Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 94 svör fundust
Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?
Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...
Hvað er heiðlóan lengi að fljúga frá vetrarstöðvum til varpstöðvanna á Íslandi á vorin?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum hérna á leikskólanum Gefnarborg að vinna með heiðlóuna og við finnum ekki neins staðar hvað hún er lengi að fljúga milli Íslands og heitu landanna. Hafið þið svarið? Kær kveðja. Krakkarnir á Hálsakoti á Gefnarborg Garði. Vetrarstöðvar íslensku heiðlóu...
Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?
Þverstæðan um Guð og steininn er ekki ný af nálinni. Með henni er í raun verið að spyrja hvort Guð, sem almáttug vera, geti framkvæmt hluti sem eru rökfræðilega ómögulegir og hvort hugmyndin um almáttugan Guð feli í sér mótsögn. Þverstæðan er þessi: Hugsum okkur að Guð sé almáttugur.Þá hlýtur hann að geta lyft...
Gætuð þið vísað mér í heimildir um kjarnorkusprengjuna, kjarnorkuvopnakapphlaupið, hver fann kjarnorkuna upp?
Hér er einnig svarað spurningu Guðmundar Magnússonar: „Hvar finn ég upplýsingar um tilraunir með kjarnorkusprengjur?“ Kjarnorkusprengjan í Nagasaki, Japan.Um heimildir ber fyrst að nefna tvær afbragðsgóðar bækur eftir Richard Rhodes. Í fyrsta lagi bókina The Making of the Atomic Bomb, sem segir frá forsögu kjarn...
Getur lungnakrabbamein verið ættgengur sjúkdómur?
Stutta svarið við spurningunni er já, lungnakrabbamein geta legið í ættum. Hins vegar er rétt að ítreka að reykingar eru langstærsti orsakaþáttur lungnakrabbameins. Þær eru taldar valda um 85% tilfella sjúkdómsins, aðallega beinar reykingar en einnig óbeinar. Meira er fjallað um helstu áhættuþætti í svari við spur...
Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?
Á vefsíðunni skagafjordur.com má lesa eftirfarandi um Þórðarhöfða, unnið upp úr Íslandshandbókinni: Þórðarhöfði gengur út í sjó við austanverðan Skagafjörð, norðan Hofsóss. Hann er landfastur en lítur út eins og eyja. Þórðarhöfði er forn eldfjallarúst og í toppi hans er gígskál. Höfðinn er hæstur 202 m.y.s. þar ...
Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum?
Talið er að rúmlega 10% af þurrlendi Íslands sé hulið jöklum. Vatnajökull, sem er stærsti jökull í Evrópu og eitt stærsta jökulhvel utan heimskautalanda, er um 8300 km2 og hylur um 8% landsins. Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km2 og Hofsjökull er á þriðji stærsti, um 900 km2. Stærsti jökull jarð...
Hver var fyrsta bíómyndin, hver leikstýrði henni og hverjir léku í henni?
Fyrsta kvikmyndavélin var myndavél í laginu eins og riffill og gat tekið 12 myndir á sekúndu. Hún var hönnuð 1882 af Frakkanum Etienne-Jules Marey. Uppfinningamaðurinn Tómas Alva Edison kynnti árið 1893 kassalega gægju-sýningarvél sem sýndi einum áhorfanda örsmáar svarthvítar kvikmyndir. Vélina nefndi hann Kine...
Hvernig eru rafhlöður búnar til?
Rafhlöður eru hylki með rafskautum í raflausn. Með rafhlöðum er hægt að breyta efnaorku í raforku. Víða á Alnetinu og í bókum um vísindi er hægt að finna upplýsingar um það hvernig hægt er að búa til einfaldar rafhlöður, til dæmis úr sítrónu. Aðferðin er frekar einföld. Til þess að búa til rafhlöðuna þarf eina ...
Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?
Til eru margar gerðir af paprikum, ólíkar að stærð, lögun og lit. Allar paprikur mynda fyrst græn aldin en þegar þau þroskast breyta þau um lit og verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá. Græn paprika er því í raun óþroskuð. Það er þó meira en liturinn sem breytist við þroskun, bragð og næringaref...
Hver er tengingin milli grískrar heimspeki og heimspekinga miðalda?
Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimsp...
Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt?
Aðrir spyrjendur eru nokkrir nemendur 7. bekkjar Lágafellsskóla:Harpa Methúsalemsdóttir, Tómas Helgi Valdimarsson, Kristín Helga Hermannsdóttir, Arnór Snær Guðmundsson, Karen Gústavsdóttir, Alex Jökulsson Við höfum áður fjallað um litinn á sólinni, til dæmis af hverju hún verður gul og síðan rauðleit eftir því s...
Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina?
Á vef Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) er að finna lista yfir þau lönd sem hafa staðfest Kyoto-bókunina. Í febrúar 2007 höfðu 169 ríki auk Evrópusambandsins staðfest bókunina. Þau lönd sem staðfest hafa Kyoto-bókunina eru merkt með grænum, gul eru þau lönd sem hafa skrifað undir og munu væntanlega ...
Hvaða efni eru í lofthjúpi jarðar?
Lofthjúpur jarðar hefur tekið breytingum frá því að hann myndaðist fyrst. Um það er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvernig varð lofthjúpurinn til? Í dag samanstendur lofthjúpur jarðar að mestu leyti af eldfjallagösum sem breyttust og þróuðust með lífi. Í þurru lofti, það er lofti sem inniheldur ekki vat...
Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?
Ibn Rushd (1126–1198) eða Averroes, eins og hann nefndist á latínu eftir spænskum miðaldaframburði (Aven Ruiz), var læknir, dómari og heimspekingur í borginni Cordoba á Spáni og var uppi á 12. öld. Cordoba tilheyrði þá arabískumælandi ríki sem nefndist Al-Andalus og var á fyrri hluta aldarinnar undir stjórn fursta...