Jón Ellingsen, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Gísli Gíslason, Kristjana Sigursteinsdóttir, Trausti Þorgeirsson og Orri Tómasson.Elsta heimild í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið það er sá (sá er) galli á gjöf Njarðar að ... 'sá hængur er á, sá annmarki fylgir' er úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá síðari hluta 17. aldar (útg. í Lundi 1930). Þar er orðtakið reyndar gáll (galli) er á gjöf Njarðar. Þetta bendir til að orðtakið sé eitthvað eldra. Engin goðsaga er í Snorra-Eddu sem gæti skýrt hver gjöf Njarðar var og engin þjóðsaga hefur fundist sem skýrt gæti orðtakið. Njörður var sjávarguð í norrænni goðafræði og er hugsanlegt að gjöf hans tengist á einhvern hátt fiskveiðum.
Útgáfudagur
24.3.2006
Spyrjandi
Sverrir Páll Erlendsson
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvaða galli var á gjöf Njarðar?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5730.
Guðrún Kvaran. (2006, 24. mars). Hvaða galli var á gjöf Njarðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5730
Guðrún Kvaran. „Hvaða galli var á gjöf Njarðar?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5730>.