En sá hlutur er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun það er Grænlendingar kalla norðurljós ... En þessi verður natúra og skipan á norðurljósi, að það er æ þess ljósara er sjölf er nótt myrkvari, og sýnist það jafnan um nætur, en aldrigin um daga, og oftast í niðmyrkrum, en sjaldan í tunglskini. En það er svo tilsýnum sem maður sé mikinn loga langa leið af miklum eldi. Þar skýtur af í loft upp að sjá hvössum oddum misjöfnum að hæð og mjög ókyrrum og verða ýmisir hærri, og bragðar þetta ljós allt tilsýndum svo sem svipandi logi. En meðan þessir geislar eru hæstir og bjartastir, þá stendur þar svo mikið ljós af, að þeir menn er úti verða staddir, þá megu þeir vel fara leiðar sinnar, svo og að veiðiskap, ef þeir þurfu. ... Og það kann að verða stundum að mönnum sýnist svo sem þar skjóti af stórum gneistum svo sem af sindranda járni ...[1]Í Hemings þætti Áslákssonar, sem talinn er vera frá síðari hluta 13. aldar, er talað um „eld“ yfir hafi sem var „blár sem logi“.[2] Aðrar miðaldaheimildir eru óljósari, þótt vera megi að sögur sem segja frá vafurlogum, haugaeldum og annars konar himinljósum feli í sér hugmyndir sem tengjast norðurljósum.

Orðið norðurljós kemur fyrst fyrir í Konungs skuggsjá sem var skrifuð á bilinu 1250-60, þar er einnig talað um „svipandi loga“, „eld“ og „geisla“. Myndin er ein af mörgum sem danski málarinn Harald Moltke (1871-1960) málaði af norðurljósum snemma á 20. öld.
- ^ Ólafur Halldórsson 1978: 127–128.
- ^ Hauksbók 1892–96: 335.
- ^ Oddur Einarsson 1971: 63; Wahl 1928: 22. Íslenski textinn er þýðing á latneskum frumtexta Odds, sem notar þar engu að síður íslenska orðið „Nordurljos“.
- ^ Gísli Oddsson 1942: 59–60; Halldór Hermannsson 1916: 34.
- ^ Magnús Stephensen 1783: 163–64. Árið 1896 kom Norðmaðurinn Kristian Birkland með þá kenningu að norðurljósin gætu verið mynduð af rafagnastraumum frá sól (Þorsteinn Sæmundsson 2012b: 2).
- ^ Talið er að hugtakið hafi fyrst verið notað á prenti af Ítalanum Galíleó Galílei og stuttu síðar af Frakkanum Pierre Gasendi (Brekke og Egeland 1983: 37).
- Brekke, Asgeir og Alv Egeland. 1983. The Northern Lights: From Mythology to Space Research. Berlin, Heidelberg, New York, Tokyo: Springer-Verlag.
- Gísli Oddsson. 1942. Íslenzk annálabrot [Annalium in Islandia farrago] og Undur Íslands [De mirabilibus Islandiæ]. Þýð. Jónas Rafnar. Akureyri: Þorsteinn M. Jónsson.
- Hauksbók udgiven efter de Arnamagnæanske håndskrifter no. 371, 544 og 675, 4°. 1892–94. København: Thieles bogtrykkeri.
- Halldór Hermannsson. 1916. Icelandic books of the sixteenth century (1534–1600). Islandica IX. Ithaca, N.Y.: Cornell Unicersity Library.
- Magnús Stephensen. 1783. Um Meteora, edr Vedráttufar, Loptsiónir, og adra náttúrliga tilburdi á sió og landi. Rit þess íslenzka Lærdóms-lista felags III. Kaupmannahöfn: Jóhann Rúdólph Thiele. Bls. 122–92.
- Oddur Einarsson. 1971. Íslandslýsing: Qualiscunque descriptio Islandiae. Útg. Jakob Benediktsson. Þýð. Sveinn Pálsson. Reykjavík: Menningarsjóður.
- Ólafur Halldórsson. 1978. Grænland í miðaldaritum. Reykjavík: Sögufélag.
- The Northern Lights Route - The northern lights. (Sótt 10.4.2018).