunni Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi? hefur Gísli Már Gíslason þetta að segja:
Á Grænlandi og Norður Skandinavíu er púpan í dvala undir ís á tjörnum yfir veturinn en um leið og ísa leysir klekst púpan og flýgur upp sem fluga. Þetta gerist á vorin, því að vetur á heimskautasvæðum er samfelldur. Á Íslandi eru hins vegar umhleypingar. Um miðjan vetur getur hlýnað skyndilega, ísa leyst en síðan kólnað fljótt aftur.

Við þessi skilyrði myndi púpan klekjast út væri hún til staðar. Flugan þyrfti þá að leita að bráð til að sjúga úr blóð, síðan þyrfti hún nokkra daga til þess að þroska eggin, hitta maka og verpa eggjunum í tjarnir eða votlendi. Umskiptin í veðri á Íslandi á veturna eru svo hröð að moskítóflugan fær ekki svigrúm til þess að ljúka lífsferli sínum. Við þessar aðstæður væri púpan því enn óþroskuð þegar aftur frysti og ís myndaðist á tjörnum.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.4.2008

Síðast uppfært

2.12.2019

Spyrjandi

Sveinbjörg Sara Baldursdóttir, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvert fara flugur á veturna?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7327.

JGÞ. (2008, 4. apríl). Hvert fara flugur á veturna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7327

JGÞ. „Hvert fara flugur á veturna?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7327>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert fara flugur á veturna?
Það er eðlilegt að menn spyrji sig hvar flugurnar haldi sig eiginlega á veturna. Við vitum til dæmis að farfuglarnir halda suður á bóginn á haustin. En hvað gera flugurnar?

Flugurnar sem við sjáum á vorin og sumrin deyja og þær fara þess vegna ekkert á veturna. Markmið þeirra á meðan þær eru á lífi er hins vegar að fjölga sér. Afkomendur flugnanna eru á svokölluðu eggja- eða lirfustigi á veturna, eins og flest skordýr, og sumar eru í dvala sem púpur. Það fer aðallega eftir því hvar flugurnar og skordýrin lifa á hvaða stigi þau eru á veturna.

Gísli Már Gíslason útskýrir þetta fyrir okkur í svari við spurningunni Hvar eru flugurnar á veturna? Þar segir hann:
Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreytast lirfur í fullorðin dýr. Þá liggja dýrin hreyfingarlaus og miklar breytingar eiga sér stað á útliti þeirra, líffæri skipta um hlutverk og ný líffæri, eins og æxlunarfærin, vaxa í dýrunum.
Úr púpunni koma síðan fullvaxin skordýr sem hafa það að markmiði að æxlast og dreifa sér.

Reyndar er það svo að stundum sjáum við flugur á veturna. Ástæðan fyrir því er að á Íslandi er umhleypingasamt. Stundum er hlýtt hér á veturna og þá geta púpur klakist út og þá sjáum við flugur.

Umhleypingarnar hér á landi eru líklega ástæðan fyrir því að moskítóflugur (Culicidae) sem finnast á Grænlandi eru ekki hér. Í svari við spurningunni Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi? hefur Gísli Már Gíslason þetta að segja:
Á Grænlandi og Norður Skandinavíu er púpan í dvala undir ís á tjörnum yfir veturinn en um leið og ísa leysir klekst púpan og flýgur upp sem fluga. Þetta gerist á vorin, því að vetur á heimskautasvæðum er samfelldur. Á Íslandi eru hins vegar umhleypingar. Um miðjan vetur getur hlýnað skyndilega, ísa leyst en síðan kólnað fljótt aftur.

Við þessi skilyrði myndi púpan klekjast út væri hún til staðar. Flugan þyrfti þá að leita að bráð til að sjúga úr blóð, síðan þyrfti hún nokkra daga til þess að þroska eggin, hitta maka og verpa eggjunum í tjarnir eða votlendi. Umskiptin í veðri á Íslandi á veturna eru svo hröð að moskítóflugan fær ekki svigrúm til þess að ljúka lífsferli sínum. Við þessar aðstæður væri púpan því enn óþroskuð þegar aftur frysti og ís myndaðist á tjörnum.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....