Talning var fyrst framkvæmd árið 1987 og þá reyndust vera um tvö þúsund hnúfubakar (Megaptera novaeangliae) á talningarsvæðinu. Árin 1995 og 2001 var fjöldinn um fjórtán þúsund einstaklingar. Að mati líffræðinga hefur árleg fjölgun hnúfubaka á tímabilinu frá 1986 til 2001 verið um 11,4% sem telst vera allnokkur fjölgun miðað við að hér er um stórt spendýr að ræða. Hnúfubakur hefur verið friðaður síðan 1985. Nú telst stofninn alls ekki vera í útrýmingarhættu heldur gæti þolað sjálfbærar veiðar að mati Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum: Heimildir og mynd:
- Skip.is
- Gísli A. Víkingsson. Ástand hvalastofna við Ísland og fæðuvistfræði hrefnu. Erindi í málstofu á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands.
- Mynd: Humpback Whale á Wikipedia. Sótt 17. 7. 2009.