Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru hnúfubakar í hættu við Ísland?

Jón Már Halldórsson

Í hvalatalningum sem Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í á hafsvæðunum umhverfis Ísland hefur tekist að skrá og fylgjast vel með þeim breytingum sem hafa orðið á stofnum hvala á þessum svæðum.



Hnúfubakar teljast ekki í útrýmingarhættu við Ísland.

Talning var fyrst framkvæmd árið 1987 og þá reyndust vera um tvö þúsund hnúfubakar (Megaptera novaeangliae) á talningarsvæðinu. Árin 1995 og 2001 var fjöldinn um fjórtán þúsund einstaklingar. Að mati líffræðinga hefur árleg fjölgun hnúfubaka á tímabilinu frá 1986 til 2001 verið um 11,4% sem telst vera allnokkur fjölgun miðað við að hér er um stórt spendýr að ræða.

Hnúfubakur hefur verið friðaður síðan 1985. Nú telst stofninn alls ekki vera í útrýmingarhættu heldur gæti þolað sjálfbærar veiðar að mati Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.7.2009

Spyrjandi

Guðrún Erla Bragadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru hnúfubakar í hættu við Ísland?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52727.

Jón Már Halldórsson. (2009, 27. júlí). Eru hnúfubakar í hættu við Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52727

Jón Már Halldórsson. „Eru hnúfubakar í hættu við Ísland?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52727>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru hnúfubakar í hættu við Ísland?
Í hvalatalningum sem Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í á hafsvæðunum umhverfis Ísland hefur tekist að skrá og fylgjast vel með þeim breytingum sem hafa orðið á stofnum hvala á þessum svæðum.



Hnúfubakar teljast ekki í útrýmingarhættu við Ísland.

Talning var fyrst framkvæmd árið 1987 og þá reyndust vera um tvö þúsund hnúfubakar (Megaptera novaeangliae) á talningarsvæðinu. Árin 1995 og 2001 var fjöldinn um fjórtán þúsund einstaklingar. Að mati líffræðinga hefur árleg fjölgun hnúfubaka á tímabilinu frá 1986 til 2001 verið um 11,4% sem telst vera allnokkur fjölgun miðað við að hér er um stórt spendýr að ræða.

Hnúfubakur hefur verið friðaður síðan 1985. Nú telst stofninn alls ekki vera í útrýmingarhættu heldur gæti þolað sjálfbærar veiðar að mati Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...