Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur þú sagt mér um vorflugur?

Gísli Már Gíslason

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað eru til margar tegundir af vorflugum á Íslandi og hvenær eru þær mest á ferli?
  • Hvað er vorfluga, hvernig lítur hún út og hversu margar tegundir hennar lifa hér á landi?

Vorflugur eru náskyldar fiðrildum og eiga þessir ættbálkar sameiginlegan forföður. Ættbálkunum er oft ruglað saman en þekkja má þá í sundur á því að fiðrildi hafa hreistur á vængjum en vængir vorflugna eru þaktir hárum.

Þessi munur kemur fram í fræðiheitum þeirra en fræðiheiti vorflugna er Trichoptera eða hárvængjur (trichos = hár, pteron = vængur) en fiðrildi kallast Lepidoptera sem þýðir hreisturvængjur (lesa má meira um fiðrildi í svari sama höfundar við spurningunni Hvað éta fiðrildi?).



Vorflugur eru meðalstór skordýr, um 10-20 mm á lengd og með tvö pör af vængjum. Vængirnir hafa fáar þveræðar og þegar flugurnar sitja mynda framvængirnir háreist þak yfir dýrinu að aftanverðu. Fálmararnir eru mjóir og langir og svipaðir að lengd og vængir flugunnar. Flestar vorflugur eru brún- eða gráleitar og vekja ekki mikla athygli.

Vorflugur eru skordýr með fullkomna myndbreytingu, það er að segja lífsstigin eru egg, lirfa, púpa og flugan sjálf. Vorflugnalirfur lifa allan sinn aldur í vatni, sumar tegundir í stöðuvötnum, aðrar í ám og lækjum. Lirfurnar finnast í vatni allan ársins hring,

Fullorðin dýr fljúga um og eru á þurru en halda sig oftast nálægt ám og vötnum. Flugtíminn fer bæði eftir tegundum og landsvæðum. Sumar tegundir fljúga aðeins á vorin, aðrar (þær sem eru í mýrum) um mitt sumar og enn aðrar frá því í snemma á vorin og fram á haust. Hér á landi eru vorflugur á ferðinni á daginn þegar hlýtt er í veðri og lítill vindur.

Vorflugur gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfi vatna og eru étnar í miklum mæli af silungum og fuglum.

Í heiminum eru um 7000 tegundir vorflugna, en 11 tegundir finnast á Íslandi.

Mynd: Les insectes du Québec

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

27.7.2004

Spyrjandi

Ingunn Gunnarsdóttir, f. 1990
Heimir Jóhannsson
Jóhann Harðarson

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Hvað getur þú sagt mér um vorflugur?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4426.

Gísli Már Gíslason. (2004, 27. júlí). Hvað getur þú sagt mér um vorflugur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4426

Gísli Már Gíslason. „Hvað getur þú sagt mér um vorflugur?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4426>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um vorflugur?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað eru til margar tegundir af vorflugum á Íslandi og hvenær eru þær mest á ferli?
  • Hvað er vorfluga, hvernig lítur hún út og hversu margar tegundir hennar lifa hér á landi?

Vorflugur eru náskyldar fiðrildum og eiga þessir ættbálkar sameiginlegan forföður. Ættbálkunum er oft ruglað saman en þekkja má þá í sundur á því að fiðrildi hafa hreistur á vængjum en vængir vorflugna eru þaktir hárum.

Þessi munur kemur fram í fræðiheitum þeirra en fræðiheiti vorflugna er Trichoptera eða hárvængjur (trichos = hár, pteron = vængur) en fiðrildi kallast Lepidoptera sem þýðir hreisturvængjur (lesa má meira um fiðrildi í svari sama höfundar við spurningunni Hvað éta fiðrildi?).



Vorflugur eru meðalstór skordýr, um 10-20 mm á lengd og með tvö pör af vængjum. Vængirnir hafa fáar þveræðar og þegar flugurnar sitja mynda framvængirnir háreist þak yfir dýrinu að aftanverðu. Fálmararnir eru mjóir og langir og svipaðir að lengd og vængir flugunnar. Flestar vorflugur eru brún- eða gráleitar og vekja ekki mikla athygli.

Vorflugur eru skordýr með fullkomna myndbreytingu, það er að segja lífsstigin eru egg, lirfa, púpa og flugan sjálf. Vorflugnalirfur lifa allan sinn aldur í vatni, sumar tegundir í stöðuvötnum, aðrar í ám og lækjum. Lirfurnar finnast í vatni allan ársins hring,

Fullorðin dýr fljúga um og eru á þurru en halda sig oftast nálægt ám og vötnum. Flugtíminn fer bæði eftir tegundum og landsvæðum. Sumar tegundir fljúga aðeins á vorin, aðrar (þær sem eru í mýrum) um mitt sumar og enn aðrar frá því í snemma á vorin og fram á haust. Hér á landi eru vorflugur á ferðinni á daginn þegar hlýtt er í veðri og lítill vindur.

Vorflugur gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfi vatna og eru étnar í miklum mæli af silungum og fuglum.

Í heiminum eru um 7000 tegundir vorflugna, en 11 tegundir finnast á Íslandi.

Mynd: Les insectes du Québec

...