Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er íslenska sauðkindin vörn Íslands fyrir moskítóflugum?

Gísli Már Gíslason

Á Íslandi eru ekki moskítóflugur. Ein tegund fannst í flugvél á Keflavíkurflugvelli sumarið 1986 þegar hún var að koma frá Nassaquaq á Grænlandi á leið til Frankfurt í Þýskalandi. Þetta var tegundin Aedes nigripes. Í svari sem ég skrifaði fyrir Vísindavefinn við spurningunni Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi? gerði ég því skóna að Aedes nigripes hefði lífsferil sem hentaði ekki rysjóttu veðri á Íslandi. Egg gætu klakist á miðjum vetri í hlýindatímabili, sem iðulega gerir meðfram ströndinni. Þegar frystir aftur gætu lirfurnar ekki andað eða ef fullorðnar flugur væru komnar á kreik gætu þær ekki lifað við vetraraðstæður. Í Grænlandi hlýnar á vorin og þær hafa sumarið til að ljúka lífsferli sínum.

Rysjótt veður á Íslandi gæti verið ástæðan fyrir því að moskítóflugur af tegundinni Aedes nigripes lifa ekki hér.

Í nágrannalöndunum austan og sunnan við Ísland eru um og yfir 30 tegundir af moskítóflugum. Fjöldi skordýrategunda á Íslandi eru 1604 (Erling Ólafsson, munnl. upplýsingar) og í nágrannalöndunum, eins og Skandinavíu og Bretlandi um 30 þúsund. Það er því ljóst að það er tilviljunum háð hvaða tegundir berast hingað með vindi og mönnum (Gísli Már Gíslason, 2019). Af vatnaskordýrum er fjöldinn á Íslandi um 6% (vorflugur) til 18% (rykmý) miðað við Bretland og Noreg. Það er því tilviljunum háð hvers vegna moskítótegundir hafa ekki borist hingað, því sumar þeirra geta þrifist ef þær berast og finna hentugt bússvæði.

Vitað er að sumir einstaklingar spendýra, eins og sumt mannfólk, geta gefið frá sér efni sem kemur í veg fyrir að moskítóflugur finni lykt af þeim eða reyna að sjúga blóð úr þeim (Logan ofl., 2008; Stanczyk o.fl., 2010). Þess vegna eru sumir einstaklingar bitnir af moskítóflugum og aðrir ekki.

Vel má vera að einstaka kindur gefi frá sér efni sem kemur í veg fyrir að moskítóflugur finni lykt af þeim eða reyna að sjúga blóð úr þeim, en það ætti ekki að koma í veg fyrir að moskítóflugur geti þrifist hér á landi.

Hvort sauðkindin íslenska hafi slíka skordýrafælu hefur ekki verið skoðað. Vel má vera að einstaka kindur gefi slíkt efni frá sér, en það ætti ekki að koma í veg fyrir að moskítóflugur geti þrifist hérna, því nóg er af öðrum spendýrum til að sjúga næringu úr, þar á meðal manninum og því sauðfé sem ekki gefur frá sér lykt sem fælir skordýr frá þeim.

Heimildir og frekara lesefni:
  • Gísli Már Gíslson 2002. Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi?
  • Gísli Már Gíslson 2019. The aquatic fauna of the North Atlantic islands with emphasis on Iceland. Bioggeography of the Sub-Arctic North Atlantic Island Biota: Aspects of the Past, Choices for the Future (ritstj. Eva Panagiotakopulu, John Sadler, Paul Buckland). Wiley (í prentun).
  • Logan, J.G.; M.A. Birkett, S. Clark, S. Powers, N.J. Seal, L.J. Wadhams, A.J. Mordue og J.A. Pickett. Identification of human-dreived volatile chemicals that interfere with attraction of Aedes aegypti mosquitoes. Journal of Chemical Ecology, 343, 308-322, DOI: 10.1007/s10886-008-9436-0.
  • Stanczyk, N.M.; J.F.Y. Brookfield, R. Ignell, J.G. Logan, og L.M. Field 2010. Behavioral insensitivity of DEET in Aedes aegypti is a genetically determined trait residing in changes in sensillum function. PNAS 107, 8575-8580, DOI: 10.1073/pnas.1001313107.

Myndir:

Spurning Hörpu hljóðaði í heild sinni svona:

Góðan dag.

Mig langar að spyrja ykkur út í eitt varðandi moskítófluguna.

Mér finnst ástæðan fyrir því að hún þrífist ekki á Íslandi ekki nógu skýr. Skýringarnar á Vísindavefnum eru í viðtengingarhætti, sem segja manni að ástæðurnar fyrir því að hún nái ekki bólfestu hér á landi hafi ekki verið nógu vel rannsakaðar.

Ég heyrði eina áhugaverða kenningu um daginn og langar að kanna hvort að þið hafið heyrt af henni og hvort það gæti mögulega verið eitthvað til í þessari kenningu.

Getur íslenska sauðkindin mögulega haft eitthvað með það að gera að moskítóflugan þrífst ekki hér á Íslandi? Að það séu einhver efni, hvort það er frá ullinni, eða kindinni sjálfri, sem fæli hana frá því að setjast hér að?

Ég hef einnig heyrt það nefnt að íslensku sauðkindina sé að finna á einhverjum af grænlensku eyjunum og þá er sú eyja nánast moskítólaus.

Ætli það sé eitthvað til í þessu? Bara svona smá vangaveltur.

Eigið góðan dag.

Harpa Jóhannsdóttir,

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

27.3.2019

Spyrjandi

Harpa Jóhannsdóttir, Sigurður Ingi Sigurpálsson

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Er íslenska sauðkindin vörn Íslands fyrir moskítóflugum?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2019, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77171.

