Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 12 svör fundust
Eru hnúfubakar í hættu við Ísland?
Í hvalatalningum sem Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í á hafsvæðunum umhverfis Ísland hefur tekist að skrá og fylgjast vel með þeim breytingum sem hafa orðið á stofnum hvala á þessum svæðum. Hnúfubakar teljast ekki í útrýmingarhættu við Ísland. Talning var fyrst framkvæmd árið 1987 og þá reyndust vera um...
Eru hvalir skipulagðir í árásum á fiskitorfur?
Spurningin hljóðar í heild sinni: Er það satt að hvalir séu skipulagðir og ráðist einn og einn í einu á síldartorfur? Eru þessar skepnur gáfaðar? Þónokkrar tegundir hvala nýta sér þá miklu fæðu sem göngur uppsjávarfiska gefa af sér. Hér við land eru það háhyrningar (Orcinus orca), höfrungar (svo sem hnýðingar) o...
Af hverju er hnúfubakur loðinn í munninum?
Hárin á skíðum hnúfubaka og annarra skíðishvala gegna mikilvægu hlutverki í fæðunámi þeirra. Skíðin eru föst við efri kjálka dýranna og sú hlið skíðanna sem snýr inn að munnholi er alsett hárum. Hnúfubakurinn hefur 330 pör af skíðum. Þau eru um 60 cm á lengd og rúmir 30 cm á breidd þar sem þau eru breiðust. Hér s...
Hvar lifa hvalir aðallega og við hvaða veðurskilyrði?
Þessari spurningu verður vart svarað með afgerandi hætti þar sem hvalir finnast í öllum heimshöfum en dreifing þeirra er þó árstíðabundin. Þegar haustar á norðurhveli jarðar halda flest stórhveli suður í hlýrri sjó á heittempruðum hafsvæðum en þar bera kýrnar. Á veturna er því mun minna um hvali á norðurslóðum...
Hvaða hvalir hafa sést við Ísland?
Alls hefur sést til að minnsta kosti 23 hvalategunda í íslensku lögsögunni. Vissulega eru þessar tegundir misalgengar, líklega er einna algengast að sjá hrefnur (Balaenoptera acutorostrata) á grunnsævinu við landið en tegundir eins og norðhvalur (Balaena mysticetus) og mjaldur (Delphinapterus leucas) eru afskapleg...
Er hægt að mjólka hvali og selja úr þeim mjólkina?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er hægt að mjólka hval? Eru einhverjir sem selja hvalamjólk? Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að útskýra fyrst hvalaspenann. Eins og aðrar spendýramæður hafa hvalamæður spena. Speninn er að vísu ekki sýnilegur nema þegar hann er örvaður. Spenarnir eru tveir og st...
Eru hvalir með hár?
Feldur spendýra hefur það meginhlutverk að halda á þeim hita. Ef feldurinn blotnar dregur mikið úr einangrunargildi hans. Þróunin hjá sjávarspendýrum hefur því orðið sú að í stað líkamshára hafa þau þykkt fitulag sem er mun betri varmaeinangrun í sjónum. Hvalir eru þó ekki með öllu hárlausir. Í móðurkviði eru ...
Eru skíðishvalir ófélagslyndir?
Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...
Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...
Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega?
Skíðishvalir eru mjög algengir á köldum búsvæðum sem umlykja norður- og suðurpólinn. Á kaldari hafsvæðum, líkt og umhverfis Ísland, er gjarnan mikið æti að finna. Þar er mikið um smærri sjávardýr sem halda sig saman í stórum torfum, til að mynda sandsíli (Ammodytes spp.), krabbaflær (hópur smárra krabbadýrategunda...
Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag?
Skilgreining á hugtakinu útrýmingarhætta felst í því hvort líkur séu á því að viðkomandi dýrategund deyi út í nánustu framtíð. Upplýsingar um ástand dýrastofna er að finna í svonefndri Red Data Book en það er gagnagrunnur sem samtökin IUCN standa að. Í þeim starfa hópur sjálfboðaliða, aðallega úr röðum náttúrufræð...
Prumpa hvalir og losa þeir þá mikið af metangasi sem veldur hlýnun jarðar?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað má reikna með að hvalur (t.d. hnúfubakur) gefi mikið frá sér af metangasi, eða skaðlegum efnum fyrir andrúmsloftið? Tímaeiningin gæti t.d. verið mánuður eða ár. Við erum að tala um hvalaprump. Það væri fróðlegt að fá samanburð t.d. við nautgripi. Langflest spendýr o...