Hvað merkir að vera trítilóður?Orðið trítill hefur fleiri en eina merkingu. Það er til dæmis nafn á leikfanginu skopparakringla (einnig trítiltoppur, trítiltopar) en einnig merkir það lítill hnykill, stráksnáði, smávaxinn maður, spónn til að matast með og trýni. Af þessum mismunandi merkingum er líklegt að forliðurinn trítil- vísi til skopparakringlunnar í orðum eins og trítilóður og trítilvitlaus. Uppruni er ekki fullljós og finnst orðið því bæði skrifað með -í- og -ý-.

Orðið trítill hefur fleiri en eina merkingu, það er til dæmis nafn á leikfanginu skopparakringla. Í orðum eins og trítilóður og trítilvitlaus er líklegt að forliðurinn trítil- vísi til skopparakringlunnar.
- Piqsels.com. (Sótt 29.9.2021).
- Pixabay.com. (Sótt 29.9.2021).