Gísli Már Gíslason. (2019, 27. mars). Er íslenska sauðkindin vörn Íslands fyrir moskítóflugum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77171

Gísli Már Gíslason. „Er íslenska sauðkindin vörn Íslands fyrir moskítóflugum?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2019. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77171>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er íslenska sauðkindin vörn Íslands fyrir moskítóflugum?
Á Íslandi eru ekki moskítóflugur. Ein tegund fannst í flugvél á Keflavíkurflugvelli sumarið 1986 þegar hún var að koma frá Nassaquaq á Grænlandi á leið til Frankfurt í Þýskalandi. Þetta var tegundin Aedes nigripes. Í svari sem ég skrifaði fyrir Vísindavefinn við spurningunni Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi? gerði ég því skóna að Aedes nigripes hefði lífsferil sem hentaði ekki rysjóttu veðri á Íslandi. Egg gætu klakist á miðjum vetri í hlýindatímabili, sem iðulega gerir meðfram ströndinni. Þegar frystir aftur gætu lirfurnar ekki andað eða ef fullorðnar flugur væru komnar á kreik gætu þær ekki lifað við vetraraðstæður. Í Grænlandi hlýnar á vorin og þær hafa sumarið til að ljúka lífsferli sínum.

Rysjótt veður á Íslandi gæti verið ástæðan fyrir því að moskítóflugur af tegundinni Aedes nigripes lifa ekki hér.

Í nágrannalöndunum austan og sunnan við Ísland eru um og yfir 30 tegundir af moskítóflugum. Fjöldi skordýrategunda á Íslandi eru 1604 (Erling Ólafsson, munnl. upplýsingar) og í nágrannalöndunum, eins og Skandinavíu og Bretlandi um 30 þúsund. Það er því ljóst að það er tilviljunum háð hvaða tegundir berast hingað með vindi og mönnum (Gísli Már Gíslason, 2019). Af vatnaskordýrum er fjöldinn á Íslandi um 6% (vorflugur) til 18% (rykmý) miðað við Bretland og Noreg. Það er því tilviljunum háð hvers vegna moskítótegundir hafa ekki borist hingað, því sumar þeirra geta þrifist ef þær berast og finna hentugt bússvæði.

Vitað er að sumir einstaklingar spendýra, eins og sumt mannfólk, geta gefið frá sér efni sem kemur í veg fyrir að moskítóflugur finni lykt af þeim eða reyna að sjúga blóð úr þeim (Logan ofl., 2008; Stanczyk o.fl., 2010). Þess vegna eru sumir einstaklingar bitnir af moskítóflugum og aðrir ekki.

Vel má vera að einstaka kindur gefi frá sér efni sem kemur í veg fyrir að moskítóflugur finni lykt af þeim eða reyna að sjúga blóð úr þeim, en það ætti ekki að koma í veg fyrir að moskítóflugur geti þrifist hér á landi.

Hvort sauðkindin íslenska hafi slíka skordýrafælu hefur ekki verið skoðað. Vel má vera að einstaka kindur gefi slíkt efni frá sér, en það ætti ekki að koma í veg fyrir að moskítóflugur geti þrifist hérna, því nóg er af öðrum spendýrum til að sjúga næringu úr, þar á meðal manninum og því sauðfé sem ekki gefur frá sér lykt sem fælir skordýr frá þeim.

Heimildir og frekara lesefni:
  • Gísli Már Gíslson 2002. Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi?
  • Gísli Már Gíslson 2019. The aquatic fauna of the North Atlantic islands with emphasis on Iceland. Bioggeography of the Sub-Arctic North Atlantic Island Biota: Aspects of the Past, Choices for the Future (ritstj. Eva Panagiotakopulu, John Sadler, Paul Buckland). Wiley (í prentun).
  • Logan, J.G.; M.A. Birkett, S. Clark, S. Powers, N.J. Seal, L.J. Wadhams, A.J. Mordue og J.A. Pickett. Identification of human-dreived volatile chemicals that interfere with attraction of Aedes aegypti mosquitoes. Journal of Chemical Ecology, 343, 308-322, DOI: 10.1007/s10886-008-9436-0.
  • Stanczyk, N.M.; J.F.Y. Brookfield, R. Ignell, J.G. Logan, og L.M. Field 2010. Behavioral insensitivity of DEET in Aedes aegypti is a genetically determined trait residing in changes in sensillum function. PNAS 107, 8575-8580, DOI: 10.1073/pnas.1001313107.

Myndir:

Spurning Hörpu hljóðaði í heild sinni svona:

Góðan dag.

Mig langar að spyrja ykkur út í eitt varðandi moskítófluguna.

Mér finnst ástæðan fyrir því að hún þrífist ekki á Íslandi ekki nógu skýr. Skýringarnar á Vísindavefnum eru í viðtengingarhætti, sem segja manni að ástæðurnar fyrir því að hún nái ekki bólfestu hér á landi hafi ekki verið nógu vel rannsakaðar.

Ég heyrði eina áhugaverða kenningu um daginn og langar að kanna hvort að þið hafið heyrt af henni og hvort það gæti mögulega verið eitthvað til í þessari kenningu.

Getur íslenska sauðkindin mögulega haft eitthvað með það að gera að moskítóflugan þrífst ekki hér á Íslandi? Að það séu einhver efni, hvort það er frá ullinni, eða kindinni sjálfri, sem fæli hana frá því að setjast hér að?

Ég hef einnig heyrt það nefnt að íslensku sauðkindina sé að finna á einhverjum af grænlensku eyjunum og þá er sú eyja nánast moskítólaus.

Ætli það sé eitthvað til í þessu? Bara svona smá vangaveltur.

Eigið góðan dag.

Harpa Jóhannsdóttir,

...