Góðan dag. Við erum hérna á leikskólanum Gefnarborg að vinna með heiðlóuna og við finnum ekki neins staðar hvað hún er lengi að fljúga milli Íslands og heitu landanna. Hafið þið svarið? Kær kveðja. Krakkarnir á Hálsakoti á Gefnarborg Garði.Vetrarstöðvar íslensku heiðlóunnar (Pluvialis apricaria) eru á Bretlandseyjum og á vesturströnd meginlands Evrópu, frá Jótlandi allt suður til Gíbraltar. Auk þess hefur merkt lóa endurheimst við strendur Marokkó. Íslenskir fuglaáhugamenn og fræðingar hafa verið duglegir við að merkja heiðlóur. Undanfarin 75 ár hafa verið merktir yfir sex þúsund fuglar. Af þessum fjölda hafa yfir 150 fuglar endurheimst erlendis, langflestir á Bretlandseyjum. Það kann því að vera að flestar íslenskar heiðlóur haldi til á Bretlandseyjum yfir veturinn, þá á Stóra-Bretlandi og Írlandi.

Heiðlóa (Pluvialis apricaria) er líklega um eða innanvið sólahring að fljúga til Íslands frá Bretlandseyjum.
- Guðmundur A. Guðmundsson. Lóan er komin – en hvaðan? Bliki 18 tbl. bls. 55 – 58. 1997.
- Tómas G. Gunnarsson. Munnlegar upplýsingar. 30. apríl 2015.
- Mynd: Aves.is. © Jakob Sigurdsson. (Sótt 6. 5. 2015).