Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er von á halastjörnunni ATLAS í apríl?

Sævar Helgi Bragason

Halastjarnan C/2019 Y4 (ATLAS) verður ekki nógu björt til að sjást með berum augum á næturhimninum í apríl, að minnsta kosti ekki frá Íslandi. Spár benda til þess að hún nái hámarksbirtu í lok maí og verði þá álíka björt og björtustu fastastjörnur. Rætist allra bjartsýnustu spár verður hún álíka björt og Venus á kvöldhimninum þessa dagana. Þá er aftur á móti orðið bjart allan sólarhringinn á Íslandi og ólíklegt að koma megi auga á hana með berum augum.

Halastjarnan C/2019 Y4 (ATLAS) verður ekki nógu björt til að sjást með berum augum á næturhimninum í apríl, að minnsta kosti ekki frá Íslandi. © Gísli Már Árnason.

Þegar þetta er skrifað snemma í apríl 2020 er halastjarnan hátt á lofti yfir Íslandi en er enn of dauf til að sjást með berum augum. Hún sést þó ágætlega með sjónauka og lítur þá út eins og fölgrænn þokublettur, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í lok mars 2020 frá stjörnustöðinni á Hótel Rangá. Þá var halastjarnan í stjörnumerkinu Gíraffanum. Vilji áhugasamir finna hana er nauðsynlegt að styðjast við stjörnukort eða hnit.

Í lok apríl gæti halastjarnan verið orðin nógu björt til að sjást naumlega með berum augum við bestu skilyrði, það er við fullkomið myrkur. Á þeim árstíma er einungis rökkur á Íslandi sem dregur úr sýnileika halastjörnunnar.

Halastjörnur eru frægar fyrir hve erfitt er að spá fyrir um hegðun þeirra. Það eina sem við getum gert í bili er að bíða og sjá hvernig þróunin verður. Halastjörnur hafa bæði komið fólki á óvart og valdið miklum vonbrigðum.

Halastjarnan ATLAS (C/2019 Y4) kom í leitirnar hinn 28. desember 2019 á myndum sem teknar voru með sjónauka á Hawaii fyrir verkefnið Asteroid Terrestrial-impact Last Alert System, en það hefur meðal annars að markmiði að finna og vara við smástirnum og öðrum fyrirbærum í geimnum sem gætu rekist á Jörðina. Þegar ATLAS fannst var hún næstum 400 þúsund sinnum daufari en daufustu stjörnur sem sjá má með berum augum. Á þeim tíma var hún í 439 milljón km fjarlægð frá sólinni.

Halastjörnur auka birtu sína fremur hratt þegar þær nálgast sólu. ATLAS verður þannig næst sólu 31. maí 2020, þá í 37,8 milljón km fjarlægð frá stjörnunni okkar. Þá ætti hún að vera skærust. Rétt rúmri viku fyrr (23. maí) verður hún næst Jörðu, þá 72,8 milljón km í burtu.

Útreikningar á sporbraut halastjörnunnar benda til þess að umferðartími hennar um sólu séu 4800 ár. Eftir ferðalagið framhjá sólinni breytist braut hennar og umferðartíminn lengist í 5200 ár.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

8.4.2020

Spyrjandi

Oddur Ólason

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Er von á halastjörnunni ATLAS í apríl?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79128.

Sævar Helgi Bragason. (2020, 8. apríl). Er von á halastjörnunni ATLAS í apríl? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79128

Sævar Helgi Bragason. „Er von á halastjörnunni ATLAS í apríl?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79128>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er von á halastjörnunni ATLAS í apríl?
Halastjarnan C/2019 Y4 (ATLAS) verður ekki nógu björt til að sjást með berum augum á næturhimninum í apríl, að minnsta kosti ekki frá Íslandi. Spár benda til þess að hún nái hámarksbirtu í lok maí og verði þá álíka björt og björtustu fastastjörnur. Rætist allra bjartsýnustu spár verður hún álíka björt og Venus á kvöldhimninum þessa dagana. Þá er aftur á móti orðið bjart allan sólarhringinn á Íslandi og ólíklegt að koma megi auga á hana með berum augum.

Halastjarnan C/2019 Y4 (ATLAS) verður ekki nógu björt til að sjást með berum augum á næturhimninum í apríl, að minnsta kosti ekki frá Íslandi. © Gísli Már Árnason.

Þegar þetta er skrifað snemma í apríl 2020 er halastjarnan hátt á lofti yfir Íslandi en er enn of dauf til að sjást með berum augum. Hún sést þó ágætlega með sjónauka og lítur þá út eins og fölgrænn þokublettur, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í lok mars 2020 frá stjörnustöðinni á Hótel Rangá. Þá var halastjarnan í stjörnumerkinu Gíraffanum. Vilji áhugasamir finna hana er nauðsynlegt að styðjast við stjörnukort eða hnit.

Í lok apríl gæti halastjarnan verið orðin nógu björt til að sjást naumlega með berum augum við bestu skilyrði, það er við fullkomið myrkur. Á þeim árstíma er einungis rökkur á Íslandi sem dregur úr sýnileika halastjörnunnar.

Halastjörnur eru frægar fyrir hve erfitt er að spá fyrir um hegðun þeirra. Það eina sem við getum gert í bili er að bíða og sjá hvernig þróunin verður. Halastjörnur hafa bæði komið fólki á óvart og valdið miklum vonbrigðum.

Halastjarnan ATLAS (C/2019 Y4) kom í leitirnar hinn 28. desember 2019 á myndum sem teknar voru með sjónauka á Hawaii fyrir verkefnið Asteroid Terrestrial-impact Last Alert System, en það hefur meðal annars að markmiði að finna og vara við smástirnum og öðrum fyrirbærum í geimnum sem gætu rekist á Jörðina. Þegar ATLAS fannst var hún næstum 400 þúsund sinnum daufari en daufustu stjörnur sem sjá má með berum augum. Á þeim tíma var hún í 439 milljón km fjarlægð frá sólinni.

Halastjörnur auka birtu sína fremur hratt þegar þær nálgast sólu. ATLAS verður þannig næst sólu 31. maí 2020, þá í 37,8 milljón km fjarlægð frá stjörnunni okkar. Þá ætti hún að vera skærust. Rétt rúmri viku fyrr (23. maí) verður hún næst Jörðu, þá 72,8 milljón km í burtu.

Útreikningar á sporbraut halastjörnunnar benda til þess að umferðartími hennar um sólu séu 4800 ár. Eftir ferðalagið framhjá sólinni breytist braut hennar og umferðartíminn lengist í 5200 ár.

Heimildir:

Mynd:...